3.12.2017 | 00:58
Einokun er ávallt varasöm.
Í fyrirsjáanlegri framtíð verða Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð með algerlega ráðandi aðstöðu varðandi flugflutninga til og frá landinu, á þriðju milljón farþega árlega.
Þessi staða er og verður svo yfirþyrmandi, að hún verður ígildi einokunar.
Einokun er ávallt varasöm, því að í slíku ástandi felst tilhneiging til geðþóttaákvarðana.
Dæmi um langvarandi einokun á einu sviði þjónustu voru árin 1930-1986, þegar RÚV hafði algera einokun á markaði ljósvakamiðla.
Ein rökin fyrir því að stórhækka stæðisgjöld við Leifsstöð eru þau, að vegna stóraukinnar umferðar og fjölgunar bílastæða þurfi að hækka gjöldin.
Þetta eru fáránleg rök, því að stórfjölgun bíla ein og sér veldur veldur jafnharðan stórauknum leigutekjum. Og hagkvæmni stærðarinnar ætti að greiða fyrir lækkun gjalda en ekki hækkun.
Frægt var í hitteðfyrra þegar eytt var 30 milljónum króna í myndband til að sýna á árshátíð Isavia. Ef fleira er í þeim dúr í rekstrinum er ekki furða þótt það verði að hafa allar klær úti til að herja á pyngjur viðskiptavinanna.
Þegar ég fór síðast til útlanda, á ráðstefnu í Hollandi, í október, var leigan fyrir stæði bíls okkar hjóna við Leifsstöð sem nam meira en helmingi af leigunni á hótelinu sem við gistum á í Hollandi.
440 þúsund á dag fyrir bílastæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
15.12.2015:
"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."
"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.
Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.
Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) eftir átta ár
Þorsteinn Briem, 3.12.2017 kl. 02:33
7.7.2014:
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) skilar allt að sextíu milljarða króna ábata - Ferðatíminn um korter
Þorsteinn Briem, 3.12.2017 kl. 02:35
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) við Hringbraut:
Þorsteinn Briem, 3.12.2017 kl. 02:36
Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi, um 70% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 3.12.2017 kl. 02:43
Þetta breytir því ekki næstu átta ár að minnsta kosti og auðvitað lengur, að það er ástæða til að ræða um leigugjaldið við Leifsstöð.
Ómar Ragnarsson, 3.12.2017 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.