"Gömlu dagana gefðu mér!"

Eftir allt talið um að læra af aðdraganda Hrunsins, svo sem að útrýma hinni eitruðu blöndu viðskiptabanka, fjárfestingabanka og stjórnmála, þar sem ofurbónusar ráða ríkjum auk annarra einkenna, virðist allt stefna í sama farið á ný. 

Það eru að sjálfsögðu stjórnmál að komast til valdaaðstöðu og í samband við fjármálaöflin í gegnum verkalýðshreyfinguna þar sem leiðin frá beinu lýðræði kosninga til stjórna í einstökum félögum til setu við kjötkatla ofan í heita potti lífeyrissjóðanna eeð hákörlunum er orðin hættulega löng. 

Fjármálakerfi heimsins með auðræði sínu er helsta ógn okkar tíma og gefur ekki aðeins æ færri æ stærri tækifæri til að sölsa undir auðæfi jarðinnar, heldur er lika tilefni fyrir skrumara og öfgaöfl á borð við Donald Trump til að komast til valda og áhrifa. 

Linkind gagnvart þessum öflum ætlar að verða svipuð núna og fyrir Hrun, þó að öllum megi vera ljóst að þau syngja hástöfum söng snn: "Gömlu dagana gefðu mér!" 


mbl.is Sigmundur segir bónusana bara sýnishorn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver ert þú Ómar að geta verið með svona orð um Forseta bandaríkjanna:"heldur er lika tilefni fyrir skrumara og öfgaöfl á borð við Donald Trump til að komast til valda og áhrifa. "

Halldór Jónsson, 14.12.2017 kl. 08:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með þér Halldór.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2017 kl. 13:59

3 identicon

Liðið sem var í sukkinu fyrir hrun veitt manna best eftir hverju er að slægjast með því að byggja upp slíkt viðskiptaumhverfi og vill fyrir alla muni komast þar sem fyrst aftur.

Lífeyrissjóðirnir kóa svo með í þessu og kominn tími til að hreinsa til þar sem og í verkalýðsforustunni sem hefur ekki hemil á þessu.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2017 kl. 16:27

4 identicon

En Ómar! Hvaða skoðun hefur þú á George Soros sem persónu og hans markmiði í lífinu?
Það vita allir, sem vilja vita, hvernig hann eignaðist sína fyrstu milljón,enda hefur hann viðurkennt það sjálfur.
Hans markmið eru eins og þín gagnvar Evrópu ( þú leiðréttir ef ég fer rangt með- Opin landamæri í Evrópu, fjölmenning í öllum löndum álfunnar og að flytja inn þræla frá MENA löndum undir yfirskininu "flóttafólk". Mannsal og þrældómur er hans ær og kýr enda vita allir hvað er að gerast í Líbýu í dag undir stjórn múslimsks glæpalýðs. 
Hann er með sérstakan sjóð sem mannsmyglarar geta gengið í til að koma "flóttafólki" til Evrópu (man því miður ekki nafnið á sjóðnum).
Þetta heitir "nútíma sósíalismi" með velþóknun krata stjórna í álfunni.
Það hefur komið fram tillaga í USA að yfirlýsa George hryðjuverkamann, sem ég tek heilshugar undir.



valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 14.12.2017 kl. 17:38

5 identicon

Elvis syngur lagið tilefni dagsins ,,Too much monkey business'' copera link hér fyrir neðan

https://www.youtube.com/watch?v=mLriAocN1pU

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2017 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband