"Kynja- og jafnréttisvæl"?

Orðið "kynjavæl" og þar með orðið "jafnréttisvæl" er svar sumra við því að miðaldra hvítir karlar skipi mestu valdastöður heims á sviði fjármála og stjórnmála. 

Þeim, sem láta sér þetta vel líka, tala um að þetta sé orðin "þreytt" umræða og vilja greinilega að ekki sé minnst á ójöfnuðinn sem birtist til dæmis í því að innan við eitt prósent mannkyns eigi helming auðs heimsins á móti hinum 99 prósentunum.

Og að svipað fyrirbæri birtist hjá mestu herveldum heims og meira að segja hjá okkar þjóð. 

Að minnast á slíkt sé "þreytt" umræða.

Sömu menn hreykja sér af því að vera kristnir og formæla öðrum trúarbrögðum. Predikaði Kristur þó þann boðskap að allir menn væru Guðs börn og tók svari ofsóttra og niðurlægðra.

Hlýtur þá sú 2000 ára gamla umræða þá ekki að vera "orðin þreytt" og kominn tími á að hætta henni, hætta þessu "væli"?

Nýjustu rökin gegn hinu "þreytta kynjavæli" eru þau að konur skipi nú 80% allra kennarastarfa í landinu og hafi hertekið þá stétt.

Bíðum nú aðeins, - er kennarastarfið, hvert og eitt, orðin svona mikil valdastaða sem færir kennurunum ofurlaun?  

Er hjúkrunarfræðingsstarfið orðið að valdastöðu, sem færir þeirri stétt ofurlaun í formi 370 þúsund króna byrjunarlauna á mánuði?

 


mbl.is Ekki í lagi að vera eina konan á fundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég mundi segja að rétt merking þessara orða sé vælið sem íhaldsvæluskjóður gefa frá sér þegar er réttilega amast við forréttindum þeirra.

Það er að vissul leyti skiljanlegt. Sá sem er alinn upp við forréttindi telur þau sjálfsögð. Honum finnst tekið frá sér það sem hann eigi rétt á.

Vésteinn Valgarðsson, 24.3.2017 kl. 12:50

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Tær snilld"?

Eða þannig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2017 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband