10.10.2017 | 16:55
Lygilegar sögur af Indlandi og borginni Varanasi.
Þegar Ragnar sonur minn var að skoða heiminn á þrítugsaldri fór hann á reiðhjóli í langri ferð um Indland og Nepal með stefnu á Tíbet.
Hann og ferðafélagar hans notuðu aðferð Lonely Planet í þessari miklu ferð og vegna þess að þeir lifðu svipuðu lífi og innfæddir og forðuðust ferðaskrifstofur og aðra aðstoð sem venjulegu vestrænu ferðafólki finnst ómissandi, kynntust þeir landi og þjóð á afar náinn hátt.
Indverjar ferðast mikið á reiðhjólum og nota lestakerfi landsins mikið á hljólaferðum.
Fara með hjólin um borð og jafnvel upp á þök lestanna.
Á þeim árum sem þetta ferðalag var farið, komu lestir aldrei né fóru á réttum tíma. Það var bara beðið í stóískri austurlandaró.
Fyrsta lestarferðin var minnisverð vegna þess að fólk sem var á þakinu var aðvarað við brottför á einni lestarstöðinni vegna þess að á leiðinni til næstu lestarstöðvar færi lestin um göng sem væru svo lág, að allir myndu sópast ofan af þakinu ef þeir væru þar þegar farið væri inn í göngin.
Frásögnin af borginni Varanasi við Gangesfljót var mögnuð með sín miklu óhreinindi og úrgang.
En borgin var tveir heimar, að degi til og nóttu til.
Aragrúi af litlum öpum léti lítið á sér bera á daginn, en á nóttinni færu þeir um borgina og hreinsuðu hana af ætum úrgangi.
Þegar fólk léti brenna sig að indverskum sið og láta kasta líkamsleifunum í hið heilaga fljót, væri það oftast miðstykkið við mjaðmirnar sem væri heillegast.
Þá kæmi sér vel að hinir fjölmörgu hundar borgarinnar lifðu á því að leggja sér þessar líkamsleifar til matar.
Skítugasta borg Indlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki sem hér eystra - þræsið
ýlduskólp, sem mógult flýtur
fram með rek af rottulíkum,
ræsaþef og forardaun.
Eitt sinn er ég féll í freistni
fyrir mínum þorsta, fékk ég
sjúkravist í syndarlaun.
Vatnið hreina, vatnið heima,
vatn sem lagst er hjá og þambað,
- þetta vatn mér veldur þrá.
Kannski er hlý og hæglát rigning.
Hljóðfall dropa úr björk og lyngi
kliðar létt við kaldan strauminn.
Kannski er yfir þoka grá.
Nordahl Grieg. Magnús Ásgerisson.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2017 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.