Örlög margra sem "ögra" Pútín: Dauðadómur.

"Enginn frýr honum vits, en meira er hann grunaður um græsku" eru fleyg orð úr Íslandssögunni. 

Aðferð Vladimirs Pútíns til að halda völdum hefur verið listilega fléttuð blanda af persónutöfrum, yfirvegun, festu, snjallri framkomu og tilsvörum, þrótti vel þjálfaðs manns, skjalli og hótunum.

Rússar hafa ætíð verið veikir fyrir "sterkum" leiðtogum og nöfnin Katrín mikla, Pétur mikli, Lenin og Stalín fengu á sig sérstakan ljóma.

Saga landsins er vafin styrjöldum við aðrar þjóðir og átökum innanlands, og valdaþyrstir leiðtogar Rússa hafa haft lag á því að finna möguleika til að glíma við óvini, sem því miður voru oft á tíðum jafnvel skæðari en af var látið, svo sem Adolf Hitler. 

Eftir stríðið við hann bjuggu Rússar einir þjóða við þá ógn, sem fólst í vaxandi kjarnorkuvopnaógn Bandaríkjamanna, sem höfðu einir þjóða yfir gerðeyðingarvopnum að ráða og yfirburði á því sviði í áratug.

Sjálfir sáu Bandaríkjamenn ógn í því að Rauði herinn var með yfirburðastöðu á meginlandi Evrópu á þessum árum og sýndust líklegir til að nota hana. 

Fyrir vesturveldin var hagkvæmara að nota kjarnorkuhótunina til að verjast en að fara út í stórfelldan hefðbundinn vígbúnað.  

Síðan unnu Rússar þennan mun upp og það var athyglisvert var að sjá í myndinni Bridge of Spies (Brú njósnaranna) í sjónvarpinu í gærkvöldi hvernig bandarískir valdamenn nýttu sér kjarnorkuógnina, sem þá stóð orðið af Rússum, til að réttlæta sniðgöngu á mannréttindaákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar. 

Pútín er slægur og gætir þess að hótanir hans verði ekki meiri en hann telur brýnustu þörf á. 

Með launmorðum á "ögrandi" einstaklingum á borð við Önnu Politskovkaja stillir hann upp ákveðnum óttalegum aðvörunum, eða eins og Danir orða það: "til skræk og advarsel" sem eiga að nægja til að valda ótta í röðum þeirra hugsanlegu andstæðinga, sem helst gætu náð árangri. 

Þar með dregur hann línu: Hingað og ekki lengra. Það gerði hann með því að innlima Krímskaga með lítt dulbúinni hótun um að beita öllum herstyrk Rússa, þar með töldum kjarnorkuvopnum, til að tryggja yfirráð Rússa yfir skaganum, sem tugþúsundum rússneskra hermanna í Krímstríðinu fyrir 163 árum og milljónum manna í Seinni heimsstyrjöldinni var fórnað fyrir. 

Nú hefur Donald Trump ákveðið að spila ögn djarfar en áður í sambandi við átök Úkraínumanna og Rússa á Donetssvæðinu austast í Úkraínu, þar sem hefur lengi verið iðnaðarsvæði, sem hefur þjónað Rússum og áður Sovétríkjunum. 

Gallinn við stuðning Vesturveldanna við stjórnvöld í Úkraínu er sá, að spillingin í því landi er einhver hinn mesta á byggðu bóli og hefur síst minnkað síðustu misserin. 

Vonandi sýnir Pútín yfirvegun i þessu viðkvæma óróahorni Evrópu.  

Það er dapurlegt að blogg á helstu friðarhátíð kristinna manna þurfi að litast af ískyggilegum atburðum í Kóreu, Miðausturlöndum og í Austur-Úkraínu, en þetta eru nú atburðir sem gerast jafn þessa hátíðisdaga okkar sem aðra daga. 


mbl.is Sá sem ögrar Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég velti því oft fyrir mér hve fólk getur verið illa heilaþvegið af áróðri vestrænna "fjölmiðla". Tökum þetta dæmi "Það gerði hann með því að innlima Krímskaga". Það virðist engu máli skipta hve oft fulltrúar héraðsins Krím segi fólki að það voru þeir sem leituðu til rússa um að fá að tilheyra Rússlandi aftur. Þeim stóð mikil ógn af nýnasistum sem nú ráða í Úkranínu því þeir ætluðu að útrýma rússnesku máli úr Úkraníu meðal annars. Evrópsk stofnun (nafninu er stolið úr mér) fylgdist með kosningunum á Krímskaga og fann ekkert athugavert þar. Það er margsönnuð og skrásett staðreynd að CIA og George Soros stóðu fyrir valdaráninu þar og voru búnir að henda í þetta 5 billjónum dollara árin áður. Sonur Joe Biden fyrrum varaforseta USA var veittur úkraínskur ríkisborgararéttur með hraði svo hann gæti sest í stjórn þarlends gas og olíufyrirtækis Þeir sem voru að skjóta á torginu bæði lögreglumenn og borgara voru launmorðingjar Maidan nýnasistanna og komu rússar þar hvergi nærri.Önnur lygin er "russian agression" þvættingurinn sem felst helst í því að rússar færa herlið sitt til innan EIGIN landamæra vegna yfirgangs og ógnandi tilburða NATO og geðsjúklinganna í Pentagon. Rússland í dag er umkringt herstöðvum NATO og USA og þegar þeir bregðast við þessari ógn þá er talað um "ógnandi tilburði" af þeirra hálfu. Mér er sem ég sæi viðbrögð USA ef rússar settu upp herstöðvar í Alaska, Mexíkó og Kúbu og væru með stórfelldar heræfingar 50 km frá landamærum USA eins og NATO gerði nýverið við rússa. Eina "ógnin" sem stendur af rússum er að einn daginn telji þeir tilburði NATO og USA á landamærum sínum orðna of líklega til að teljast annað en undirbúningur fyrir innrás og þeir grípi til "pre-emptive" aðgerða með því að þurka út einhver þúsund af hermönnum og herdeildum NATO á landamærum sínum. Niðrandi umræða vestrænna manna um rússa sem við getum þakkað frelsi okkar í dag með fórnum milljóna manna í seinna stríðinu er okkur til háðungar. Mér er óglatt þegar ég þarf að heyra í Áróðursmálaráðuneytinu í Efstaleiti sem ælir út úr sér lygunum oft á dag alla daga hvort sem það varðar rússa eða aðra atburði. Talsmáti hinna svokölluðu "fréttamanna" þar á bæ um forseta bandaríkjanna þessa dagana er öllu líkari talmáta fólks í engu andlegu jafnvægi. Sú stofnun er orðin gersamlega marklaus og frekar hættuleg ef eitthvað er. RÚV hefur síðan bætt gráu ofan á svart með því að reyna að heilaþvo börnin með "barnafréttum". Það er dapurlegt að lesa þín orð Ómar sem ég hélt að væri betur gefin og betur lesinn en þetta. Er ég þá ekki að tala um áróðursrit CIA sem heimildir. 

Karl (IP-tala skráð) 25.12.2017 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband