11.3.2017 | 09:30
Erdogan gaf tóninn.
Þeir fyrstu, sem valdafíknir stjórnmálamenn ráðast gegn, eru oft í dómskerfinu og fjölmiðlunum. Þetta gerði Erdogan í Tyrklandi í stórum stíl eftir valdaránstilraun gegn honum.
Donald Trump hóf sókn sína á þessum tveimur vígstöðvum á fyrstu dögum sínum í embætti og linnir ekki látum.
Þegar dómari úrskurðaði að lögbann yrði sett á tilskipun hans um ferðabann fólks frá sérvöldum múslimaríkjum taldi Trump dómarann óhæfan í starfi. Stefnan var þegar sett og hefur kúrsinn verið haldinn síðan varðandi það að beita framkvæmdavaldinu gegn dómsvaldinu.
Spurningin er bara hve langt hann ætlar að ganga og hve lengi hann verður að.
Í fortíðinni í heimssögunni er hægt að finna ýmis dæmi um slíkt.
46 ríkissaksóknarar taki pokann sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er slóð
Ef þú ætlar að koma á breytingum, verður þú að breyta hugmyndafræðinni í stjórnsýslunni. Sú hugmynd hefur stundum komið fram að hluta af stjórnkerfinu, eigi að endurnýja. Einnig að stöðugleiki fylgi litlu hringli með embættismenn.
Egilsstaðir, 11.03.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 11.3.2017 kl. 13:26
Sæll.
Þetta er ekki nema að hluta til rétt hjá þér Ómar. Erdogan var byrjaður á þessu töluvert fyrir valdaránstilraunina - eftir hana fékk hann bara átillu til að herða á ferlinu. Erdogan er á leiðinni með Tyrkland aftur í miðaldir. Tyrkir bera t.a.m. verulega ábyrgð á upplausnarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi undanfarin ár. AF hverju ekki að blogga um það? Upplýsa fólk.
Ekki er Trump minn maður en það er orðið að íþrótt víða að setja út á allt sem hann gerir í stað þess að vega og meta hverja athöfn hans. Er allt sem hann gerir slæmt eða bara sumt? Svo má líka rökstyðja sitt mál en alltof margir sleppa því.
Obama t.a.m. bannaði fólki að koma til landsins og enginn sagði neitt. Bann Trump byggir á vinnu Obama. Þeir sem kalla bann Trump múslimabann virðast vera einstaklega illa að sér. Indónesía er fjölmennasta múslima ríkið í heiminum en múslimar þaðan mega koma til USA og frá ýmsum öðrum löndum líka. Það er því beinlínis rangt að tala um múslimabann.
Lögfræði er ekki vísindagrein og skoðanir manna á hinu og þessu lita túlkun þeirra á lögum. Því er eðlilegt að Trump vilji fá menn í þessar stöður sem endurspegla það sem hann og hans kjósendur vilja.
Ég heyri því miður engan velta því fyrir sér hvað olli því að maður eins og Trump komst í embætti. Hvað ætli valdi því? Það reynir enginn að svara þeirri spurningu af alvöru. Hvers vegna? Eru amerískir kjósendur bara bjánar? Nei, það er ferlega ódýr skýring sem heldur ekki vatni. Létu þeir plata sig? Nei, margar milljónir láta sjálfsagt ekki plata sig þegar nánast allir fjölmiðlar þar vestra voru á móti Trump. Sú skýring gengur því ekki heldur. Hvað veldur?
Hvað dettur þér í hug Ómar?
Helgi (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.