Rímar ekki við kuldatrúna.

Málflutningur þeirra, sem nefndir hafa verið kuldatrúarmenn á þessari bloggsíðu, hefur aðallega snúist um tvennt. 

Að í raun sé loftslag frekar að kólna en hlýna, því að í áróðursskyni hafi verið notaðar falsaðar mælingar og athuganir vísindamanna sem Donald Trump segir að þurfi að skipta út fyrir "alvöru vísindamenn, sem komast að réttum niðurstöðum."

Í öðru lagi sé fráleitt, ef eitthvað hlýni, að það verði af mannavöldum. Skipti mesti koltvísýringur í andrúmsloftinu í 800 þúsund ár eða súrnun sjávar þar engu máli. 

Ekki eru nema um tvö ár síðan kuldatrúarmaður sýndi mér hrollvekjandi myndir af hraðvaxandi hafís í Íshafinu. Það væru réttar myndir en aðrar myndir, sem haldið hefði verið fram, væru falsaðar.

Ekkert hef ég séð af svona hrollvekjumyndum síðustu tvö misseri og frétt um siglingu umm norðausturleiðina á mettíma er svo sannarlega ekki í takt hina miklu kuldatrú og trú á alheimssamsæri vísindamanna og vísindastofnana í heiminum, sem hafi náð hámarki þegar "40 þúsund fífl fóru á galna ráðstefnu í París í desember 2015.  


mbl.is Sigldi norðausturleiðina á mettíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur greinilega gaman af að þvarga út í hið óendanlega við nokkra öfgahægrikarla hér á Moggablogginu um þessi mál, eins og fleiri, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 20:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sjálfur Bandaríkjaforseti er í forystu fyrir öfgahægrikarlana, og hann og hans menn eru, vegna áhrifa þeirra og aðstöðu, alveg þess virði að láta þá ekki komast upp með moðreyk í þessari umræðu, sem á eftir að standa í áratugi, því hagsmunirnir fyrir þá sem þurfa að vera í harðri og stöðugri afneitun og hafa hag af algerlega óbreyttu ástandi og engum gerðum, eru svo miklir. 

Menn geta líka andað léttara meðan ég læt ekki allt að 20 eigin athugasemdir fylgja með hverjum pistli. 

Ómar Ragnarsson, 24.8.2017 kl. 20:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú heldur náttúrlega að forseti Bandaríkjanna lesi þessa pistla þína, Ómar Ragnarsson.

Þú getur eytt hér athugasemdum undirritaðs, eins og alls kyns svívirðingum hér í minn garð undanfarin ár, sem þú hefur ekki gert þrátt fyrir ítrekaðar óskir um það.

Þorsteinn Briem, 24.8.2017 kl. 21:11

4 identicon

Sigling um naorðausturleiðina á mettíma eftir að fleiri mánaða sumarhiti hafði þynnt ísinn. Leriðin var ekki ísfrí og skipið þurfti að sigla gegnum allt að 1,2 m ís, sem það var sérstaklega byggt til að gera, venjuleg flutningaskip gætu það ekki. Hins vegar hefði skipið ekki komizt framhjá Zemlja Novaja í febrúarmánuði, það hefði festst allrækilega.

Norðurheimskautið hefur ekki verið ísfrítt síðan iðnbyltingin hófst, en það er mögulegt að ísinn hafi verið í algjöru lágmarki fyrir þann tíma, t.d. á hlýindakeiðinu mikla á miðöldum (fyrir um 1000 árum). Ísinn á norðuheimskautinu þynnist yfir sumartímann en þykknar aftur yfir veturinn.

Varðandi fölsuð gögn, þá er hér hlekkur á síðu sem sýnir fram á allt svindlið sem NOAA og NASA hafa staðið fyrir.

https://realclimatescience.com/government-arctic-sea-ice-fraud/

Hitastig jarðar sveiflast upp og niður, við köllum það "veðurfar". Það er engin varanleg hnattræn hlýnun í gangi og CO2 hefur engin áhrif á hitastig jarðar. Hins vegar er Al Gore o.fl. orðnir mijjónerar á svindlinu gegnum fyrirtæki sem þeir eiga sem er haldið uppi af styrkjum frá hinu opinbera, sem fyrir sitt leyti fær féð gegnum "græna" skatta. Og fáfróðir stjórnmálamenn trúa ruglinu, því að það gefur þeim meiri völd en þeir eiga skilið.

Að neita hnattrænni hlýnun hefur ekkert að gera með að vera hægrisinnaður eða vera neikvæður í garð viðvarandi orku, heldur að aðhyllast raunveruleg vísindi frekar en gervivísindi. Að aðhyllast frekar sannleika en lygar.

Það er jákvætt ef viðvarandi orka getur tekið við af notkun jarðefnaeldsneytis t.d. sólarorka á vissum stöðum eða rafbílar), en við erum ekki komin svo langt ennþá og heldur ekki árið 2030. En það mun koma innan 200 ára. En það verður ekki gert með því að halda heilmiklu loftslagssvindli í gangi, sem hefur sem markmið að færa til fjármuni frá hinu opinbera til einkafyrirtækja, úr vösum skattgreiðenda í einskisnýta kolefnisstyrki og verzlun fjárglæframanna með falska kolefniskvóta í boði ESB.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 22:00

5 identicon

Við Íslendingar erum mjög fámenn þjóð. Eigum samt afar snjalla vísindamenn, gott ef ekki á heimsmælikvarða. Einn af þeim er þessi Pétur D., sem veit betur en frægustu loftslagsfræðingar og prófessorar.

Dr. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 23:32

6 identicon

Hér er síða, sem sýnir að á tímabili sem nam mörgum þúsundum ára hafi verið mikið minni ís á Norðurheimskautinu en er í dag, sennilega minna en helmingur. Dómsdagssinnar (alarmists) vilja að sjálfsögðu ekki vita af þessu.

https://www.sciencedaily.com/releases/2011/08/110804141706.htm?fref=gc

Allar loftslagsbreytingar eru eðlilegar of náttúrulegar. Hafa ekkert að gera með CO2. Og eru engan veginn af mannavöldum. Hins vegar eru falsanir mæligagna af mannvöldum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 23:45

7 identicon

Veistu það Ómar, þú ert Íslendingur.  Átt að hafa lesið Íslendingasögurnar ... átt að vita, að fyrir 1000 árum var hlýrra en nú.  Þetta áttu að vita ... nú ef þú ert þess eðlis, að þú sért afkomandi "lygara" ... þá geturðu skoðað niðurstöður kanans um grænlandsísinn sem sýnir og sannar dæmið.  Hitaskeið á þessum tíma, sem varaði í um 200 ár.

Nú ef þú, heldur ennþá ... að þegar þú rekur við, að það hafi svo mikil áhrif á jarðríkið ... að það bókstaflega kólni, og þú sért þar af leiðandi einhvers konar Guð, í þessum alheimi.  Þar sem ég, að minsta kosti, tel mig vera sandkort í alheiminum ... sem hefur lítil áhrif á alheimin þar sem eg fík um hann, heldur er það alheimurinn sem blæs mér hring eftir hring ... nú, ef þú ert svona "af guðum kominn" og meiri en ég "goyim".  Þá bendi ég á Ísrannsóknir á Suðurskauti, sem sýna að veðurfar hafi farið kólnandi, frá upphafi jarðar.

En ég, tel mig geta séð þetta án þess að líta á Ísinn ... þar sem "heitt blóð" risaeðlurnar, geta aðeins hafa verið "dominant" í heitara lofslagi en nú.

En nú, ef þú telur ennþá að rekaviðafílan úr mér sé svona hættuleg að hún ógni sjálfri jörðinni ... þá bendi ég á, að mínu mati þá séu flugvélar mun hættulegri þar sem þær spúa jú út gasi sínu uppi í loftinu og hljóta þar með að hafa meiri áhrif á ozon lagið, en rekaviðafílan úr mér ... en ef þú telur að gasið úr þessum flugvélum sökkvi allt til jarðar, og hafi lítil áhrif á "ozon" lagið ... þá bendi ég á, að botninn á mér er miklu þingri en gasið úr frúnni þinni ... þá er ég náttúrulega að tala um flugvélina, sem þú notar til að spúa út "eitri" í andrúmsloftið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 05:11

8 Smámynd: Már Elíson

Hvað viðbjóðsskrif eru hjá þessum vanvita, "bjarne...eitthvað.."..? - Og st.breim er nú byrjaður aftur með óhróðinn sem enn og aftur fær að standa, honum til venjulegrar skammar. - 

Már Elíson, 25.8.2017 kl. 22:22

9 identicon

alt hefur þettað gerst áður án aðstoðar mansins, fanst ósonlagið jafna sig ótrúlega fljótt. sem bendir til þess að þyníng þess sé ekki af mannavöldum. kanski færist það til.? . ekki svo langt síðan það fanst svo ekki höfum við aldirnar til að miða við. ef þessi margumtalaða pumpa er til situm við ekki hvernig jarðskjálftar og eldgos á hafsbotni hafa áhrif á straumin. svona mætti telja meira upp. en súrnun sjávar ef rétt er alvarleg tíðindi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband