28.1.2017 | 11:11
Misskilningur að fjöldi fulltrúa sé línulegt hlutfall af mannfjölda.
Það er gegnumgangandi misskilingur í umræðum um fjölda þingmanna og fjölda í sveitarstjórnum að miða þennan fjölda beint við mannfjölda ríkja og sveitarfélaga.
Væri svo myndi einn þingmaður nægja á Bandaríkjaþingi og hann væri samt hærra hlutfall af mannfjölda þess ríkis heldur en 63 þingmenn eru af mannfjölda Íslendinga.
Þetta er vegna þess að fjöldi viðfangsefna í samræmi við lög og reglugerðir fylgir ekki mannfjöldanum línulega.
Til dæmis er regluverkið, sem óbein aðild okkar að ESB í gegnum EES, jafnflókið fyrir Íslendinga og fyrir Evrópuþjóðir sem eru meira en hundrað sinnum fjölmennari.
Þegar verkefnin í borgarstjórn Reykjavikur eru skoðuð sést, að borgarfulltrúarnir eru greinilega of fáir til þess að þeir komist yfir öll þau verkefni sem borgarstjórn og nefndir borgarinnar þurfa að sinna.
Þetta kallar á hættu á fúski jafnframt því að það er heilmikil vinna fólgin í því að vera samviskusamur varaborgarfulltrúi og heppilegra að slíkur fulltrúi hafi bein tengsl við kjósendur eins og aðalfulltrúi.
Til er erlend regla um fjölda fulltrúa, sem sýnir þetta og þar er fjöldinn ekki línulegur miðað við íbúafjölda. Hún sýnir einnig það að Alþingismenn eru ekki of margir, þótt þeir séu hlutfallslega fleiri en þingmenn hjá hundrað sinnum stærri þjóðum.
Á árunum 1978-1986 ríkti asnaleg togstreita í borgarstjórn Reykjavíkur um fjölda borgarfulltrúa þar sem fulltrúunum var fjölgað og fækkað á víxl.
En það ætti að nægja að setja skaplegt lágmark fulltrúa í lög, til dæmis 21 fulltrúa og leyfa borgarstjórn síðan að fjölga þeim og standa reikningsskil fyrir því á eðlilegan og lýðræðislegan hátt í kosningum.
15 fulltrúar er sama tala og hefur verið frá því fyrir um átta áratugum þegar borgarbúar voru aðeins fjórðungur af því sem þeir eru nú, sem er raunar ekki aðalatriðið, heldur það að verkefnin, til dæmis í frumskógi laga og reglugerða nútíma þjóðfélags, hafa margfaldast að fjölda og umfangi.
Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En Ómar, ertu ekki þar með að segja að heilt sveitarfélag á landsbyggðinni ætti að hafa fleiri fulltrúa t.d. á Alþingi, en ein eða tvær blokkir í Breiðholtinu með jafnmarga íbúa.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 13:41
Samsteypumeirhluti hefur áður ákveðið að fjölga borgarfulltrúum en það var fyrst verk Sjálfstðismanna þegar þeir komust í meirihluta að fækka þeim á ný.
Þessi stefna Sjálfstæðisflokksins byggist á því að það kemur alltaf stæsta flokknum best að fulltrúar séu sem fæstir. Með því móti náði Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað meirihluta í Borgarstjórn með minnihluta atkvæða á bak við sig.
Fjölgun borgarfulltrúa gerir það að hlutföll kjörinna fulltrúa endurspegla betur vilja borgarbúa.
Þessi aðgerð Jóns er því bein aðför að lýðræðinu.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 14:14
Ómar, fyrst þú nefndir Bandaríkjaþing:
Á bandaríska þinginu eru alls 535 fulltrúar með atkvæðisrétt, þar af 445 í fulltrúadeidinni og 50 öldungardeildarþingmenn (2 fyrir hvert ríki).
Áætlaður íbúafjöldi Bandaríkjanna var sl. mánudag um 324.420.000 (tölur frá Wikipedia). Það þýðir að það er einn þingmaður á hverja 606.392 íbúa. Á Alþingi er einn þingmaður á hverja 5.278 íbúa. Í borgarstjórn er einn fulltrúi fyrir hvern 11.132 íbúa Reykjavíkur (tölur frá Hagstofunni).
Þannig að það eru tiltölulega mikið fleiri kjörnir fulltrúar á Íslandi en í USA. Fjölgun borgarfulltrúa þýðir ekki að vinnubrögðin verði betri, það sem myndi betrumbæta vinnubrögðin væru færri axxarsköft meirihlutans og meira aðhald frá minnihlutanum, sem er svo óvirkur, að það svíður.
Pétur D. (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 15:05
Pétur D,
Já, og svo má ekki gleyma fylkisstjórnunum, og þingum þar.
Allavegana eru allt of margir sem eru bæði á þingi hérna og bæjarstjórnum. "
Ómar,
Þú verður líka að athuga að "kerfið" er orðið allt annað en það var í "denn". Bæði þingmenn og bæjarfulltrúar eru komnir með heilan her af starfsfólki, bæði aðstoðarmönnum, og síðan ofan á það er aragrúi af borgarstarfsmönnum, og starfsmönnum stofnana sem sinnir, að hluta til, sömu störfum og þingmenn, og bæjarfulltrúar fengust við á sínum tíma.
Það bætir ekki lýðræðið að auka sífellt í kerfið, heldur hefur reynslan sýntn að það veikir frekar lýðræðið.
Arnar Bj. (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 15:12
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar - Haukur Kristinsson - Sigurður Sunnanvindur - Pétur D., og Arnar Bj. !
Hafið þið velt fyrir ykkur: hversu Íslendingum væri heilsusamlegra, að vera laus undan þessum 63menningum: sem og huglægri og hlutlægri Blóðsugu starfsemi þeirra, á öllum sviðum frumstæðs mannlífsins, í þessu landi ?
Er ekki orðið tímabært - að landsmenn velji sér heilbrigðari stjórnarhætti hér:: t.d., með Grænlenzkri og Færeyskri aðstoð / þó, ekki yrði lengra farið ?
Alþingis ómennin: skara einungis eldana / að sínum eigin bakhlutum og sinna, eins og þjónustu klúbbur þeirra (Kjararáð), sýndi okkur hvað gleggst, þann 29. Október s.l.
Sá dagur, sem og atburðarás hans - á eftir að valda komandi kynslóðum ærnum heilabrotum, þegar fram líða stundir piltar.
Það er eitt: er þó alveg víst.
Með beztu kveðjum - sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 15:36
Ég vil leiðrétta tölurnar í fyrri athugasemd, sem skoluðust til.
Þetta átti auðvitað að vera: "Á banadaríska þinginu eru alls 535 fulltrúar með atkvæðisrétt, þar af 435 í Fulltrúadeildinni og 100 í Öldungadeildinni (2 frá hverju ríki."
Pétur D. (IP-tala skráð) 28.1.2017 kl. 16:07
Fámennið fer í sérlega alvarlegt ljós varðandi ríkið. Í rau þyrfti miklu miklu fleiri starfsmenn á vegum ríkis til að sinna hagsmunum landsins, td. utanríkismálum.
Eg er nefnilega ekki að sjá svo fámenn ríki sem ísland virka almennilega í framtíðinni og kannski ekki svo fjarlægri framtíð.
Eru allt aðrar aðstæður en á 19.öld og í upphafi 20.aldar þegar þjóðríki komust á koppinn. Nútíminn er gjörólíkur fortíðinni og smáríki fitta ekki og virka ekki eins vel, að mínu mati.
Og þetta er sérlega mikilvægt fyrir almenning og hina verst settu.
Við sjáum það td. hér, að framsjallar og elítan hirðir allt og flytur á afland. Almenningur berskjaldaður og getur ekkert gert nema bara brosað þega sjallar fara með úttroðna rassvasa af góssi á afland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2017 kl. 12:28
Sælir - á ný !
Ómar Bjarki !
Gleymdu ekki: afætunum innan þinna eigin raða / reyndu ekki: að bera blak af því liði heldur.
Jafn ómerkilegur lýður: og núsitjandi valdhafar, hafi eitthvað fram hjá þér farið !!!
Með sömu kveðjum - sem þeim seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.1.2017 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.