24.3.2017 | 18:17
Obama þurfti tvö ár. Nægja Trump tvær vikur?
Endurbætur á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna til þess að 20 milljónir þeirra væru ekki lengur án nokkurra sjúkratrygginga, tóku alls sex ár, og ferlið var mikil þrautaganga fyrir forsetann.
Hann hafði boðað endurbæturnar strax þegar hann tók við völdum 2008 en það þurfti langt og strangt samningaferli við þingið til þess að koma þessu máli í gegn til þess að nálgast kerfi sem Norðurlandabúum hefur þótt sjálfsagt í meira en sjötíu ár.
Hér á Íslandi voru fyrstu lögin um almannatryggingar í svipuðum anda og hjá Norðurlandaþjóðunum loks sett í stjórnarsáttmála og framkvæmd 1944.
Með því að setja þingmönnum afarkosti vonast Trump til þess að sýna fram á, að hann sé "sterkur leiðtogi", sem nær árangri á aðeins broti af þeim tíma sem fyrirrennari hans þurfti.
Þessi aðferð, að taka mikla áhættu til þess að ná miklum árangri, komast upp með það og halda áfram á sömu braut á leið til mikilla valda og áhrifa á heimsvísu, er þekkt úr stjórnmálasögunni.
Nú verður fróðlegt að sjá hvernig Trump muni farnast.
Trump setur þingmönnum afarkosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kaupthinking is beyond normal thinking - Myndband
Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.