28.8.2017 | 20:32
Hvort hefur meiri áhrif, framboð eða eftirspurn?
Fáar þjóðir lærðu eins áhrifaríka lexíu af áfengisbanni og Bandaríkjamenn. Algert áfengisbann reyndist alltof róttæk og gagngerð aðgerð, því að það breytti ekki eftirspurn eftir hinum göruga drykk.
Þegar klippt var á löglegt framboð, gerði óbreytt eftirspurn það að verkum að glæpavæða áfengisneysluna svo mjög að alger óöld skapaðist og í Bandaríkjunum og öðrum löndum, sem höfðu innleitt áfengisbann, reyndist óhjákvæmilegt að aflétta banninu og fara aðrar og mildari leiðir til að slá á áfengisbölið.
Það er ákaflega einfeldningsleg og hrokafull afstaða, sem kemur fram í þeim ummælum Donalds Trumps að stimpla Mexíkóa sem glæpalýð, sem beri alla sök á fíkniefnavanda Bandaríkjamanna.
Bandaríkjamenn með sína háu glæpatíðni og metfjölda fólks í fangelsum bera sjálfir ábyrgð á þeirri gríðarlegu eftirspurn eftir fíkniefnum.
Það er ekki lausn á vandanum að ráðast aðeins að honum framboðsmegin, heldur er minnkun á eftirspurn augljóslega miklu áhrifameiri.
Bandaríkjamenn verða að líta í eigin barm áður en þeir ráðast með einhliða ásökunum á nágrannaþjóð sína.
Borga ekki undir nokkrum kringumstæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Linkur á Elvis lag sem heitir Mexíkó úr myndinni Fun in Acapulco 1963
https://www.youtube.com/watch?v=4_1TA0Q7TnQ
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 28.8.2017 kl. 20:48
Ef fíkngenið væri tekið úr okkur öllum myndu öll hagkerfi heimsins hreinlega hrynja, því þetta gen stjórnar allri fíkn, til dæmis fíkn í áfengi, kynlíf, eiturlyf, sígarettur, sjónvarp, fótbolta, útivist, súkkulaði, ferðalög og skemmtanir.
Fíkn getur því birst í ýmsum myndum og við verðum að læra að hafa stjórn á okkar fíknsortum.
Maður sem er sólginn í útivist getur líka verið mikill kynlífsunnandi og þetta getur farið ágætlega saman en náttúrlega farið úr böndunum, eins og dæmin sanna.
Og sumir verða að láta útivist alveg eiga sig, sem og áfengi.
Þorsteinn Briem, 28.8.2017 kl. 21:34
Eftirspurn skapar framboð. Framboð, eitt og sér, getur í einhverjum tilfellum skapað eftirspurn, sé markaðssetningin rétt. Þvinguð eftirspurn, eins og á sér stað í eiturlyfjabransanum skapar skelfingu og dauða. Maðurinn inniheldur fíknigen. Svo mikið er víst. Því miður er hægt að ráðskast með það, nánast að vild, af til þess færum fíknisölum. Hvort það er útivist, líkamsrækt, kynlíf eða eiturlyf skiptir ekki máli. Þekking, uppfræðsla og forvarnir skipta sköpum í þessum málum. Þar er Kaninn með allt niður um sig og í reynd búinn að drulla upp á bak, áratugum saman. Núverandi forseti skilur það að sjálfsögðu ekki, enda alger fáviti, þó löglega sé kjörinn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.8.2017 kl. 02:12
Spurt er:
Hvort hefur meiri áhrif, framboð eða eftirspurn?
Bæði. Eftirspurn skapar framboð, framboð hefur áhrif á verð. Þetta spilar saman.
Haldið er fram:
Fáar þjóðir lærðu eins áhrifaríka lexíu af áfengisbanni og Bandaríkjamenn.
Þeir lærðu þó. Ekki lærðum við.
Haldið er fram:
Það er ákaflega einfeldningsleg og hrokafull afstaða, sem kemur fram í þeim ummælum Donalds Trumps að stimpla Mexíkóa sem glæpalýð, sem beri alla sök á fíkniefnavanda Bandaríkjamanna.
Hvar segir Trump að Mexikanar beri ábyrgð bara einhverja sök á fíkniefnavanda í USA?
Í frettinni er vísað í línu frá kallinum, þar stendur: (via ctrl-c) With Mexico being one of the highest crime Nations in the world, we must have THE WALL.
Það sem maðurinn skrifar og það sem þú segir að hann hafi skrifað er ekki það sama.
Í hvað vitnar þú?
Haldið er fram:
Bandaríkjamenn með sína háu glæpatíðni og metfjölda fólks í fangelsum bera sjálfir ábyrgð á þeirri gríðarlegu eftirspurn eftir fíkniefnum.
Þetta þarf að brjóta niður í liði:
Bandaríkjamenn með sína háu glæpatíðni...
https://www.numbeo.com/crime/rankings_by_country.jsp
Númer 44, eftir SVÍÞJÓÐ!!! (í 39 sæti.)
...metfjölda fólks í fangelsum...
https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_incarceration_rate
Það stemmir þó við raunveruleikann. En á þessu stigi grunar mig að það sé af slysni frekar en eitthvað annað. Segðu nóg og þér ratast satt orð á munn.
Og svo þriðja atriðið, þar sem þú ýjar sterklega að þvi að glæpatíðnin og fjöldinn í fangelsi *valdi* eftirspurn eftir fíkniefnum?
Hvað veldur þá eftirspurn eftir fíkniefnum á Íslandi?
Sem leiðir okkur að:
Það er ekki lausn á vandanum að ráðast aðeins að honum framboðsmegin, heldur er minnkun á eftirspurn augljóslega miklu áhrifameiri.
Ef þú hefur rétt fyrir þér, (sem þú hefur ekki) þá ætti að vera nóg að fækka bara glæpum og tæma fangelsin.
En ef við ætlum að vera raunsæ, þá skaltu vita að allstaðar í heimunum eru milli 1.2 - 2% af þýðinu háð eiturlyfjum. Það er alveg óháð glæpatíðni eða fjölda í djeilinu. Hvor lyfin eru lögleg eða ólögleg. Hve auðvelt er að afla þeirra. Hve dýr þau eru.
Fólk virðist bara vera svona.
Sagt er:
Bandaríkjamenn verða að líta í eigin barm áður en þeir ráðast með einhliða ásökunum á nágrannaþjóð sína.
Kallinn sagði: With Mexico being one of the highest crime Nations in the world, we must have THE WALL.
Staðreyndin er: það er hærri glæpatíðni í mexíkó en í USA. Í 32 sæti. Þar er mortíðnin til dæmis miiklu hærri, eða 16.3/100K á móti 4.88/100K. https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_intentional_homicide_rate ef þú vilt tékka.
Í Mexíkó er samt minna atvinnuleysi og ekki jafn mikil fjölmenning - nokkuð örugg uppspretta vandræða - en samt er þetta svona.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.8.2017 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.