Belgískur snúður segir sögu.

Við hjónin keyptum snúð hér í Brussel í gærkvöldi. Fyrir mann, sem átti föður sem var bakarameistari og afa sem líka var bakaarameistari, sagði þessi snúður talsverða sögu. 

Tilhlökkunin til að snæða þennan belgíska snúð var snarlega kæfð þegar bragðað var á honum. 

Hann var á alla lund óráveg frá snúðunum heima bæði hvað snerti bragð og stinnleika. 

Þegar pabbi var í bakstrinum fékk maður langan fyrirlestur um það, hvers vegna snúðarnir og vínarbrauðin hans og afa voru jafn góð og raun bar vitni. 

Ekkert mátti til spara til að gera afurðirnar eins góðar og mögulegt væri. 

Það byggðist á ströngu efnisvali og verkferli, nákvæmu í smáatriðum, meðal annars bandarísku gæðahveiti, nákvæmu vali á vali og meðferð annarra efna og smámunasemi í meðhöndlun á bakstursborðinu, þar sem til dæmis vínabrauðslengjan var "opnuð" með því að slá bakarahnífnum í hana og mynda ótal raufar í deigið. 

Bragðið, þetta sæta bragð hins volga snúðs eða vínarbrauð, varð að vera ósvikið. 

Ekkert af þessu var til staðar í hinum belgíska snúð, sem lait svo vel út, en var gersneyddur bragði og mýkt. 

Skýringarnar gætu verið nokkrar.

Kannski var einhver hollustureglugerð búin að eyðileggja snúðinn. Kannski hafði einhvern tíma verið fyrir hendi þekking og geta til þess að gera almennilegan snúð. 

Næst þegar ég kem til Danmerkur, ef til þess kemur, verður hægt að bragða á dönskum snúð til að sannreyna hvort Danirnir kunna þetta enn og fá að gera það á sinn einstaka hátt. 

Við vitum svo sem að hvítasykursfíkn er talin mikil vá í nútímasamfélagi, en það á ekki að verða til þess að sykurkennt bragð sé bannfært, - magnið sem innbyrt er, hlýtur að skipta mestu máli. 

Það var aldrei ætlun okkar hjónanna hér í Brussel að liggja í snúðaáti, - heldur aðeins að fá smá bragð. 

En aðalatriðið gæti verið að eitt af því sem dönsk yfirráð og áhrif á Íslandi innleiddi, var afburða þekking og reynsla í matar- og kökugerð. 

Það á við um fleiri iðngreinar. 

Hinn afi minn múrari og kunni upp á hár að handleika múrsteina og hvaðeina upp á danskan máta. 

Á heimili hans hékk mynd af honum standandi við "sveinsstykkið", myndarlegan múrvegg, hlaðinn á danska mátann. 

Hugsanlega eina múrvegginn sem hann hlóð á ævinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama a við ef maður kemur til Svíþjóðar, þar er litið sætu bragð af sætabrauðinu. Svo ég held nú að þetta se mismunur a hverju maður hefur vanist. Sem dæmi má nefna brauð, íslenskt rúgbrauð er einstakt í heiminum. En danskt og sænskt rúgbrauð fer illa í magan a mer vegna ómældra hveiti bauna sem í þeim eru.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.7.2017 kl. 07:35

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Mæl þú manna heilastur Ómar!  

Ef það er eitthvað sem skortir alvarlega hér á meginlandinu er það almennilegt bakkelsi.  Öll bakarí bjóða uppá nákvæmlega sömu gerilsneyddu uppskriftirnar að Croissants og Berlínarbollum og annað sætabrauð er hreinn viðbjóður.  

Það fyrsta sem ég geri þegar ég heimsæki klakann er að skreppa í Guðnabakarí á Selfossi og kaupa almennilega vínarbrauðslengju.

