25.4.2017 | 21:01
Slæmar fréttir á degi umhverfisins af illri meðferð jarðargæða.
Orðtakið "lengi tekur hafið við" túlkar almenna hugsun í hegðun mannkynsins sem gerir núlifandi kynslóðir jarðar ábyrgar fyrir einhverjum mestu vandkvæðum í lífsbaráttu jarðarbúa, sem yfir þá hafa dunið.
Giskað hefur verið á af vísindamönnum, að eins og jarðarbúar haga sér núna, þyrfti margar jarðir til þess að gera aflétta rányrkju í nýtingu helstu auðlinda hennar.
Í neyslunni sem skapar þetta ástand, erum við Íslendingar fremstir í flokki, þannig að ef allir jarðarbúar höguðu sér eins og við, þyrftu jarðirnar að vera 19.
Óheyrilegur vöxtur plastúrgangs í öllum höfum og á öllum ströndum jarðarinnar getur ekki gengið svona lengur, og þegar er svo komið, að héðan af munu engar nýjar olíulindir finnast, sem er jafn ódýrt að nýta og þær, sem senn fara að ganga til þurrðar.
Önnur frétt dagsins er að nú stefnir í enn nýtt hitamet á Indlandi og að ekkert lát er á hlýnun lofthjúps jarðar.
Á Degi umhverfisins eru jarðarbúar minntir á óábyrga hegðun sína gagnvart móður jörð, sem er brot gegn komandi kynslóðum.
Plast í sjó vanmetið um 80% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heimsendaspámenn hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Fyrst voru það seiðkarlar, galdralæknar o.fl. Svo komu fulltrúar þróaðra trúarbragða sem hafa lengst af ráðið ríkjum á þessu sviði. En nú eru það vísindin sem boða heimsendi ef við högum okkur ekki eins og okkur er sagt!
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2017 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.