Klettsháls ófær undanfarna daga og Kleifaheiði tímabundið.

Á vef Vegagerðarinnar um færð á vegum hefur mátt sjá undanfarna ófærðardaga, að ef Baldur siglir ekki, hefur leiðin frá Gufudalssveit til Vesturbyggðar verið ófær á Klettshálsi. Hálsar 21.11.17

Klettsháls (rauður litur á korti Vegagerðarinnar) hefur verið farartálminn milli Gufudalssveitar og Brjánslækjar og í sl. þriðjudag var Kleifaheiði ófær, og þar með er gagnslaust að komast yfir Breiðafjörð með Baldri til að komast yfir í Vesturbyggð. 

Kleifaheiði er hæst fjallveganna sem eru á leiðinni meðfram ströndinni til Vesturbyggðar og ófærð á Klettshálsi, sem er með fullbúnum og malbikuðum nýjum vegi, rímar við það sem ég hef haft tilfinningu fyrir í gegnum tíðina, að þar geti oftar orðið ófært en annars staðar á þessari leið. Hálsar 23.11.17

Hálsarnir í Gufudalssveit hafa ekki verið merktir sem "ófærir" í dag eða í þessari viku eftir því sem ég best veit og eins og sjá má á myndum, sem ég ætla að setja inn. 

Á neðstu myndinni má sjá, að nú síðdegis á föstudag er hvergi lengur ófært á þessari leið. 

Ef gerð yrðu jarðgöng undir Hjallaháls með gangamunna í 110 metra hæð, líkt og gert var við Vestfjarðagöng, yrðu þau ekki dýrari en vegur um Teigsskóg, og inni í jarðgöngum er aldrei ófærð, hvorki vegna snjóa né fárviðris. 

En með því að setja 40 metra hæð gangamunna sem skilyrði yrðu göngin það miklu lengri en með 110 metra hæð, að þau yrðu miklu dýrari en ella. 

Ódrjúgsháls er álíka hár og efstu hverfin við Vatnsendahvarf í Kópavogi, 160 metra yfir sjávarmál, og getur varla talist fjallvegur. 

Vegurinn um hann er hins vegar barn síns tíma með tvær brattar og krappar beygjum að austanverðu, sem má afmá með því að leggja veginn á skaplegri og nútímalegri hátt en gert var um miðja síðustu öld og malbika hann. 

.  


mbl.is „Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Arnalds prófessor - Teigsskógur og vegalagning:

"Skipulag vegalagningar um Gufudalssveit er orðið langt og sorglegt drama.

Ljóst var fyrir 11 árum síðan, þegar Skipulagsstofnun hafnaði vegastæði um Teigsskóg, að leggja þyrfti veginn með öðrum hætti.

Hefði sú vinna farið strax í gang keyrðu Vestfirðingar fínan malbikaðan veg um Gufudalssveit núþegar, bara á öðrum stað.

Það er afskaplega leiður ávani ýmissa stjórnvalda, í þessu tilfelli Vegagerðarinnar, að hunsa álit annarra stjórnsýslueininga á sviði umhverfismála.

Reynt var að láta ráðherra snúa við úrskurðinum, sem hún gerði (Jónína Bjartmarz) en Héraðsdómur ógilti úrskurð ráðherra (2008).

Enn var þumbast við en árið 2009 staðfesti Hæstiréttur "Héraðsdóminn". Ögmundur Jónasson komst síðar að sömu niðurstöðu sem ráðherra vegamála.

Þessi vegalagning um Teigsskóg virðist hins vegar hafa beinlínis orðið að þráhyggju hjá Vegagerðinni eða einhverjum þar innanhúss.

Og nú á enn að hunsa álit Skipulagsstofnunar og annarra ríkisstofnana sem fara með umhverfismál af hálfu ríkisins.

Veglína Vegagerðarinnar um Teigsskóg er umhverfislegt stórslys.

Jafnframt er beitt óvönduð vinnubrögðum, að mínu mati, til að viðhalda þráhyggjunni, gert lítið úr svæðinu við Teigsskóg (málið snýst alls ekki bara um skóginn), m.a. með vafasömum myndbirtingum.

Lítið er gert úr öðrum möguleikum en þegar rýnt er í þær röksemdir standast þau ekki mál.

Þá er fullkomlega gengið fram hjá byggðarsjónarmiðum sem lúta að því að treysta þéttbýlið á Reykhólum."

Þorsteinn Briem, 24.11.2017 kl. 17:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2017:

"Endurbætur á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, frá Bjarkarlundi að Skálanesi, hafa staðið til um margra ára skeið en gamall malarvegur er kominn til ára sinna.

Í vikunni skilaði Skipulagsstofnun áliti á umhverfismati Vegagerðarinnar fyrir veginum.

Í umhverfismatinu voru teknar fyrir fimm leiðir og lagði Vegagerðin til leið sem er kölluð Þ-H.

Skipulagsstofnun lagði hins vegar til í áliti sínu að farin yrði önnur leið sem er talin valda minni umhverfisáhrifum, D2.

Þrátt fyrir álit Skipulagsstofnunar hyggst Vegagerðin halda sínu striki."

 

 

 

 

 

 

 

Mynd með færslu 

 

 

Veglína Þ-H er græn og D2 appelsínugul.

Hvert er gjaldið fyrir Vestfjarðaveg?

Þorsteinn Briem, 24.11.2017 kl. 17:53

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef bæði gengið um Teigsskóg og flogið eftir honum endilöngum. Hann er langur og mjór og vegarlínan liggur um einstaklega fjölbreytt landslag og gróðursvæði.

Með því a rista skóginn í sundur eftir honum endillöngum og helst að hafa þar sem stórkarlalegastan trukkaveg með 90 kílómetra hámarkshraða er farið eins illa með þetta mesta skógardjásn Breiðafjarðar og mögulegt er.

Raunar fer ég aðeins fram á það að gefnar séu réttar upplýsingar um atriði sem máli skipta í umræðunni um þetta mál. 

Eins og til dæmis varðandi síbyljuna um hinn voðalaga "fjallveg" Ódrjúgsháls sem hægt er að leggja nýjan og góðan veg yfir rétt eins og um Vatnsendahverfið í Kópavogi, sem er álíka hátt yfir sjávarmáli. 

Það er búið að fara með nýja og hraðkeyrða vegarkafla þvert yfir firðina vestar á leiðinni um verðmætt landslag án þess að við heyrst hafi múkk á móti, en samt er sagt að það séu "öfgafólk" og "óvinir Vestfjarða sem "séu á móti öllu" sem vilja vandaða umræðu um þessi mál.  

Enginn þeirra sem hafa talað hæst í mín eyru um þörfina á því að fara svona með skóginn hefur skoðað hann. 

En því er sífellt haldið á lofti að aðeins þeir sem fæddir eru og uppaldir á Vestfjörðum viti best um þetta svæði og virkjanasvæði Hvalárvirkjunar þótt þeir hafi aldrei skoðað þau.  

Ómar Ragnarsson, 25.11.2017 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband