Buddan getur blekkt neytandann.

"Fólk fer eftir buddunni þegar það kaupir eitthvað" er ein af setningunum, sem notaðar hafa verið um viðskiptahætti og hegðun kaupenda. 

Þetta, ásamt nýungagirni Íslendinga er líklega skýringin á því að þeirri óhemju miklu og almennu þátttöku í verslun við Costco sem hefur orðið hér á landi. 

Costco er ekki góðgerðafyrirtæki eins og sumir, einkum tugþúsundir félaga í aðdáendaklúbbi verslunarinnar halda, heldur er þessi verslun rekin eftir einföldum lögmálum markaðarins sem tryggja verða eigendunum lágmarks arð, þ.e. gróða. 

Það eru stundum notuð gamalþekkt brögð úr viðskiptum, svo sem að taka nokkrar áberandi vörur út úr og selja þær með tapi um sinn til þess að láta viðskiptavininn bíta á öngulinn. 

Þegar bragðið hefur heppnast og kaupendur eru komnir á bragðið, hækkar siðan verðið hægt og bítandi að nýju, en það atriði hverfur í magninu, sem hinn nýi kaupandi er búinn að festa sig í að kaupa. 

Fyrir um aldarfjórðungi kom í ljós það tímabundna fyrirbrigði, að hjá Bónusi virtust einstaka áberandi vörur seldar með tapi. 

Kókakóla var til dæmis selt á lægra verði en framleiðandinn seldi í heildsölu til verslana. 

Þetta olli því að kaupmaðurinn á horninu varð að hætta viðskiptum við framleiðandann og fara í staðinn út í Bónus til að kaupa kók til að selja viðskiptavinum sínum. 

Tilkoma Bónus og Hagkaupa var hluti af svipuðu fyrirbæri erlendis og fól í sér meiri kjarabót fyrir almenning en margir kjarasamningar. 

En í staðinn fóru kaupmennirnir á horninu unnvörpum á hausinn. 

Tilkoma Costco er óhjákvæmileg hér á landi eins og í öðrum löndum og verður vonandi til kjarabóta fyrir almenning þegar áhrifin hafa skilað sér út á markaðinn og til samkeppnisaðilanna. 

Í þetta skiptið verða það kaupmenn á horninu úti á landi, sem eiga í vandræðum og málið er vandasamt byggðamál. 

En kaupandinn í Costco verður líka að hafa varann á eins og í allri verslun varðandi það að hann hafi yfirsýn yfir viðskipti sín. 

Áður hefur verið minnst á það að reikni maður eins og ég, sem þarf að aka 30 kílómetra samtals fram og til baka að bensíndælunni við Kauptún, eyðir 3-4000 krónum aukalega í kostnað við aksturinn áður en hann getur tekið einn einasta lítra af dælunni. 

Svipað má segja um ýmislegt annað, sem ekki liggur kannski alveg í augum uppi þegar viðskipti eru gerð. 

Og vegna þess að Costco er erlent fyrirtæki í samkepnni við innlend fyrirtæki, hefur það áhrif á buddurnar okkar hvernig íslensk fyrirtæki komast af, og stórfellt tap lífeyrissjóðanna á eignarhlutum í Högum og Bónusi vegna nýs veruleika, verður á kostnað Íslendinga. 

 


mbl.is Ófyrirséðar afleiðingar af Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta skiptið verða það kaupmenn á horninu úti á landi, sem eiga í vandræðum og málið er vandasamt byggðamál." Vandasama byggðamálið hér á Húsavík er það að kaupmaðurinn "á horninu" heitir Samkaup, sem er okursjoppa.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 13:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Íslandi er verðtrygging og með lækkun vöruverðs með aukinni samkeppni vegna Costco eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en ella, sem er að sjálfsögðu kjarabót fyrir tugþúsundir Íslendinga.

Og á Íslandi hefur verið verðhjöðnun undanfarið, fyrir utan hækkun á verði íbúðarhúsnæðis, sem hefur ekki hækkað eingöngu á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 14:00

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En kaupmennirnir á norðausturhorninu eru á Kópaskeri og Borgarfirði eystra. 

Ómar Ragnarsson, 24.8.2017 kl. 14:15

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger í Kosti hef­ur velt fyr­ir sér þeirri ákvörðun yf­ir­valda að leyfa risa­versl­un eins og Costco að koma inn á þann ör­markað sem Ísland er."

Íslensk stjórnvöld eiga sem sagt að banna samkeppni í verslun þegar það hentar ákveðnum kaupmönnum.

Einokunarverslun Dana á Íslandi

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 14:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2017:

"Samkaup reka um fimmtíu verslanir víðsvegar um landið, meðal annars á Skagaströnd og Blönduósi, og þau eru eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á Íslandi.

Verslanir Samkaupa spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til hverfisverslana í íbúðahverfum.

Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Úrval og Strax.

Staða Samkaupa er sterk utan höfuðborgarsvæðisins en félagið rekur einnig verslanir í Reykjavík og nágrenni.

Eigendur Samkaupa eru þúsundir félagsmanna í Kaupfélagi Suðurnesja, Kaupfélagi Borgfirðinga og KEA, ásamt nokkrum hundruðum beinna hluthafa."

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 14:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Pilsfaldakapítalismi er sá kapítalismi nefndur í hálfkæringi sem starfar alfarið undir merkjum markaðarins þegar vel árar, og er að mestu á móti öllum ríkisútgjöldum, en vill svo skyndilega að ríkið komi hlaupandi og hjálpi þegar illa árar.

Slíkur kapítalismi er ekki samkvæmur sjálfum sér, samkvæmt þeim sem taka sér hugtakið í munn.

Pilsfaldakapítalisminn er kenndur við pilsfaldinn vegna þess að börn leita oft í skjól móður sinnar þegar eitthvað kemur upp á, og þannig er eins og þeir kapítalistar sæki í skjól ríkisins þegar það hentar þeim."

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 14:20

7 identicon

Vara að koma frá því að kaupa 1kg af kartöflum hjá Samkaup (Nettó) Húsavík og nennti ekki að kíkja á verðmiðann. Kassinn sýndi 479kr, eitt kíló. Er þetta í lagi? Hvað ætli bóndinn, framleiðandinn fái mikið fyrir afurðina?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 14:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef matvöruverslun þrífst ekki á litlum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni, til að mynda Borgarfirði eystri, er það að sjálfsögðu vegna þess að neytendur á þessum stöðum kaupa matvöruna annars staðar þar sem hún er ódýrari.

Undirrituðum þótti verð á matvörum í Samkaupum á Dalvík svimandi hátt miðað við verðið í Bónus, sem er með sama verð á öllu landinu, til að mynda í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum.

Dalvíkingar hafa keypt mikið af matvörum í Bónus og Haugkaupum á Akureyri, enda er vegurinn á milli Dalvíkur og Akureyrar nú mun betri en áður var.

Og hjón á Hvammstanga óku til Reykjavíkur um helgar til að kaupa þar í matinn áður en Hvalfjarðargöngin komu.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 15:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagkaupum átti þetta nú að vera en fólk sem býr á Hauganesi kaupir matvöru í Haugkaupum.

Og nú ætla ég að kaupa í matinn hér í Búdapest þar sem matvaran kostar um þriðjung af því sem hún kostar í Reykjavík.

En hér er hún öll baneitruð, að mati Sjálfstæðisflokksins, enda þótt sömu reglur gildi um matvöru í báðum borgunum, enda báðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 15:57

10 identicon

no.9. vill þá steini Briem ekki vera á launum borgarbúa . menn eiga að miða við hvað ver mikið hlutfall launa í nauðsynjar. skilst að það sé með minnsta móti herendis

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband