8.11.2017 | 15:28
"Öfugi endinn" getur verið rétti endinn.
Í tengdri frétt á mbl.is er greint frá þeirri skoðun ýmissa innan þingliðs Sjálfstæðismanna að það sé verið að byrja á öfugum enda ef fyrst sé hugað að liðsskipan nýs stjórnarmeirihluta og skiptingu ráðherrastóla, áður en lokið sé við málefnasamning.
Með þessu sé verið að byrja á öfugum enda.
En þá verður að huga að þeim aðstæðum sem komnar eru upp í stjórnarkreppunni.
Einn gallinn við hið mikla vald einstakra ráðherra á Íslandi og skortur á samábyrgð ráðherra og´á því að líta á ríkisstjórn til fulls sem fjölskipaðs vald er sá, að afar oft strandar stjórnarmyndun á því hvernig ráðherraembættum er skipt.
Því fleiri sem stjórnarflokkarnir verða, því færri ráðuneyti fær hver flokkur.
Síðan er eins og sumir flokkar eigi sér óskaráðuneyti.
Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið með dómsmálaráðuneytið í öllum þeim ríkisstjórnum sem ég man eftir að flokkurinn hafi tekið þátt í og menntamálaráðuneytið er flokknum lika kært.
Reynslan í ríkisstjórnum á árunum 1942 til 1960 var sú að ósætti tveggja stjórnmálaleiðtoga var einna helsta vandamálið við myndun ríkisstjórna.
1974 leystist hnútur með því að Ólafur Jóhannesson myndaði ríkisstjórn fyrir Geir Hallgrímsson og 1983 varð Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar.
Aðeins er ár síðan það var yfirlýst hjá Viðreisn að hún tæki ekki í mál að "verða þriðja hjólið undir stjórn Sjalla og Framsóknar.
Þótt margt hafi breyst á því ári, sem liðið hefur, og engin svona yfirlýsing liggi fyrir hjá Vg er enn dálítil lykt af þriðja hjólinu undir vagni Sjalla og Framsóknar ef þessir þrír flokkar mynda stjórn og þess vegna kannski eina leiðin að Kata verði forsætisráðherra.
Það væri því hugsanlega að byrja á öfugum enda að klára öll málefnin fyrst áður en hugað er að skiptingu ráðherrastólanna.
Þreifingar við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert alveg úti að aka með þrjú hjól undir bílnum og báða endana öfuga í þessum "stjórnmálaskýringum" þínum, Ómar Ragnarsson.
Á RÚV.is kl. 9:52 í gær:
Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og ráðherra fóru yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.
"Þorsteinn sagði það hafa verið mjög skýrt að Framsóknarflokkurinn hafi ekki viljað Viðreisn með í viðræðurnar.
"Það er ekkert launungarmál að við höfum talað fyrir kerfisbreytingum í sjávarútvegi, í landbúnaði og peningamálum sem Framsókn hugnast ekkert sérstaklega vel."
"Þorsteinn, líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir Framsóknarflokkinn fyrir að hafa slitið stjórnarmyndunarviðræðum vegna tæps meirihluta en á sama tíma hafnað aðkomu Viðreisnar.
"Skilaboðin sem við fengum úr þessum fjögurra flokka viðræðum voru mjög skýr; að Framsókn vildi ekki Viðreisn inn í þær viðræður og þar af leiðandi vorum við á hliðarlínunni allan tímann.
Maður spyr sig, það hefur ekkert verið neitt launungarmál að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi verið að reyna að draga Vinstri græna inn í þriggja flokka stjórn og hvort að þetta hafi verið einhvers konar sýndarleikur að fara í gegnum þessar viðræður, halda þeim þröngt skilgreindum þannig það væri alltaf hægt að slíta þeim á grundvelli þröngs meirihluta.
Mér þótti það sæta nokkurri furðu þegar Framsóknarflokkurinn talaði annars vegar um mikilvægi þess að breikka hópinn og um leið hafnaði því að hann yrði breikkaður.""
Þorsteinn Briem, 8.11.2017 kl. 17:10
Ómar minn.
Undarlegt hvað er lítið talað um dag eineltis, í dag?
Það er dagur eineltis í dag, þann 8-11-2017....?
Hvað þýðir orðið einelti raunverulega?
Hvað þýðir orðið eineltishringur raunverulega?
Ég sendi spuninguna hér með til yfirstjóra skóla og friðar-kærleiks-samfélaga heimsins? Það er ekki þitt að svar fyrir það Ómar minn, sem aðrir hafa af illum ásetningi leitt þig og aðra varnarlausa í.
Engin manskepnunnar stétt er æðri almætinu hér á jörðu.
Hvað verður farið mikið og skelfilega illa með fólk í framtíðinni, sem í upphafi og í góðri trú tekur þátt í pólitík, og lendir inn á alþingi á Íslandi í dag 8 nóvember 2017?
Á alþjóðlega eineltisdaginn sjálfan?
Verður nú gert út á sálfræðinganna skort og helsjúka reiðina sem engum bjargar, en fellir fleiri í sama þöggunarbaktjaldastýrða pyntingasláturhúsið? Þangað til þessum skipulögðu partýum valdníðinganna heimsmafíunni verður breytt?
Með nýjum og óverjandi bankaræningjanna/lögmannanna/lífeyrissjóðanna skipulögðum svokölluðum reiðinnar mótmælum kerfisskattsvikinna og aleigunnar rændra einstaklinga?
Ég ætla að lokum að stela mér smá pláss í viðbót á síðunni þinni Ómar minn, til að senda mínar innilegustu samúðarkveðjur og kærleikskveður til góðmennisins og grunlausa nýjasta fórnarlambs Landspítala mafíutoppanna.
Hann heitir Tómas Guðbjartsson. Allar heilagar vættir og góðir hjálparar verndi þennan góða dreng og fjölskyldu hans, sem var hennt út úr mafíuspítala Íslands!
Þarna er Tómas Guðbjartsson læknir búinn að stimpla sig inn í mitt hjarta, sem eini heiðarlegi skurðlæknirinn, sem ég raunverulega gæti treyst á í dag. Það er að segja hér á kerfisskipulagða glæpatoppabankaeineltislandinu Íslandi.
Við höfum hvorki lögmenn né dómsstóla á Íslandi, sem geta varið Tómas Guðbjartson né okkur hin, fyrir þeirri villimennsku sem fær hindrunarlaust að líðast innan heilbrigðis og lyfjasvikakerfi Íslands.
Sjúkratryggingar Íslands er svo ein hættulegasta fjölmiðlaþögguð mafíustýrða stofnunin á Íslandi í dag, sem ekkert raunverulegt eftirlit og gæðamat lyfsölufyrirtækja og lækningafyrirtækja er með þeirri Íslands svikastofnun.
Eins og þú veist svo vel Ómar minn, þá er því miður ekki einu sinni toppurinn á hótandi kerfis svikamafíunni kominn almennilega í ljós ennþá. Hér, á banka/lífeyris/skattarána/kerfiskúgunareineltis mafíufjölmiðla("kosninga") blekkingunum, á Íslandi.
Fjölmiðlabankarændu Íslandi!
Við sitjum öll í sömu súpunni, og hver á sinn varnarlausa hátt. "Réttarríki"? "LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS"? Þetta er bar glæpaforingjagrín í svikabókinni nafnlausu. Ennþá nafnlausu, allavega.
Og illskunnar "heilbrigðis"blekkingarskóluð illra afla stýrða heimsbankaráns-eyðileggingin og sundrungin er illra afla valdníðinganna skipulögð fyrir svo löngu, að hvorki ég né þú vorum einu sinni til í þessum harmleik jarðar þá.
Læt þetta duga í bili, á alþjóðadegi ólögverjandi og dómsstólasvikanna eineltisdaginn. Á allsherjar heilbrigðisþjónustusvika-Íslandi.
Heilög Guðsmóðir verndi bæði almættis andans góða afl fólks og jarðar.
Hið illa treður sér allstaðar, ef ekki er eftirspurn eftir því raunverulega verndargóða, en þó erfiða í jarðlífsskólanum. Hefur ekkert með trúarbrögð að gera.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 19:02
Alveg er langlundargeðið með ólíkindum. Sé einhver með dónaskap við mig heima hjá mér bið eg hann fara og láta ekki sjá sig aftur.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.11.2017 kl. 21:26
Nokkuð skemmtileg pæling hjá þér Ómar, hvor endinn sé réttur.
Fer auðvitað eftir því hvort verið er að basla við að koma saman ríkisstjórn um menn eða málefni. Ef verið er að reyna stjórnarmyndun um menn, væri auðvitað byrjað á afturendanum með því að ræða málefnin fyrst - og öfugt.
Svo geta menn haft mismunandi skoðanir á því hvor endinn eigi að snúa fram og hvor aftur.
Gunnar Heiðarsson, 8.11.2017 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.