18.11.2017 | 17:30
Katla minnir líka á sig.
Sum Kötlugos og hamfarahlaup úr Kötlu hafa verið þannig á forsögulegum tíma að valda myndi stórfelldum vandræðum og tjóni á okkar dögum.
Þar er ekki aðeins um að ræða hættuna á hrikalegu hamfaraflóði niður Markarfljót og alla leið út í Hólsá um Landeyjar, heldur hefur eldfjallið fyrrum sent frá sér gríðarlegt öskufall.
Katla, Bárðarbunga, Grímsvatnasvæðið og Öræfajökull búa yfir sérstakri hættu vegna íshellunnar sem liggur ofan á eldstöðvunum. r
Það er hrollvekjandi að horfa ofan í sigkatla þessara eldfjalla, og mun ég setja inn myndir af slíkum fyrirbærum við Kötlu og Bárðarbungu.
Ef gosið brýst upp í gegnum íshelluna verður úr því gríðarlegt öskugos, sem getur ógnað flugsamgöngum um allan heim auk annarra búsifja og tjóns.
Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst fjóra kílómetra suður í Kötluhlaupinu 1918.
Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal.
Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörleifshöfði að minnsta kosti að hluta umlukinn sjó og fyrir vestan hann var Kerlingarfjörður, hin ágætasta höfn, sem fylltist í Kötluhlaupi árið 1179 (Höfðárhlaupi).
Þessi tvö litlu dæmi sýna hve mikilvirk jökulhlaupin eru í því að mynda sandana á Suðurlandi - Kötluhlaup, Skaftárhlaup, Skeiðarárhlaup - en Katla hefur stundum hlaupið undan Sólheimajökli og myndað þannig Skógasand og Sólheimasand, auk þess sem hún hefur hlaupið niður í Þórsmörk og þannig lagt til aura Markarfljóts.
Þar fyrir utan bera jökulárnar kynstur af framburði til sjávar ár og síð, frá Hvítá í vestri til Jökulsár í Lóni í austri."
Vísindavefurinn - Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?
Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 18:17
22.8.2004:
Kötlutangi enn syðsti oddi Íslands
Þorsteinn Briem, 18.11.2017 kl. 18:18
Ómar minn. Það er ekki frétt fyrir mig, að það sé hætta á eldgosi á Íslandi?
Það er bara "smjörklípunnar" frétt :)
Fjölmiðlamafíu blekkingarnar eru hættulegustu ljón nútímans, fyrir almenning heimsins.
Ég endurtek; hættulegastar fyrir almenning heimsins!
En ég reikna ekki með því að orð mín verði talin marktæk.
Enda er ég algjörlega skólafrímúrara-gráðuburðardýrslaust fífl :) Og Guði sé lof og þökk fyrir það :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2017 kl. 19:49
Vaxandi eldvirkni með minnkandi jöklum er ekki mín hugarsmíð, heldur viðurkennd spá jarðvísindamanna. Set kannski inn á facebook litla frétt frá nóvember 2004 sem gæti orðið talsvert stærri áður en þessi öld er úti.
Ómar Ragnarsson, 18.11.2017 kl. 22:17
Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 17:21
Hvað gerist ef Katla gýs? - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 23:22
Kötluhlaup mestu vatnsflóð á jörðinni nú á tímum - Helgi Björnsson jöklafræðingur
Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 23:23
"Mest hætta stafar af jökulhlaupum sem fylgja Kötlugosum.
Gos innan öskjunnar verða undir þykkum jökli og öll orka gossins fer því í upphafi til að bræða ísinn.
Bræðsluvatnið nær ekki að safnast fyrir og brýst fram í gríðarlegu hlaupi.
Ösku- og jarðvegsblandað vatnið rífur með sér jakaflykki sem berast langt frá eldstöðinni.
Kötluhlaup standa yfirleitt ekki lengi en eru þeim mun öflugri. Vatnsmagnið jafnast á við margfalt rennsli stærstu fljóta heims.
Flest falla hlaupin niður á Mýrdalssand en einnig geta þau fallið niður á Sólheima- og Skógasand eða niður á Markarfljótsaura."
Þorsteinn Briem, 19.11.2017 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.