30.11.2017 | 10:51
Keppinautur Grímsvatna og Kverkfjalla.
Hinn 1. september síðastliðinn náðust í fyrsta sinn svo góðar myndir af tveimur opnum sigkötlum á suðausturbrún öskju Bárðarbungu, að það sást niður í vatn.
Vitandi um reginafl þessarar megineldstöðvar Íslands fannst mér eins og ég sæi niður til vítis.
Nú hefur myndin skýrst enn betur í ferð Ragnars Axelssonar og báðir sigkatlarnir eru meira opnir en þeir voru í septemberbyrjun, einkum sá vestari.
Að því leyti til eru þessir katlar öðruvísi en Skaftárkatlar og svipuð fyrirbæri í Grímsvötnum,, að Skaftárkatlar og Grímsvötn fyllast fljótt af snjó þar til hleypur úr þeim á ný, en þessir katlar Bárðarbungu virðast ætla að þrauka veturinn af líkt og gerist í Kverkfjöllum.
Er þar með komið upp það ástand, að Bárðarbunga hefur bæst í hóp þeirra eldstöðva, sem opna sig á þennan hátt í gegnum jökulinn og að sjálfsögðu á afgerani hátt.
Í septemberbyrjun hrósaði ég happi yfir því að hafa náð myndum í gegnum jökulinn, vegna þess að ég hélt að jökullinn myndi í snjókomu vetrararins hafa betur og hylja op sigketilsins til næsta sumars.
En þar vanmat ég afl og mikilleik "eldstöðvar Íslands."
Hundrað metrar niður á vatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.