10.10.2017 | 21:25
Mikilvægum áfanga náð. Hjarta landsins! Koma svo!
Með stækkun friðlandsin í Þjórsárverum er náð merkum og mikilvægum áfanga í náttúruvernd sem ber að fagna og óska Björt Ólafsdóttur umhverfisráðherra til hamingju með þennan áfanga.
Þetta hefur verið draumur hennar eins og svo margra, sem hafa barist fyrir Þjórsárver í meira en hálfa öld.
En ekki má gleyma framtíðarmarkmiðinu sem er stór alvöru friðlýsing og þjóðgarður á miðhálendi Íslands.
Í tilefni dagsins set ég lagið Hjarta landsins inn á facebook. Hjarta landsins! Koma svo!
P. S. Af einhverjum ástæðum birtist þessi færsla ekki gær, þegar hún var skrifuð, en betra er seint en aldrei.
Auglýsing um friðlýsingu undirrituð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
18.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 10.10.2017 kl. 21:30
6.3.2017:
Umhverfisráðherra undirbýr stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Þorsteinn Briem, 10.10.2017 kl. 21:31
3.2.2017:
Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Þorsteinn Briem, 10.10.2017 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.