8.6.2017 | 18:34
Aftur í áhættuhópi.
Þegar ég var strákur, nýbúinn að lær að lesa, las ég um það í æskuminningum Hendriks Ottósonar um Gvend Jóns og hann, að franskir sjómenn hér við land hefðu löngum sóst eftir að krækja í rauðhærða strákar og nota þá í beitu.
Af því að ég var með einstaklega stóran, þykkan og eldrauðan hárbrúsk, fannst mér ekki þægilegt að lesa um þetta og vera hugsanlega í áhættuhópi hvað þetta varðaði.
Síðan þetta var tilgreint á prenti eru liðin tæp sjötíu ár og rauða hárið löngu horfið af hausnum en glampandi skalli kominn í staðinn.
Og af því að ég hef verið í Mósambík nauðasköllóttur er það óþægileg tilhugsun að hafa verið í nýjum áhættuhópi þessa daga sem ég dvaldi þar.
Sköllóttir menn ekki óhultir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afar rautt en allt nú autt,
engir flókar gráir,
laglegt hár er löngu dautt,
lukku skallinn gljáir.
Þorsteinn Briem, 8.6.2017 kl. 20:39
Svona átti þetta nú að vera:
Hárið rautt en allt nú autt,
engir flókar gráir,
laglegt hár er löngu dautt,
lukku skallinn gljáir.
Þorsteinn Briem, 8.6.2017 kl. 21:01
Góður, Steini!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.6.2017 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.