23.2.2017 | 23:42
Þeir brúka bara syndugan kjaft.
Það er athyglisvert að hlusta á mismunandi málflutning fulltrúa Umhverfisstofnunar og fulltrúa United Silicon, svo gersamlega ólíkur er hann hjá þessum aðilum deilunnar um mengunarmálin.
Fulltrúi Silicon fullyrti að mengunin hefði aldrei farið yfir tilskilin mörk og að engar úrbætur þyrfti að gera, því að það hefði verið gert.
Hjá Umhverfisstofnun er hins vegar veitað hótun um að stöðva reksturinn "ef ekki verði ráðist í tafarlausar úrbætur í mengunarmálum."
60 íbúar kvarta sáran yfir óviðunandi loftgæðum og þá getur bara þrennt komið til greina:
1. Þeir ljúga bara allir saman.
2. Mengunarkröfurnar eru svo litlar, að þetta ástand er eðlilegt og Íslendingar geti bara sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert sér grein fyrir því hvers eðlis þessi yndislega og langþráða stóriðja væri.
3. Mælingarnar á menguninni eru ekki réttar.
En það er ekki nýtt að talsmenn stjóriðju og virkjana fyrir hana brúki syndugan kjaft.
Talsmenn gufuaflsvirkjananna á ysta hluta Reykjanesskagans hafa alla tíð þrætt staðfastlega fyrir að í þeim felist rányrkja, hvað þá stórfelld.
Sá síðasti sem ég hitti, fullyrti nýlega að svæðið væri ekki aðéins í jafnvægi, heldur streymdi inn á það meira af orku en af því væri tekið.
Síðan sér maður í fréttabréfi Landmælinga Íslands að nýjustu mælingar af Gufuaflsvirkjanasvæðanna á Reykjanesskaganu sýni allt að 18 sentimetra lækkun lands og umsögnin um það er einföld: "Ekki er ólíklegt að það tengist virkjunum á þessum svæðum"
Og svo fréttir maður rétt si svona, að Svartsengisvirkjun gangi bara á 75-80% af aflinu, sem uppsett var fyrir túrbínurnar.
Allir vita núna loksins nákvæmlega hvernig hliðstætt ástand er á Hellisheiðarsvæðinu.
Hóta að stöðva rekstur United Silicon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
19.3.2012:
"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."
"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."
Þorsteinn Briem, 23.2.2017 kl. 23:54
Í dag:
Menn fóru of geyst - Stefán Arnórsson prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands
Þorsteinn Briem, 23.2.2017 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.