Róbert Björnsson, 27.7.2017 kl. 10:04

3 identicon

Já, er það ekki. Þarf maður að vera á skerinu til að fá góðan croissant eða Berlínarbollu. Þó Íslendingar hafa ekki enn lært að baka ekta brauð eins og gert er t.d. í Þýskalandi og Sviss. Gildir þá ekki það sama um osta og skinkur? Það hlýtur bara að vera. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2017 kl. 10:27

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þegar dósaupptakarar og kúbein eru orðin einu verkfæri bakara og matreiðslumanna svo víða í Evrópu þá verður þetta svona. Þýska iðnaðar úrgangsdeigið úr þrælaverksmiðjum þess á tunnum úr hveiti sem Evrópusambandið er búið að eyðileggja, verður aldrei annað en úrgangur og varla mannamatur. Prótein innihaldið í hveitinu er víða orðið svo lágt í ESB að það er ógerningur að baka úr því. Þökk sé sovésku reglugerðarfargani landbúnaðarmála á þessu volaða meginlandi taparanna.

Evrópusambandið er búið að eyðileggja flest sem var gott á þessu meginlandi og fjölbreytileikinn er svo gott sem farinn.

Bílarnir eru orðnir eins. Samansafn af samsæris-drasli gegn kúnnunum, sem verið er að draga fyrir rétt um þessar mundir fyrir cartel-dannelse allsherjarsamsæri gegn viðskiptavinunum.

Vona að þú komir ekki auga á ruslapokana sem Belgar bera innanklæða, því bæjarfélög þeirra hafa svo illa efni á tæma ruslið hjá fólkinu. Það laumast því með ruslið innanklæða til að henda því þar sem mögulegt er. Sérstaklega er þetta slæmt í Brusssel því Evrópusambandið og þeir sem þar vinna við að leggja Evrópu í rúst, borga enga skatta. Þeir herja á landið eins og alþjóðlegur engisprettufaraldur.

Vona að ferðin þín gangi vel.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.7.2017 kl. 11:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem sömu reglugerðir Evrópusambandsins gilda um brauðbakstur.

Þannig að ef Ómari Ragnarssyni finnst belgískur snúður vera verri en íslenskur er það ekki vegna reglugerða Evrópusambandsins.

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the 28 European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].

There is one member per country."

Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN)

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... framleiðir reglugerðir fyrir alla hina."

Ef
Elín Sigurðardóttir vill ekki að Þjóðverjar og aðrir í Evrópusambandinu samþykki reglugerðir fyrir okkur Íslendinga sem við tökum engan þátt í að semja er hún væntanlega í hinum gríðarstóra stjórnmálaflokki Jóns Vals Jenssonar, þar sem enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:36

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:37

11 identicon

Ruglið sem vellur upp úr EU andstæðingum eins og þessum Gunnari Rögnvaldssyni er með ólíkindum. Hvað veldur? Eru innbyggjar heilaþvegnir eða eru þetta minnimáttar komplexar?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2017 kl. 11:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:

"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:43

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sávarafurðir.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Og við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.

Afli íslenskra skipa og Evrópusambandsríkjanna árið 2005

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:45

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:47

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:47

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ál sem framleitt er hér á Íslandi er selt til Evrópusambandsríkjanna og til að mynda notað þar í bíla sem meðal annars eru seldir til Kína.

Ál og kísiljárn er selt héðan nær eingöngu til Evrópska efnahagssvæðisins og við Íslendingar ráðum engu um það, þar sem framleiðslan hér er í erlendum verksmiðjum.

Flestir erlendir ferðamenn sem dvelja hér á Íslandi koma frá Norður-Evrópu og langflestir Íslendingar í námi erlendis stunda þar nám, auk þess sem við Íslendingar ferðumst aðallega til Evrópu.

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:49

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu búa um 337 milljónir manna í nítján ríkjum, um 17 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum.

Í Evrópusambandsríkjunum um 507 milljónir manna, þar af 66% í evruríkjunum.

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:53

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:55

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:57

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:58

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 11:59

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 12:00

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 12:02

26 Smámynd: Róbert Björnsson

Ef það er eitthvað verra en þýskt sætabrauð þá hlýtur það þó að vera hið Ameríska!  Skyldi Gunnari bitra ef til vill þykja mikið til þess koma?  Eða skyldi hann éta hið silki-mjúka Wonder-bread franskbrauð úr Wal-Mart (með síðasta söludag árið 2047) ásamt þykkri klepju af "I can't believe it´s not butter" margaríni og sérpakkaðri sneið af einhverri gulri drullu sem þeir kalla ost og jafnvel Spam-skinkulíki úr dós?  Þetta fæst vonandi allt í CostCo. Vonandi bilar Ameríska sjálfskiptingin ekki á leiðinni þangað.  

Hafandi átt fjóra Ameríska bíla um ævina (Chrysler, Oldsmobile, Ford Crown Victoria og Lincoln Continental) veit hamingjan að aldrei, aldrei aftur mun ég keyra nokkuð annað en þýska bíla hér eftir!

Róbert Björnsson, 27.7.2017 kl. 12:04

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ:

Meirihlutinn af fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hér á Íslandi er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip hafa langflest verið smíðuð í öðrum löndum og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar innflutta ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum.

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af.

Þorsteinn Briem, 27.7.2017 kl. 12:10

28 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já.

Svo maður gleymi nú ekki þeim 60 þúsund tonnum af skordýraeitri sem bara eitt einstakt vínræktarhérað í aðeins einu landi á meginlandi taparanna notar til að koma hinum vesælu þrúgum sínum á flöskurnar.

Eins er með tómataræktina á Spáni þar sem skordýraeiturstunnunnar mynda skjólbelti eins og skreiðarhjalla í kringum útpínda pyttina sem ala af sér bragðlausa uppskeru sem er pínd svo áfram að þrefalt er ekki nóg. Allt sem kemur frá Hollandi er eins og enn verra. Bragðlaust rusl ræktað í rusli og eiturlaugum.

Kveðjur, - og gangi þér vel með klipp- og klísturföndrið þitt Steini Briem.

Best að fara út og slá með íslenska orfinu og ljánum sem ég var að kaupa í kaupfélaginu. Varið ykkur lúpínur!

Gunnar Rögnvaldsson, 27.7.2017 kl. 14:22

29 identicon

Ofsafengin og ignorant þessi lýsing Gunnars (14:22) á ræktun vínberja í  frægustu vínræktarhéruðum heims, sem og ræktun grænmetis „sólvermd í hlýjum garði“. Nútíma landbúnaður er háður landbúnaðarvarnarefnum – pesticides - í nær öllum löndun. Til að koma í veg fyrir að uppskerubrest eða að uppskeran eyðileggist. Árangurinn er ekki aðeins betri uppskera, en einnig meiri gæði. Þrúgurækt er ekki síst vandalaus og krefst notkunar varnarefna, ekki síst gegn sveppasýkingum (fungicides), frekar en gegn skordýrum (inseciticides) og íllgresi (herbicides). 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2017 kl. 16:33

30 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú nýtur þess, Steini, að ég hef of mikið að gera akkúrat núna til þess að fara að stytta þessa fáránlega löngu athugasemdarunu þína, alls 23 stykki.

Ómar Ragnarsson, 27.7.2017 kl. 19:43

31 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Ég bjó í 3 ár í Danmörku 96-99 og komst í kynni við Danskt bakkelsi.  S.l. haust vorum við í Levenworth handan Cascade fjallanna og ég sá þar "Danish Bakery" og munnvatnið byrjaði að vætla.  Frúin hafði varla lagt bílnum þegar ég var þotinn!  Nú skyldi lagerinn minnkaður í snarhasti.  Ég opna dýrnar og sé tvö lítil borð með Amerísku vakkelsi og nokkra illa útlítandi brauðhleifa!  Mér varð svo um þetta að ég snéri við í dyrunum og labbaði í burtu!  Það er ekki allt gull sem glóir.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 27.7.2017 kl. 20:11

32 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Oft er ansi gaman að lesa pistlana hans Ómars og ekki síður athugasemdir. Svo kemur náungi lifir eins og sníkjudýr á Ómari, hleður inn athugasemdum sem enginn nennir að lesa, eyðileggur ánægjun með góðan pístil. Af hverju er hann ekki með eigið blogg?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.7.2017 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband