Hvannadalshnjúkur og Öræfajökull. Ekki Grímsfjall í Vatnajökli.

Eins og sést á meðfylgjandi korti í frétt mbl.is af Vatnajökli, þar sem Öræfajökull er eins eins og rani sem gengur suður úr Vatnajökli, er Grímsfjall nokkra tugi kílómetra frá þeim stað, sem myndin með fréttinni er tekin á, þar sem sést yfir Freysnes upp til Öræfajökuls og Hvannadalshnjúk. Það er í skásta falli afar langsótt að setja sem titil undir þessa mynd: "Vatnajökull."

Það er skárra að birta enga mynd en þessa, því að þetta landslag er í engu líkt Grímsvötnum og svona álíka að birta mynd af Henglinum og setja sem undirtitil "Reykjanesskagi" í frétt af óhappi á Keili. Kverkfjöll. Herðubreið

Það hefði verið upplagt að setja hér inn mynd af hinu raunverulega Grímsfjalli, en af því að ég er staddur á Akureyri, láðist mér að taka með mér harðan disk sem ég á fyrir sunnan með myndum af því. 

En ef leið ævintýramannsins liggur um Kverkfjöll í norðurjaðri Vatnajökuls, set ég hér inn mynd af Kverkfjöllum, með Herðubreið í baksýn og hina flötu ísbreiðu Vatnajökuls í forgrunni. 


mbl.is „Harðneitar að koma til byggða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband