30.4.2017 | 11:45
Kjarnorkuvopnabúrin eru ekki kristnum þjóðum sæmandi.
Engar tvær þjóðir í sögu mannkyns hafa búið til neitt viðlíka ógn og kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjamanna og Rússa eru. Báðar þjóðirnar eru skilgreindar sem kristnar að stærstum hluta.
Með hvoru kjarnavopnabúri um sig er talið að þjóðirnar geti eytt hvor annarri nokkrum sinnum! Sem er náttúrulega fáránleg vitleysa, því þjóðir sem búnar eru að eyða hvor annarri einu sinni, geta að sjálfsögðu ekkert aðhafst eftir það og haldið áfram að eyða hvor annarri aftur og aftur.
Kenningin á bak við þessa geggjun er raunveruleg og viðurkennd undir heitinu "MAD," "Mutual Assured Destruction" ( á íslensku GAGA, Gagnkvæm altryggð gereyðing allra).
Á Stiklastað í Noregi er risastór stytta af Ólafi Haraldssyni Noregskonuningi, hinum "helga" mikla kristna trúboða, þeysandi á hesti með Biblíuna í annarri hendi og sveiflandi sverði í hinni.
Víðsfjarri grundvallarkenningju Krists en tekur algerlega bókstaflega skipun hans um "að gera allar þjóðir að lærisveinum".
Sem betur fer hefur boðskapur Krists um frið og mannréttindi smám samam rutt burtu ofstopafullri og einstrengingslegri túlkun á skyldunni til að útbreiða boðskapinn.
Og sóun á gríðarlegu fé með atbeina færustu vísindamanna til að búa til gereyðingarvopn er ekki í samræmi við boðskap Krists.
Fangelsisdómi yfir Muhammad Ali vegna óhlýðni hans við herskyldu sem fælist í því að vera sendur til Víetnam til manndrápa, var snúið við af Hæstarétti Bandaríkjanna af því að Ali gat sýnt fram á það að hann væri að fara eftir grundvallarkenningu Múslimatrúar um frið.
Undantekningin í Sharialögunum um "heilagt stríð" ætti ekki við í þessu tilfelli, enda færi Ali ekki eftir þeim lögum í trúariðkun sinni, heldur reyndi að "byggja brýr en ekki múra á milli fólks" eins og Billy Crystal orðaði það í minningarræðu um Ali.
Kristnir menn fara ekki eftir þeim bókstaf eins af boðorðunum að kona, þræll eða ambátt gæti verið eign karlmanna eins og uxar, asnar og aðrar skepnur.
Því miður eru enn of margir múslimar sem ekki orka að víkja sér undantekningarlaust undan Sharíalögunum, - og í hegðun múslimskra hryðjuverkamanna birtist skelfileg afskræming af ákvæðinu um heilagt stríð í nafni trúarinnar.
Alhæfing um að allir múslimar skuli skoðast skoðanasystkin öfgatrúarmanna er ekki í þágu þess friðar, sem Kristur boðaði ásamt orðum hans: "Dæmið ekki því að þér munuð sjálfir dæmdir verða."
Ekkert ofbeldi í guðs nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
His aversion to religion, in the sense usually attached to the term, was of the same kind with that of Lucretius: he regarded it with the feelings due not to a mere mental delusion, but to a grat moral evil. He looked upon it as the greatest enemy of morality: first, by setting up factitious excellencies - belief in creeds, devotional feelings, and ceremonies, not connected with the good of human kind - and causing these to be accepted as substitutes for genuine virtue: but above all, by radically vitiating the standards of moral; making it consist in doing the will of a being, on whom it lavishes indeed all the phrases of adulation, but whom in sober truth it depicts as eminently hateful.
John Stuart Mill on his father, in the Autobiography.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 12:19
Það er sjálfsagt rétt hjá þér að KRISTNAR þjóðir ættu ekki að eiga kjarnorkuvopn.
Gefum okkur að USA myndi losa sig við öll vopn og allir þar myndu gerast lærisveinar KRISTS,
gæti kína þá ekki ráðist á USA og hernumið það undir sinn hæl?
Varla myndum við vilja að gulur kóngur næði heimsyfirráðunum; er það?
Jón Þórhallsson, 30.4.2017 kl. 12:42
Strax í stríðslok 1945 kom upp hugmynd um að koma í veg fyrir þá ógn, sem dreifð eign á sívaxandi kjarnavopnaforða myndi valda.
En Bandaríkin og Sovétríkin voru með of ólíka sýn og stöðu í Evrópu. Bandaríkin áttu þá ein kjarnavopn en Sovétmenn voru með yfirburði á landi nema Vesturveldin héldu áfram að vera með mikinn herafla þar.
Niðurstaðan varð sú að Bandaríkin notuðu kjarnavopnin sem fælingu gagnvart Sovétmönnum en þar með varð fjandinn laus þegar Sovétmenn urðu ótrúlega fljótir til að koma sér upp kjarnorkuvopnaherafla.
Einhliða dugar að sjálfsögðu ekki. Þjóðir heims yrðu að vera samstíga í að eyða þessari ógn.
Ómar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 13:31
Er ekki líklegra að á Stiklastað sé stytta af Ólafi Haraldssyni digra eða helga? Hann var drepinn þar haustið 1030 en ekki fer sögum af því að hinn hafi nokkurntímann komið þar.
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 14:18
Egyptinn Hamed Abdel-Samad líkir Kóraninum við súpermarkað þar sem menn geta sótt sér allt það sem þeir óska sér. Kannski hafa fæstir múslimar lesið Kóraninn (það sama gildir reyndar um kristna menn og Biblíuna). Því þarfnast þeir leiðsagnar fræðimanna eða imama sem hafa mjög misjafnan smekk fyrir því sem þar er að finna.
Amma Hamed Abdel-Samads var góð og guðhrædd kona sem hann unni mjög. Sjálfur átti hann að verða imam eins og faðir hans, en forlögin ætluðu honum annað og nú er hann gallharður gagnrýnandi Kóransins og islam og er þess vegna í stöðugri lífshættu.
Kannski var það eins með Muhammad Ali og ömmuna að þau þekktu bara sælgætisdeildina í súpermarkaðinum. Der Koran - eine Frage der Auslegung: Gespräch mit Hamed Abdel Samad
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 15:36
Kristnir menn hafa engan veginn almennt verið betri en aðrir menn, eins og dæmin sanna, til að mynda í heimsstyrjöldunum, landvinningum í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, nýlendustefnu í Afríku og Asíu, svo og trúarbragðastyrjöldum.
Og ekki hefur nú vantað skelfilegar herforingjastjórnir kristinna manna, til að mynda í Suður-Ameríku.
Kristnum mönnum fer því best að þegja í þessum efnum, í stað þess að halda því stöðugt fram að þeir séu almennt betri en aðrir menn.
Þorsteinn Briem, 30.4.2017 kl. 15:57
Takk fyrir ábendingu vegna fingurbrjóts hjá mér. Ólafur Tryggvason stóð í trúboði í lok tíundu aldar. Búinn að leiðrétta þetta.
Ómar Ragnarsson, 30.4.2017 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.