Tvö hæstu eldfjöll Íslands í umbrotaham í einu?

Í septemberbyrjun var hægt að sjá í fyrsta sinn lóðrétt í gegnum íshettu Bárðarbungu niður í jarðhitasvæði undir jöklinum. Set ljósmyndir af því sæði hér fyrir neðan myndina af Öræfajökli, sem birt er í tengdri frétt á mbl.is. Öræfajökull.

Nú hefur sést nýr sigketill uppi á Öræfajökldi og er þvermál hans um einn kílómetri, eða þrefalt meira en stærri ketilsins á Bárðarbungu. 

Ekki sést þó niður í gegnum ísinn á Öræfajökli eins og á Bárðarbungu.

Bárðarbunga og Öræfajökull eru tvö hæstu fjöll / eldfjöll landsins og stærð þeirra og hæð gefur til kynna mikilleik þeirra á alla lund. Sigketill í Bárðarbungu

Það yrði saga til næsta bæjar ef tvö stærstu eldfjöll landsins gysu á svipuðum tíma.

Eins og bent hefur verið á á þessari síðu áður, er Öræfajökull líklega hættulegasta eldfjall landsins vegna stærðar þeirra eldgosa, sem geta orðið í þessari höll elds og ísa, en þó enn frekar vegna nálægðar þess við vaxandi byggð við rætur þess. 

Ef svo ólíklega vildi til að Snæfellsjökull rumskaði við sér gæti hann líka orðið afar hættulegur vegna nálægðar við byggð. 

Sívaxandi umferð ferðafólks er í nágrenni Heklu og færðar hafa verið líkur að því að hún gæti skipt um fasa og tæst í sundur í miklu sprengigosi. 

Bárðarbunga er að þessu leyti á einhverjum heppilegasta stað sem hugsast getur, en af þeim sökum er lítið vitað um afl hennar. 

Um það eru engin dæmi frá sögulegum tíma, að stærstu eldfjallarisarnir, Öræfajökull og Bárðarbunga, gysu á svipuðum tíma, en frá hvorugu fjallinu eru til neinar mælingar frá fyrri gosum, nema frá gosinu í Holuhrauni í fyrra sem var í raun Bárðarbungugos. 

Sigkatlar á Bárðarbungu

Á neðstu myndinni á síðunni er horft út lofti úr vestri yfir Lómagnúp og Skeiðarársands í átt til Öræfajökuls.  

LómagnúpurÖræfajökull


mbl.is Nýr ketill hefur myndast í Öræfajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2014:

"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.

"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.

Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni
, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."

Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband