29.11.2017 | 17:27
Hvað gerir Trump nú?
"Gerum Ameríku mikla á ný!" "Let´s make America great again" var og er kjörorð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þetta virðist í raun vera ákall um gagngert afturhald og afturhvarf til liðins tíma takamarkalausrar neysluhyggju, þar sem ekkert tillit var tekið til umhverfismála og sýnt algert ábyrgðarleysi og tillitsleysi gagnvart öðrum þjóðum.
Nú er þetta kjörorð að taka á sig hlálegar myndir.
Áður hefur verið greint frá því að Trump sér ofsjónum yfir því að aðrar þjóðir framleiði á mörgum sviðum betri vörur og tæki en Bandaríkjamenn, svo sem þýska bíla og nú síðast kanadískar farþegaþotur.
Trump bregst til dæmis við kanadísku þotunum með því að reisa 219 prósenta tollmúr til að koma í veg fyrir að þær verði seldar í Bandaríkjunum.
Þetta eru Bombardier þotur með markhópinn 100-150 manns um borð, og í krafti bestu þotuhreyfla heims og algerlega nýrri hugsun í hönnun þotnanna, verða þær rúmbetri og þægilegri á alla lund en þotur í þessum stærðarflokki hafa verið og raunar með meira rými fyrir hvern farþega og farangur hans og lægri eldsneytiseyðslu á hvern farþega, en boðið er uppá í þotum með mjórri skrokkum en breiðþotur.
Það hlálega við þetta er að Kanada er í Ameríku, nánar tiltekið við norðurlandamæri Bandaríkjanna og að Trump er svo þröngsýnn, að í hans huga er hans þjóð sú eina, sem er verð þess að kalla sig Ameríkumenn.
Frændi minn, Einar Björn Bjarnason, greinir frá því á bloggsíðu sinni, að viðleitni Trumps til að flæma Mexíkóska landbúnaðarverkamenn úr landi muni að öllum líkindum flýta fyrir innleiðingu á róbótum og annarri sjálfvirkni í landbúnaðinum vestra, rétt eins og á flestum öðrum sviðum.
Líkja má Trump við nátttröll sem hefur dagað uppi og orðið að steini.
Stefna hans nú má líkja við það að ef hann hefði orðið forseti á efri árum fyrir tæpri hálfri öld hefði hann sennilega barist gegn því af alefli að ný prentunartækni leysti setjarana af hólmi.
800 milljónir gætu misst vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn hefur nú þegar minnkað mikið vegna mjaltavélmenna.
"Káranes ehf hóf að byggja nýtt fjós í apríl 2004 og í október 2005 var byrjað að mjólka í nýja fjósinu með mjaltaróbót."
Þorsteinn Briem, 29.11.2017 kl. 18:45
Þú átt þá við að róbótarnir séu ekki framsóknarmenn? Það hlýtur að vera framleiðslugalli.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2017 kl. 19:41
Þvílíkt endemis bull er þetta.Trump er það sem vestræni heimurinn þarf. Gelda loftslagsbullið og útsblástursvitleysuna.
Styðja það að Islam sé gert útlægt úr Evrópu og allstaðar úr hinum vestræna kristna heimi þó að íslenskir kratar og kommar vilji snjóa þeim inn hérlendis.
Ferdinand og Isablella sögðu kastið trúnni eða fari i sjóinn frá Spáni. Það dugði þá.
Auðvitað verður hann trump að gefa Boeing ráðrúm á að svara smáfyrirtækinu Bombardier. Þeir verða fljótir að svara.
Þú vilt eins og þið kratar sjálfsagt flytja inn hrátt kjöt vegna skammtímahagsmuna ykkar og fjölmenningarhyggju og Evrópuþjónkunar þó að það leggi íslenska landbúnað í rúst. Þið getið aldrei hugsað fram fyrir ykkur.
Halldór Jónsson, 29.11.2017 kl. 20:42
8600 flóttamenn frá MENA löndum sóttu um dvalarleyfi í Japan í fyrra.
3 voru samþykktir.
Japanir nota róbóta.
Bandaríkjamenn eru ekki í neinum vandræðum að smíða róbóta.
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 30.11.2017 kl. 01:55
Ein barnalegasta færsla Ómars.
Sammála síðasta ræðumanni.
Færslan er ekki eftir Ómar.
L (IP-tala skráð) 2.12.2017 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.