Túrbínutrixið er sprellifandi.

"Túrbínutrixið" frá 1970, þegar keyptar voru fyrirfram rándýrar túrbínur í margfalt stækkaða virkjun og láta alla standa frammi fyrir gerðum hlut eða hlíta eignarnámi ella, hefur stungið upp kollinum hér og þar allt til þessa dags.

Í Reykjanesbæ er sagt við íbúana að menn standi frammi fyrir gerðum hlut, búið að reisa mengunarspúandi verksmiðju, sem skuldi verktökum milljarð og bæjarsjóði hundruð milljóna, og yfir vofi að þessir peningar tapist allir nema verksmiðjan fái að að halda áfram "þjóðþrifastarfi" sínu.

Alveg er skautað framhjá því þegar þetta er tiltekið, hvernig eigendur verksmiðjunnar hafa hagað sér fjárhagslega, látið dæma á sig milljarð í skaðabætur vegna vanefnda við verktaka og skuldi stórupphæðir til bæjarsjóðs, en mest af þessum vanefndum urðu til án þess að vandræði við reksturinn ættu þátt í því. 

Það kom strax í ljós hvernig eigendurnir og forsvarsmennirnir höguðu sér, jafnvel í glæfraakstri á Reykjanesbrautinni sjálfri. 

Í gær var sagt að það þyrfti að "bjarga" Helguvíkurhöfn með því að lokka þangað aðra stóriðju ef þessi brygðist, því að búið væri að eyða mörgum milljörðum í þessa höfn, sem hefði frá upphafi verið reist á þeirri forsendu að stóriðja og aðeins stóriðja gæti "bjargað Reykjanesbæ. 

Ekki var kostnaðurinn við gerð Helguvíkurhafnar rakinn nánar, þannig að halda mætti að Íslendingar hefðu eytt öllum þessum milljörðum í höfnina. 

En á sínum tíma var sagt að það væru raunar Bandaríkjamenn sem stæðu að gerð þessarar olíuhafnar. 

Það er sem sagt sögð höfuðnauðsyn að viðhalda hinu stóra túrbínutrixi í Helguvík, sem meðal annars fólst í því 2008 að taka fyrstu skóflustunguna að risaálveri 2008 og hefja byggingu kerskála án þess að búið væri að ganga frá málum varðandi tólf sveitarfélög alla leið austur í Skaftafellssýslu sem áttu að skaffa stæði fyrir háspennulínur, vegi, og virkjanir með tilheyrandi stöðvarhusum, skiljuhúsum. gufuleiðslum, stíflum og uppistöðulónum. 


mbl.is „Verður kísilverinu lokað, já eða nei?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

korter í kosningar, kosningar hafa hvetjandi áhrif á ríkistjórnir, en senilega er nátúrvernd ekki turpínutrix að mati ómars. nú virðist vera að semjast við geisismenn um kaup á geisissvæðinu sem auðvitað er ekki turpínutrix. sem landeigendur meta á um 3-4 milljarða.  1.5.miljarði í landakaup við breiðmerkurjökul sem er náttúrulega ekki turbínutrix.þð má gera ýmislegt fyrir  um 5.milljarða. í þjónustu við sjúklínga. síðan þarf að reka þessi þessi fyrirbrigði. það gleymist stundum en það má túlka turpínutrix á ýmsan veg

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 09:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn á náttúruvernd og virkjunum er sá, að oftast er farið út í svo gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll með virkjununum, að búið er að binda með hinu stórfellda raski hendur allra kynslóða framtíðarinnar. 

Náttúruvernd byggist hins vegar á jafnrétti kynslóðanna af því að engu er raskað á óafturkræfan hátt. 

Ómar Ragnarsson, 25.8.2017 kl. 09:59

3 identicon

no.1. turpínutrix engu að síður því stjórnvöld geta haft þannig kvaðir á jörðum að lítið leigi hreifa við þeim, jafnrétti kynslóðana menn hafa gaman af frösum. en jú virkjun verður seint afturkölluð þó vatnið hætti að renna í genum hana. en á þessu höfum við lifað genum aldirnar að breyta landslagi okkur í vil, við lifum á útflutningi vöru og þjónustu ef við eigum bara að lifa af þjónustu erum við nokkuð berskjölduð fyrir duttlungum ferðamanna. því verðum við líka að hafa iðnað og iðnaður þarf virkjanir. þau ríki sem farnast hafa best hafa viðskipajöfnuðinn í lagi og hann er ekki í lagi nú um stundir 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 11:41

4 identicon

Túrbínutrix = "fait accompli." Eitthvað sem hefur verið framkvæmt, óafturkræft. Það verður að sætta sig við gerðan hlut, annað er ekki í boði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 11:58

5 identicon

no.4  haukur : þetað er að mer skilst rangt hjá þér, turbínutrix er það að kaupa turbínur áður en byggíngar eru komnar og koma þeim til landsins þær standa ónotaðar, síðan nota turpínurnar sem afsökun til að koma byggíngunum upp.það er turbínutrix. seinast þegar ég vissi. það er röng uppsetníng því turbínur géta verið hvar sem er.veit ómar hvað varðum þessar umtöluðu turbínur í laxá hétt áin ekki það    

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.8.2017 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband