Hólsselskíll, Hvalfjörður, Miklabraut, flughált malbik ofl. ofl.

Svo lengi  sem ég man hefur viðkvæðið sem ævinlega er haft varðandi slys vegna lélegra aðstæðna í vegakerfinu, að í umferðarlögunum standi að ökumenn eigi ávallt að haga akstinum eftir aðstæðum. 

Ef öryggisatriðum í vegakerfinu hefur verið ábótavant er lang oftast skautað framhjá því þegar dæmt er um slys og óhöpp. 

Slysið í Biskupstungum minnir mig á slys sem olli mér nákomnum í fjölskyldunni meiðslum, sem kvöldu hann og hrjáðu í áratug. 

Hann var á vélhjóli á Reykjanesbraut í þéttri umferð og sá því ekki fyrr en of seint, að hann var kominn út á alveg nýlagt malbik, sem var blautt og fljúgandi hált, næstum eins og ísilagt. 

Hjólið skrikaði og féll og í byltunni mölbraut annar pedalinn á hjólinu ökkla svo gersamlega, að margar aðgerðir tók næstu árin að koma því í lag. 

Ég minnist þess ekki að nokkurn tíma hafi verið sett upp skilti til að vara vegfarendur við eins gerbreyttum aðstæðum eins og verða þegar glænýtt malbik verður blautt. 

Slysið minnir mig líka á það hvernig Hvalfjarðarvegurinn var vegriðalaus lengi vel vegna þess að því var borið við að það yrði svo ægilega dýrt að setja þar vegrið, - þau yrðu að vera minnst tíu kílómetra löng. 

Á þessum tíma voru engir drónar, svo að ég stökk upp í litla 3ja manna flugvél sem ég átti þá og flaug eftir öllum veginum og sýndi fram á, að það þurfti ekki nema samtals 1,3 kílómetra vegrið til að koma í veg fyrir bílar gætu steypst í sjóinn ef þeir lentu útaf. 

Nú var ekki lengur hægt að þræta í þessu máli. 

En áður en til framkvæmda kom fórust hjón, sem voru í bíl, sem steyptist fram af hömrum í sjó niður á einum þeirra stuttu kafla sem ég hafði bent á og sýnt á loftmynd. 

Ég tók líka myndir af aðkeyrslunni að brúnni á Hólsselskíl þar sem alvarlegt rútuslys, banaslys ef ég man rétt, varð skömmu fyrir síðustu aldamót og fjöldi fólks slasaðist. 

Á myndunum sást, að þegar komið var í átt að brúnni voru brúarstólparnir, sem hölluðust út,  með svo gamalli hvítri málningu, að hún hafði máðst af og huglst moldu einmitt á þeim stað sem verst var, neðst við veginn. 

Tilsýndar virtust brúarstöplarnir lóðréttir og brúin vera heilum metra breiðari en hún var. 

Bílstjórinn var sakfelldur grimmilega fyrir að vera einn valdur að þessu slysi og sjonhverfingarnar vegna fyrrnefndar vanrækslu í engu teknar til greina. 

Á Dynjandisheiði síðastliðið sumar voru svo djúpar holur við endann á nokkrum stuttum brúm, að ef fólksbílar lentu á allt að 15 sentimetra hárri brúnum á brúarendanum, gat það valdið slysum og tjóni. 

Hvergi var að sjá neinar merkingar sem vöruðu við þessu. 

Það nýjasta er kantur á bryggju á Árskógssandi og veggir og girðingar við Miklubrautina. 

Það er ekki fyrr en fréttakona á RÚV stikar á einfaldan hátt vegalengdina frá Miklubrautinni að steinagarðinum norðan megin, sem það sést ljóslega hvernig í pottinn er búið svo að ekki verður um deilt. 

 


mbl.is „Hverju er verið að bíða eftir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég um aðstæður við bryggjuna á Árskógssandi og banaslysið þar en skv. fréttum þá læðist að manni sá grunur að ökumaðurinn hafi tekið feil og haldið sig vera að aka á vegi en ekki fram af bryggju.  Sé svo þá hefði fimm sentimetra hærri kantur varla bjargað málum.  Með öðrum orðum, ef orsökin liggur annars staðar þá getur verið varasamt að einblína á kantinn þó hann sé of lágur samkvæmt reglum. 

Bjarni G. (IP-tala skráð) 9.12.2017 kl. 00:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Eftir hverju er verið að bíða" er spurt í tengdri frétt. Ég heyrði í frétt um málið að ökumaðurinn hafi verið látinn áður en bíllinn sökk. Bráðkvaddur? Ekkert sagt um það. 

En, hvað um það, svo er að sjá af athugasemdinni hér á undan, að það "getur verið varasamt að einblína á kantinn" og að "fimm sentimetrum hærri kantur getur varla  bjargað málum." 

Sem sagt, réttara sé að bíða og sjá hvort það verði slys, þar sem kanturinn hefði getað bjargað. 

Raunar hefur verið sagt frá því í fréttum að ekki hafi verið ætlunin að bíða og sjá þarna fyrir norðan, heldur settir upp varnarstólpar. Átti sem sagt að láta það ógert og bíða og sjá til?

Þess má geta, að á minnstu fólkbílum er hæð hjólsins um 55-60 sentimetrar, en það þýðir að 25 sentimetra hár kantur kemur alveg í veg fyrir að slíkur bíll komist yfir hann, höggið af kantinum lendir við miðju hjólsins. 

Bíllinn, sem fór í sjóinn var sagður hafa verið jepplingur, en hæð hjóla á slíkum bílum er minnst 65 sentimetrar. Ekki þarf nema 30 sentimetra háan kant til að stöðva slíkan bíl. 

Það munar heilmiklu um hverja fimm sentimetra, það þekki ég vel af reynslu við að reyna að komast á jöklajeppa upp á þverhníptar ísskarir við ár. 

Ómar Ragnarsson, 9.12.2017 kl. 08:32

3 identicon

Hef oft séð skilti með mynd af bil sem rennur til og undir nýlagt malbik hált í bleytu

águst þ (IP-tala skráð) 9.12.2017 kl. 11:55

4 identicon

Sá sem aldrei hefur séð advorunar merki A27.11 við veg og stundum undit merk nýtt malbik hált ú bleytu hefur ekið með lokuð augun alla sína tíðkv Gust 

Agust þorbjörns (IP-tala skráð) 9.12.2017 kl. 14:57

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta lið sem stjórnar í Vegagerðinni er gjörsamlega vanmáttugt í öllu sem kallast umferðaöryggi og almenn vegagerð. Það tekur því ekki að skrifa um djöfulsskapinn.

Eyjólfur Jónsson, 9.12.2017 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband