Firring, jafngömul mannkyninu.

Yfirgengileg auðæfi, bruðl, sóun, munaðarlíf, dans í kringum gullkálf, alger firring, allt eru þetta fyrirbæri sem hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda.

Lýsing Ashle Mears á lifnaðarháttunum í því samfélagi sem skapast hefur meðal hinna örfáu ofurríku, sem vita ekki aura sinna tal, sem hún gat smeygt sér inn í, og greint er frá á mbl.is, er hrollvekjandi, vegna þess að þetta fyrirbrigði er stundað á okkar tímum upplýsingar og viðleitni til kjarabóta alls almennings, en ekki á tímum alræðis aðalsins í Evrópu fyrr á öldum. 

Að sönnu er mikilvægt fyrir venjulegt fólk að geta gert sér dagamun af og til, en af lýsingu Mears á bílífi og firringu "eina prósentsins" svonefnda má ráða, að hjá því er búið að fletja svo út bruðlið, að það er orðið erfitt fyrir það að gera sér dagamun, því að allt hið stærsta og afbrigðilegasta er orðið að hversdagslífi, sem er ofar skilningi þorra fólks.

Um aldir hefur hugsuðum og vitru fólki verið ljóst, að hamingjan fæst ekki með því að eiga óendanleg auðæfi, heldur jafnvel þvert á móti.

Og sem betur fer, er að finna auðugt fólk, sem berst ekki á, heldur reynir að verja auði sínum ó góð og nytsamleg málefni. 

 

En lifnaðarhættirnir, sem stærstur hluti "eina prósentsins" sem á helming auðæfa jarðar, stundar, eru ekki aðeins sóun sem bitnar á öðrum, heldur má efast um að þetta líferni færi því sjálfu í raun neitt í samræmi við eyðsluna og bruðlið.     

 

 


mbl.is „Allir sammála að þetta er fáránlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband