Eitt glæsilegasta og magnaðasta spendýr jarðar.

Hvítabjörninn er eitt aðdáunarverðasta spendýr jarðarinnar fyrir sakir atgervis á láði og legi og hæfileikann til að lifa við erfiðustu skilyrði sem hægt er að hugsa sér. 

Fróðlegt er að sjá á netinu mimunandi viðbrögð við myndum af dauðastríð hvítabjarnar á Baffinslandi. 

Myndin er táknræn fyrir þær sakir, að hvítabjörnum fer fækkandi vegna loftslagsbreytinga og honum ógna líka þrávirk eiturefni, sem fylgja manninum og eyðast margfalt hægar í köldum skilyrðum en sunnar á hnettinum.DSC00178

Sem fyrr eru viðbrögð sumra þau að fordæma myndbirtinguna á þeim forsendum að "hræsnarar" hafi tekið hana vegna þess að þeir hafi brennt jarðefnaeldsneyti til þess að ferðast á þessum slóðum. 

Þetta eru aum rök, því að varðandi samgöngur er það útblástur mörg hundruð milljóna bíla að mestu í akstri hversdagsins, sem munar langmest um en ekki akstur, flug eða siglingar í afmörkuðum ferðum, þar sem ekki hefur enn verið fundin aðferð til að taka upp notkun rafafls eða annarra ráða til að losna við notkun jarðefnaeldsneytis. DSC00092

Sjálfur kannast ég vel við ásakanir mér á hendur fyrir að vera hræsnari í samgöngumáta mínum. 

Fyrir fólk með lélegan lífeyri eða fastatekjur er erfitt fjárhagslega að kaupa rafbíl en hælbítarnir taka ekkert slíkt til greina. Hræsnari skal ég vera.  

En á síðustu tveimur árum hef ég komist yfir rafreiðhjól og 450 þúsund króna Honda PCX 125 cc vespuhjól, sem nær þjóðvegahraða en eyðir aðeins broti af því bensíni sem sparneytnustu bílar eyða. Náttfari við Engimýri

Honduna nota ég þegar rafreiðhjólið er ekki nógu langdrægt eða hraðskreitt innanborgar og hef á fyrsta árinu í því farið 6000 kílómetra um allt land við kvikmyndagerðarverkefni mín og annað. 

Þessi tvö hjól gerðu kleyft að minnka kolefnisspor mitt við eigin persónulegu not um 70 prósent. 

Og fyrir nokkrum dögum tók ég á leigu minnsta rafbíl á Íslandi, ítalskan Tazzari sem ég set inn mynd af hér á síðunni. 

Þar með hefur fótspor mitt minnkað um 85 prósent, en út af stendur ca ein ferð á ári þar sem nota þarf jöklabíl, helst minnsta jöklabíl á Íslandi.  

Þá er upphafinn söngurinn um stórfellda mengun í flugi mínu í smáflugvélum, sem er reyndar ómögulegt að fara á rafknúinni flugvél. DSC00164

Ef við RAX ættum að lyppast niður fyrir þessu "hræsnara"tali hefðum við að átt að sleppa því að fara yfir Öræfajökul á dögunum og taka myndir sem gagnast hafa vísindamönnum, og raunar að leggja ævistarf okkar til hliðar. 

Þetta flug hefur síðustu tvö miðmiðunarár mín numið samtals um 15 klukkustundum á ári, sem samsvarar um 2000 kílómetrum á ári, en meðalakstur einkabíla á Íslandi er um 15000 kílómetrar á ári. 

Þá grípa hælbítarnir til hinnar gríðarlegu mengunar, sem sé af farþegaflugi í heiminum, en gæta ekki að þvi að þar er aðeins um að ræða eitthvað á bilinu 10-15% af útblæstri samgöngutækja á landi, - það er engin tæknileg leið fær til að rafvæða þetta flug og að sjálfsögðu engin leið til að leggja allt flug niður. 

En það sést strax á viðbrögðum við hvítabjarnarmyndinni að þrautaráðið er "að taka Trump á" málið með því að fullyrða að vísindalegar mælingar á loftslagi, ís og jöklum á jörðinni séu falsaðar. Og Trump hefur lýst yfir vilja sínum til þess að reka alla þessa vísindamenn og ráða "alvöru" vísindamenn í staðinn, sem komist að "réttum" niðurstöðum um að loftslag fari jafnvel kólnandi. 

 


mbl.is Hræðilegt dauðastríð ísbjarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert náttúrulega hræsnari að því leiti, að þegar þú flýgur á frúnni ertu að eyða meira loftslagi en þúsundir bifreiða.  Ozon lagið skemmist þúsund sinnum meir af umferðí háloftunum, en hér á jörðu niðri.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 00:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Háloftin" sem þú nefnir svo, eru raunar að meðaltali í svipaðri hæð hjá mér og hjá bílum sem ekið er um fjallvegi landsins. FRÚnni lagði ég fyrir næstum fjórum árum og henni verður ekki flogið framar, þér væntanlega til mikillar ánægju. 

Nú flýg ég á næstum helmingi minni flugvél, en þú sérð ofsjónum yfir því. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 00:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bílaumferðin í heilu ríkjunum í Bandaríkjunum með sínum milljónum bíla er í meiri hæð yfir sjó en ég flýg á smáflugvélinni hér á landi. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 00:41

4 identicon

Hvað flaugst þú oft til Evrópu síðasta árið og hvað ókst þú mörg þúsund kílómetra þar? Þú hefur væntanlega hvorki flogið þangað á fisi né ekið þar um á rafbíl eða reiðhjóli. Hætta kolefnissporin þín að telja þegar þú ferð að nálgast Leifsstöð? 

"..Þar með hefur fótspor mitt minnkað um 85 prósent..." Mætti ekki kalla það skapandi reikningskúnstir þegar hræsnarar búa til einhverjar tölur til að fegra egin sóðaskap svo þeir geti gagnrýnt sóðaskap hinna? Er það virðingarvert afrek og eitthvað til að monta sig af þegar sá sem  mest pissar í laugina minnkar það um einhver prósent?

Og myndin er ekki táknræn fyrir þær sakir að hvítabjörnum fari fækkandi. Hvítabjörnum fer fjölgandi og þeim hefur verið að fjölga í áratugi. Myndin og fréttin er táknræn fyrir þær sakir, að villandi og rangar upplýsingar eru ær og kýr umhverfisverndarsinna. Einn sveltandi björn bendir til þess að hann sé veikur eða slasaður. Fæðuskortur og hungursneyð mundi sjást á fleiri björnum á svæðinu en þessum eina.

"...nýlegar áætlanir gera ráð fyrir að fjöldinn geti legið á bilinu 22 þúsund til 33 þúsund dýr. Það þýðir að stofn hvítabjarna gæti hafa fimm til sexfaldast á síðustu sextíu árum. Sérfræðingur Tækniháskóla Danmerkur í málefnum norðurslóða, eðlisfræðingurinn Jens Olaf Pepke Pedersen, gagnrýndi umhverfisverndarsamtök nýlega í blaðaviðtali og sagði þau nota ísbjörninn sem misvísandi tákn í baráttu sinni. Hann bendir á að hvítabirnir séu nánast alætur og hafi mikla aðlögunarhæfni. Ef þeir nái ekki í seli lifi þeir í staðinn á annars konar fæðu, eins og rostungum, hreindýrum, berjum og eggjum.  Jens Olaf segir ekkert athugavert við það að hafa áhyggjur af framtíðinni en bendir á að hvítabjörnum fjölgi. Ísbjörninn hafi verið til í milljónir ára og lifað af hlýskeið milli ísalda og geti vel spjarað sig á hlýskeiðum, á sama hátt og brúnbirnir. Jens Olaf hvetur umhverfisverndarsamtök í staðinn til að finna sér önnur dýr sem raunverulega líði fyrir loftlagsbreytingar, og nefnir tvær skordýrategundir..."   http://www.visir.is/g/2017171118678

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 01:32

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Spendýrin mörg eru spengileg

sprangandi um fjöll á vorin.

Einhver hefur jú um sinn veg

elt þær milljón sporin.

Jón Valur Jensson, 10.12.2017 kl. 10:01

6 identicon

Eldsneytisnotkun nýlegra farþegaþotna í millilandaflugi er uþb 2,5 - 3l/100km pr. farþega.
Þetta er uþb helmingi minni eldsneytisnotkun en sparneytnustu bílar með einn mann innanborðs.
Bruninn í nýjum þotumótórum er mjög hreinn.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 11:47

7 Smámynd: Geir Ágústsson

The time series of scientific estimates of the circumpolar population and the Canadian subpopulations (Fig. 2) provide no support for a contemporary polar bear crisis 

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1002/ece3.2030/full

Geir Ágústsson, 10.12.2017 kl. 12:20

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek undir með síðuhafa, um að ísbjörninn sé eitthvert stórkostlegasta spendýr jarðar. Hef sjálfur séð þá í návígi og dáist að þeim, öðrum skepnum framar.

 Að setja myndirnar af blessuðum ísbirninum í samhengi við hnattræna hlýnun, er í besta falli hræsni. Nálgast frekar að vera alger heimska. Blessað dýrið hefur greinilega lent í óhappi og brotið á sér afturfæturna. Þó hann væri umkringdur snjó og klaka, með sel um allt, á hann ekki möguleika á að lifa slíkt af, því miður. Þetta er sjálfsagt daglegt brauð hjá mörgum öðrum dýrategundum og hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með hlýnun jarðar að gera, eða hvernig fólk kýs að koma sér á milli staða.

 Loftslag fer hlýnandi á jörðinni. Um það verður trauðla deilt. Menn geta hinsvegar endalaust rifist um hvers vegna. Þessi ísbjörn er ekki að dauða kominn vegna þess að mengun er mikil. Að halda slíku fram og alhæfa að svona fari fyrir gervöllum stofninum er þvílíkt rakalaust rugl, að engu tali tekur. Sorglegt að sjá hve margir kokgleypa þvæluna og trúa, sem nýju neti. Netheimar nánast á hliðinni. Á sama tíma deyr eitt barn á tíu mínútna fresti, bara í Jemen, en hvergi sést nokkur hafa af því teljandi áhyggjur eða sjá ástæðu til að gera mál úr því. Þar, eins og hjá ísbirninum, hefur hlýnun jarðar ekkert að gera með ástandið. Heimsku manna virðast fá takmörk sett.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.12.2017 kl. 12:40

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að þú skulir trúa þessí sbjarnarugli er ekki gott fyrir trúverðugleika þinn almennt í pistlum þínum um umhverfismál, Ómar. Af því mér þykir dálítið vænt um þig, ráðlegg ég þér að kynna þér málin aðeins betur áður en þú skrifar um þau.  

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.12.2017 kl. 14:11

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Sá sem pissar mest í laugina..."  Hábeinn hikar ekki við án minnstu röksemda að dæma mig sem mesta umhverfissóða jarðarinnar. Það er nefnilega það. 

Já, fúll á móti verður sennilega alltaf fúll á móti og því önugri og stóryrtari verður í rökþroti sínu sem fjarstæðurnar eru meiri.

Ummæli Hábeins og stanslaust og sleitulaust níð hans hér á bloggsíðunni segja meira um hann sjálfan en mig. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 15:06

11 identicon

Það er nú virðingarvert að reyna að draga úr sóun og notkun koltvísýrings. Því þó hann hafi ekkert með hlýnun jarðar að gera þá er þetta endanleg auðlind í þeirri mynd sem hún er notuð til að búa til orku í dag.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 17:24

12 identicon

Það að flestir hér á síðunnu skuli taka undir með mér en ekki Ómari segir töluvert um Ómar.

Eitthvað er hann viðkvæmur, veit upp á sig sökina, fúll og rökþrota þegar einn póstur á viku telst ".. stanslaust og sleitulaust níð..". Og ekki gerir hann nema fátæklegustu tilraun til útúrsnúnings frekar en að rökstyðja stóryrtar fullyrðingar sem dregnar eru í efa af gestum hans.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.12.2017 kl. 17:28

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þá hefur dómstóll athugasemdafólksins hér að ofan kveðið sams konar dóm um mig og Hábeinn að hans sögn: Mesti umhverfissóði skal ég vera á byggðu bóli. 

Hvernig hann getur lesið þetta samþykki út úr færslunum hér að ofan er mér hulin ráðgáta. 

Ekki pissa ég í laugar, hef hvorki farið í sundlaugar né heita potta á þessari öld.  

Ef verið er að tala um ferðir með farþegaflugvélum, þá hef ég ekki flogið með áætlunarflugi innanlands í næstum áratug og notað vespuhjólið eftir að það kom í staðinn. 

Ef það eru utanlandsferðirnar, þá er það sú árás mín á umhverfið að voga mér að vera viðstaddur brúðkaup sonar míns í Frakklandi í sumar og að hlaupa í skarðið fyrir fulltrúa íslensks félags á ráðstefnu í Hollandi og búið var borga ferðakostnað fyrir. 

Ef það eru skipaferðir, þá eru þær engar á þessu ári en ein með Baldri út í Flatey í fyrra til að heimsækja dóttur mína og fjölskyldu hennar. 

Ég var nú raunar í þessum pistli að lýsa hugsanlegri aðferð til að ninnka útblástur samgöngutækja í einkaeign fyrir þá sem hafa takmarkaðar tekjur til fjárfestinga og útgjalda á því sviði, -  og sýna dæmi um ymsa möguleika einstaklinga til slíks, sem í leiðinni gæti verið svar við endalausum árásum Hábeins á mig. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 20:47

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einn póstur á viku árum saman án nokkurs annars en nöldurs, niðurrifs og ásakana, - ekki svo mikið sem eitt jákvætt orð í öll þessi ár, - þetta hefur verið sleitulaust og einstakt. 

Þekki ekkert hliðstætt dæmi hjá neinum öðrum gestum mínum né neins staðar annars staðar á bloggsíðum. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 20:53

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson ráðleggur mér að kynna mér betur "ísbjarnaruglið." 

Satt að segja kemur það þvert á þær upplýsingar sem ég hef séð hingað til að hvítabjörnum fari fjölgandi og að það væri þess vegna í góðu lagi að þeim fækkaði um 80% til þess að þeir komist niður í fyrri tölu. 

Ég hef fylgst vell með störfum og ferðum Ragnars Axelssonar ljósmyndara síðustu árin og var að tala við hann núna rétt áðan í sambandi við verkefni á morgun.

Hann hefur verið í sambandi við helstu vísindamenn á þessu sviði árum saman, farið um norðurslóðir hringinn í kringum hnöttinn og verið í góðu og nánu sambandi við grænlensku veiðimennina, sem eru sjálf grasrótin í þessu máli. 

Þeir sjá manna best hvernig ísalög eru og taka þar fram gervihnattamælingum, þvi að aldalöng reynsla hefur kennt þeim að meta þykkt íssins. 

Staðan núna er sú að skilyrðum fyrir hvítabirni hraki á öllum svæðum nema einu og að æ fleiri hvítabirnir hrekist horaðir heim undir byggð til að velta við rusli í matarleit. 

Hverjir skyldu vera með "ísbjarnarrugl"?

Ómar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 21:50

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flest er nú reynt til að bera brigður á það að hvítabjörninn á myndinni sé svona aðframkominn vegna fæðuskorts og meira að segja búin til beinbrotskenning. 

Varðandi þá fullyrðingu hér að ofan að hvítabjörnin sé með brotna afturfætur, er ekki að sjá annað en að hann geti staðið á þeim þegar hann rís á fætur, og að þróttleysi þeirra sé ekki af völdum beinbrota. 

Sérkennilegt væri að hann stæði jafnvel eða illa í báða fæturna nema að báðir væru brotnir, sem verður að teljast ósennilegt. 

Sjálfur hef ég verið fótbrotinn og veit, að það er útilokað að ganga eins og hvítabjörninn gerir ef aðeins annar fóturinn er brotinn. 

Langlíklegast er, bæði af hreyfingum bjarndýrsins og aðstæðum í umhverfinu, að bjarndýrið sé orðið svo máttfarið af hungri að það hreyfi sig í samræmi við þann eina orsakavald.  

Ómar Ragnarsson, 10.12.2017 kl. 22:06

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ísbirnir voru í útrýmingarhættu í kringum 1960-65 en þá voru þeir um 5.000 og voru þá alfriðaðir. Síðan þá hefur þeim fjölgað í um 30.000 dýr og í dag er gefinn út veiðikvóti upp á rúmlega þúsund dýr á Grænlandi og í Kanada. Finnst þér líklegt að gefinn sé út veiðikvóti á dýr í útrýmingarhættu?

Afkoma ísbjarna er vissulega misjöfn eftir svæðum og árferði hverju sinni en þannig er það allsstaðar og alltaf í náttúrunni. Offjölgun æa einstökum svæðum getur leitt af sér að Ísbirnir drepist úr hungri og/eða leiti í mannabyggðir eftir æti, t.d. á opnum öskuhaugum. Slíkt gerist einnig hjá öðrum rándýrum eins og refum og úlfum og einnig enn öðrum rándýrum á suðrænni slóðum.

Að sýna myndir af einstökum ísbjörnum, veikum, slösuðum eða hungruðum, segir ekkert um ástand ísbjarnarstofnsins í heild. Veik, slösuð og hungruð rándýr má alltaf finna, allsstaðar. Örlögin og náttúran getur verið grimm.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2017 kl. 10:54

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru allt gild rök hjá þér, Gunnar, sem má skeggræða um. En veiðimennirnir segja aðra sögu og lifa í samræmi við náttúrutengd trúarbrögð frumbyggja heimsskautaslóða Ameríku, þar sem náttúran er ígildi lögaðila (það er ekki til neinn landeigendaréttur á Grænlandi, landið og náttúra þess eiga sig sjálf). 

Þeir fylgjast best allra með ísnum og hvítabjörnunum ættu að hafa á grundvelli árþúsunda reynslu eitthvað vit á lífsskilyrðum og ástandinu á veiðislóðunum.  

Ómar Ragnarsson, 11.12.2017 kl. 11:30

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta, að aðeins einn annar en Hábeinn tekur undir með honum varðandi notkunina á farartækjum mínum. 

Og er auðvitað undir dulnefni, kannski sami maður og Hábeinn. 

Þetta notar Hábeinn til að "sanna" að meirihluti gestanna á síðunni taki undir með honum. Tveir, báðir undir dulnefni. 

Ómar Ragnarsson, 11.12.2017 kl. 11:36

20 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Fannst þetta einhverra hluta eiga vel við í ljósi þess hve umræða um orsakir og afleiðingar hlýnunar fer fyrir brjóstið á mörgum þeirra sem heimsækja bolggið þitt. Óskandi væri að þeir tækju til sín sem eiga, en á því eru svo sem engar líkur - ekki í þessum söfnuði...

"Pimm and Harvey (2000) provided three criteria with which to evaluate the credibility of scientific studies. First and most importantly, follow the data. They emphasized that the data trails of skeptics generally go cold very quickly. Second, follow the money. Some of the most prominent AGW (anthropogenic global warming) deniers, including Crockford, are linked with or receive support from corporate-funded think tanks that downplay AGW (e.g., the Heartland Institute) and/or receive direct funding from fossil-fuel companies (Oreskes and Conway 2011). Third, follow the credentials. As we have illustrated here, scientists such as Crockford who are described as “experts” on denier blogs in fact typically have little in the way of relevant expertise, and their expertise is often self-manufactured to serve alternative agendas. These criteria confirm that many denier blogs are deliberately distorting science to promote predetermined worldviews and political or economic agendas (Oreskes and Conway 2011, Dunlap 2013). A fourth criterion that we can add here is to follow the language. As Whitmarsh (2011) explained, those who deny AGW do not hesitate to attack their opponents with insults, and have smeared scientists by calling them names such as “eco-­fascists,” “fraudsters,” or “green terrorists” or by accusing them of being part of a global “scam” or “hoax.”"

https://academic.oup.com/bioscience/advance-article/doi/10.1093/biosci/bix133/4644513

Haraldur Rafn Ingvason, 11.12.2017 kl. 14:23

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Það eru voðalega ódýr og í raun örvæntingafull rök að segja að allir efasemdarmenn um ástæður hnattrænnar hlýnunar eigi hagsmuna að gæta í jarðefnaiðnaðinum. Það er fjarri sanni, ég get nefnt Freeman Dyson sem dæmi. 

Þessi tilvitnun þín, Haraldur, er full af hroka og yfirlæti. Í henni segir m.a. "follow the language" eins og það sé einn helsti samnefnari þeirra sem gagnrýna á vísindalegan hátt loftslagsmódelin, að þeir noti hatursfullt orðbragð. Þetta er dálítið hlægilegt í ljósi þess að efasemdamenn eru ítrekað kallaðir í tilvitnuninni "deniers" og að þeir séu gjarnan lítt menntaðir í fræðunum, sem er auðvitað röng alhæfing.

follow the credentials" - Þess má reyndar geta að meira en helmingur "vísindamannanna" sem skrifa undir skýrslur ICCP, eru ekki menntaðir í loftslagsvísindum.

"Follow the data" er e.t.v. beint að þeim sem viðurkenna ekki að jörðin hafi hitnað, en þeir eru afar fáir og skifta varla máli í þessari umræðu.

Einkunarorðin á síðunni þinni, Haraldur, “I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it.”  eru ótrúverðug sem þín eigin, miðað við innlegg þitt hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2017 kl. 15:29

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar er dálítið afstætt þetta með að lofslagið á jörðinni hafi hlýnað, því það fer auðvitað eftir því við hvað tímabil er miðað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.12.2017 kl. 15:38

23 identicon

Sæll Ómar.

Aðlögun ísbjarnar er viðbrugðið
og í þeim punkti kristallast
megineinkenni allrar skepnu, - að aðlagast.

Þróun hefur aldrei átt sér stað og allar kenningar
þar að lútandi heimóttarskapur og hindurvitni.

Í upphafi þá bauð Guð Adam að gefa
öllum dýrum jarðarinnar sitt heiti
og við það hefur staðið síðan utan eðlilegrar
aðlögunar.

Athyglisvert er að í Paradís hafa mannverur
verið á allt öðru stigi: Allir hafa syndgað og skortir
Guðs dýrð sem gefur ótvírætt til kynna að fyrir syndafallið 
hefur maðurinn verið á allt öðru stigi en síðar varð.

Þá skyldu menn gefa gaum að því að höggorminum er skipað
að skríða um jörðina sem bendir þá til að hann hafi
áður staðið uppréttur en verður síðan að sæta
þessari aðlögun auk þess að eta mold sína ævidaga alla.

Má af þessu ljóst vera að það er fyrir aðlögun sem líf hefur
tekið breytingum og óhætt að kveikja í þessum
50000 þáttum sem enn eru ósýndir í sjónvarpi með
þessum hræðilega Darwin Affenborough!

Húsari. (IP-tala skráð) 12.12.2017 kl. 17:34

24 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hér er nú einn linkur sem segir ansi mikið...

https://www.msn.com/en-gb/news/world/what-everybody-got-wrong-about-that-viral-video-of-a-starving-polar-bear/ar-BBGCE8j?li=AAmiR2Z&ocid=spartandhp

Þarna er nú verið að vitna í þá sem þarna búa.

Sigurður Kristján Hjaltested, 12.12.2017 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband