Góðir hlutir gerast hægt.

Árangur íslenska karlalandsliðsins á EM var ekki byggður á stuttum undirbúningstíma.

Undirstaðan var lögð mörgum árum fyrr í rækt við yngri flokkanna og ekki síðst unglingalandsliðið sem varð snemma að stjörnuliði við það að fá verðug verkefni erlendis og þroskast síðan yfir í frábært aðallandslið.

Þessi bakgrunnur er ekki enn fyrir hendi í kvennaknattspyrnunni og það tekur mörg, mörg ár að endurtaka leikinn með karlalandsliðiðið hjá stúlkunum.

Leggja þarf sömu rækt við uppbygginguna frá yngri flokkunum hjá stelpunum og verkefnum og uppbyggingu unglingalandslið og gert var hjá strákunum.

Allt starfið og baráttan í þátttökunni á EM kvenna var til fyrirmyndar, en það var ekki hægt að ætlast til þess að komist yrði lengra að þessu sinni.

 

 

 

og verðugum verkefnum unglingalandsliðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband