9.9.2017 | 00:22
Ruglið í kringum háspennulínulagnirnar hjá spenntum virkjanafíklum.
Ruglið í kringum háspennulínulagnirnar hér á landi hefur verið yfirgengilegt undanfarin ár og virðist síst minnka, enda mikil spenna í gangi við að þrýsta á að njörva allt landið niður í skóg af virkjunum og háspennulínum.
Fyrir nokkrum árum "týndi" Landsnet dýru mati með samanburði á kostnaði við lagningu lína ofan jarðar og í jörðu, sem það hafði vitnað í og byggt eftirsókn sína til lagningar risaháspennulína víða um land.
Nú synjar Orkustofnun kerfisáætlun Landsnets fyrir næstu tíu ár.
Landsnet pressar á lagningu risaháspennulína um allt land með því að fullyrða að það verði að gera til að tryggja afhendingaröryggi til almennings.
Byggðalínur eru vanræktar og slæmt ástand þeirra er notað sem röksemd til þess að þrýsta á línur af risastærð til þess að þjóna nýrri stóriðju.
En ruglið varðar ekki aðeins Landsnet.
Á málþingi um Hvalárvirkjun í Árnesi í sumar var því blákalt haldið fram af fulltrúum Vesturverks, að háspennulína frá virkjuninni myndi verða lögð neðanjarðar alla leiðina frá virkjuninni við Hvalá og þvert yfir Ófeigsfjarðarheiði til Ísafjarðardjúps.
Allt í einu átti það að vera orðið hagkvæmt að leggja neðanjarðar á sama tíma og Landsnet segir það alltof dýr.
Synjar kerfisáætlun Landsnets | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt hefur tvær hliðar. ef við erum að tala um línu sem tengir saman allt landið eins og sú sem sveitungar mínir í skagafirði börðust sem harðast á móti, þá er hún nauðsynleg svo hægt sé að rafmagnsvæða hafnirnar,t.d. Og það er nokkuð umhverfisvænt, ekki satt, ef þú hefur verið að fylgjast með fréttum síðustu daga af olíumengandi skemmtiferðaskipum.
Jósef Smári Ásmundsson, 9.9.2017 kl. 10:37
Ómar afhverju á stóriðja ekki heima á Íslandi? Við Íslendingar erum stórneytendur áls enda ál notað í okkar helstu tæki og tól s.s bíla osfrv. Einnig notum við kísil í margs konar rafeindabúnað og eru Íslendingar stórnotendur alls kyns rafeindabúnaðar. Því spyr ég afhverju eiga önnur lönd að hafa stóriðju hjá sér bara til þess að framleiða fyrir stórnotendur á Íslandi? Eða á stóriðju bara heima í þriðja heims löndum svo hægt sé að framleiða fyrir neysluhyggjuna á Íslandi?
Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 11:18
Öll notkun álplatna á hús á Íslandi er minna magn en framleitt er á einum degi í verksmiðjunni í útlöndum, sem selur álplöturnar hingað.
Við erum engir "stórnotendur". Við erum "örnotendur."
Þegar álver var reist í Straumsvík var sagt að upp myndu rísa verksmiðjur sem myndu framleiða allar álvörur fyrir okkur.
Þetta var ein af ástæðum þess að ég og fleiri voru meðmæltir álverum hér á landi langt fram eftir síðustu öld.
Við erum svo lítil þjóð að vegna smæðarinnar er svona framleiðlsla ekki samkeppnishæf og við hefðum átt að vita það 1965.
Ómar Ragnarsson, 9.9.2017 kl. 12:55
Afhverju á olíuhreinsunarstöð ekki heima á Íslandi? Við Íslendingar erum stórneytendur olíu enda olía notuð í okkar helstu tæki og tól s.s bíla osfrv.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 13:20
11.5.2107:
Starfsmönnum álversins í Straumsvík fækkað um eitt hundrað á nokkrum árum í 380
7.8.2015:
"Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan sendi starfsmönnum bréf í dag þar sem hún útskýrir afstöðu fyrirtækisins."
"Rannveig segir í bréfinu að ... fyrirtækið hafi tapað samtals sjö milljörðum árin 2012 og 2013 og að hagnaður fyrirtækisins aðeins verið 0,3% arðsemi eigin fjár."
Steini Briem, 5.3.2016:
Vilji fyrirtæki hér á Íslandi ekki hækka laun eins og önnur fyrirtæki í landinu verður því einfaldlega lokað og starfsmennirnir fá sér vinnu í öðrum fyrirtækjum sem geta hækkað laun vegna þess að þau eru ekki rekin með tapi.
Starfsmennirnir eru ekki þrælar erlendra stórfyrirtækja eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja greinilega að þeir verði.
Og álverið í Hafnarfirði er ekki rekið með tapi vegna launa starfsmannanna.
27.4.2017:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna arðgreiðslu til ríkisins."
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra [2012] en fyrirtækið greiddi engan arð í fjögur ár þar á undan [2008-2011]."
Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:34
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:37
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:42
17.2.2015:
"Íslandsbanki spáir því að útflutningstekjur ferðaþjónustunnar verði 342 milljarðar króna í ár, eða ríflega ein milljón króna á hvern Íslending.
Greinin hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið og með sama áframhaldi verða tekjurnar farnar að nálgast útgjöld ríkisins innan nokkurra ára en þau eru áætluð um 640 milljarðar króna í ár."
"Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir ferðaþjónustuna orðna "langumfangsmestu atvinnugrein þjóðarinnar á mælikvarða gjaldeyrisöflunar.""
Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:44
9.8.2017:
Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 15,2% í júlí - Frá áramótum hafa 1,2 milljónir erlendra ferðamanna komið til landsins, um þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra
Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.
Þorsteinn Briem, 9.9.2017 kl. 15:50
ef á að færa Bretum rafmagn í gegnum sæstreng þarf risalínur um alt land er það tilviljun að hafa tengivirki fyrir ofan Bárðardal þar sem sprengisandslína og blöndulína mætast held varla þar er stutt til þess staðar sem sæstrengur á að koma að landi svo það sé örlítil huggun fyrir stóriðjuandstæðinga. mun raforkuverð til stóriðjuvera fara hækkandi ef sæstrengur kemur svo ætti ómar ekki að gleðjast yfir risalínunum.frekar en að tala þær niður við þurfum ekki svona stórar línur bara fyrir innanlandsmarkað.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.