19 stiga hiti í 650 metra hæð á Eyjabökkum.

Á norðausturhálendinu hefur verið hláka í fjóra sólarhringa. Í gær komst hitinn í 19 stig í tvær mínútur á Eyjabökkum í 650 metra hæð yfir sjávarmáli (Vífilsfell er 655 m) samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings.BISA,Sauðár-flugvöllur okt 

Á Eyjabökkum var rakastig aðeins 20% á hádegi, sem er fádæma lág tala. 

Á Sauðárflugvelli, sem er í 660 metra hæð, komst hitinn í níu stig og líklega er þar minni snjór nú en verið hefur á þessum árstíma lengi. 

Veðurstöðin "Brúaröræfi er aðeins í 3ja kílómetra fjarlægð frá vellinum. 

Myndirnar eru teknar þar seint í október 2014 og 2015 og líklega er snjórinn þar eitthvað meiri nú eftir snjókomuna uppi á Brúaröræfum.BISA.Vetur. Vitara. 4runner

En að frostmarkshæð sé í 3500 metrum, eða í meira en 11 þúsund feta hæð á þessum árstíma er afar óvenjulegt.

Neðsta myndin er af flugvellinum í apríl 2014.

En ef veðurlag þessa vetrar verður áfram svipað og verið hefur, verður miklu minni snjór þarna í vor. BISA. Flughlað vetur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband