Við lifum enn á olíuöld, en með aldahvörf framundan.

Ég á dótturdóttur sem er að flytja frá Reykjavík til Reykjanesbæjar til að hefja þar búskap með sambýlismanni sínum og fyrsta langafabarni mínu. 

Hún vinnur eins og er í Reykjavík en mun væntanlega síðar fá sér vinnu suðurfrá. Þó er ekki víst að hún þurfi það, því að atvinnusvæðið á suðvesturhorninu er stórt.

Nú er mikið góðæri í ferðaþjónustunni og á markaði notaðra bíla eru bílaleigubílar orðnir ráðandi afl um verðmyndun. Þess vegna getur hún fengið sér furðu nýjan, ódýran og sparneytinn bíll á afar hagstæðum kjörum og leitað sér vinnu á öllu atvinnusvæði Reykjavíkur, sem nær upp á Akranes, austur að Þjórsá og til Suðurnesja. 

Þetta er svipuð saga og er að segja um þessar mundir af sívaxandi fjölda ungs fólks, sem berst við að koma þak yfir höfuð sér í versta samdráttarskeiði á því sviði í 70 ár.

Í fréttum um húsnæðismálin má heyra að fasteignaverð og þar með húsnæðiskostnaður lækki hratt eftir því sem lengra dregur frá miðju Reykjavíkur og það valdi því að unga fólkið, sem húsnæðisvandinn brennur mest á, flytji i vaxandi mæli til nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, allt austur fyrir Fjall og suður með sjó. 

Þetta unga fólk er búið að reikna það út, að ágóðinn af þessum búferlaflutningum varðandi stórum lægri húsnæðiskostnað sé svo mikill að hann geri meira en að vega upp kostnað af því að eiga ódýran bíl. 

Um þéttingu byggðar er það að segja sem séra Emil Björnsson sagði stundum um ákveðin mál, að "þetta ber að gera en hitt eigi ógert að láta."

Þétting byggðar er að sönnu mikilsvert skref í að gera samgöngur hagkvæmari og búa í haginn fyrir óhjákvæmileg orkuskipti og samdrátt í heimsbúskapnum þegar takmarkaðar auðlindir þverra. 

En fyrir liggur, að uppbygging á slíkum svæðum er mun dýrari og tekur miklu lengri tíma en að reisa ný hverfi utar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þess vegna verður að bregðst sem hraðast við húsnæðisvandanum þótt þétting byggðar sé ekki vanrækt.

En seinagangur sveitastjórna og æpandi þögn í stjórnarsáttmála segir sína sögu af sinnuleysi og tregðu í þessum málum.   

 


mbl.is Dagur: Mér finnst þetta ódýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er langafa barn, barn sem langafi eignast?

Jakob (IP-tala skráð) 2.4.2017 kl. 15:56

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Jakob, langaafabarn er það barn sem lengst er í og býr Suður með sjó að jafnaði.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 2.4.2017 kl. 16:48

3 identicon

Sæll Ómar.

Við lifum á öld peninga og peningahyggju.

Þetta má glöggt sjá af því hvað menn almennt eru
varkárir í öllum orðum og gerðum varðandi hrunið
og þeir meðvitaðir um að annars gætu orð þeirra verið
túlkuð sem hatursumræða í garð útrásarvíkinga.

Árið 2001 voru sett lög um Seðlabankann en í heil 14 ár
hafa engin lög verið sett á fjármálasviði og engir varnaglar
verið slegnir að menn lendi ekki á hlaupahjóli fjárglæfra
eða þær hugvits- og helvítismaskínur smíðaðar mönnum til handa
svo þeir fái notið þeirrar auðlegðar sem felst í þeim þjófi
sem læðist að þeim um nótt og hirðir allt glópagullið;
ekki einusinni að þeir fái séð að þeir eru jafnvel
þjófarnir sjálfir!

Meðal annarra þjóða er þessu á annan veg farið því kenna má
í löggjöf þeirra það stef að eitthvað skyldi ekki gerast aftur
og eru leyfar þessa oft 100 ára gamlar og í fullu gili
í samtímanum og virkar svipað eins og rímnakveðskapur
á ungt fólk að að því setur óstöðvandi hlátur að sjá og heyra.

Biðjum guð að hjálpa okkur með annað hrun og
að unga fólkið hrekist upp um öll öræfi Íslands
í leit að húsnæði, - kannski er slotið þeirra
Eyvindar og Höllu ennþá uppistandandi.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.4.2017 kl. 17:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjanesbæ eru að skapast þúsundir starfa vegna erlendra ferðamanna sem dvelja hér á Íslandi og því eðlilegt að fólk flytji þangað í stórum stíl, í stað þess að búa til að mynda í Kópavogi og aka daglega á milli bæjanna.

Slíkt veldur miklum samfélagslegum kostnaði, til dæmis óþarfa álagi á götur og vegi, meiri mengun, fleiri slysum og meiri innflutningi á bensíni en ella.

Best er því að fólk búi nálægt sínum vinnustað, í stað þess að aka á milli heimilis og vinnustaðar og eyða í það löngum tíma, sem hægt væri að nota í frístundir og að vera með fjölskyldunni.

Og þegar par býr nálægt vinnustað annars þeirra eða beggja getur það sparað mikinn kostnað við kaup og rekstur á öðrum bíl á heimili.

Reykjanesbær mun því stækka ört því þar er næga atvinnu að fá vegna Keflavíkurflugvallar og ódýrara að búa þar en á höfuðborgarsvæðinu.

Því er engin ástæða til að byggja húsnæði í stórum stíl á höfuðborgarsvæðinu fyrir fólk sem starfar í Reykjanesbæ.

Þorsteinn Briem, 2.4.2017 kl. 17:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nýju vélarnar [Bomb­ar­dier Q400] geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar."

Innanlandsflugið verður hugsanlega fært frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar með skemmri flugtíma í innanlandsfluginu og hraðlest á milli vallarins og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 2.4.2017 kl. 18:03

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Flestir flugfarþegar eru karlmenn á aldrinum 30-35 ára, sem nota flugið vegna vinnu eða viðskipta.

Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum.

Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014

Þorsteinn Briem, 2.4.2017 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband