Hundruða milljóna hálkuslysakostnaður á ári. Brenglað bókhald.

Það er dýrt fyrir ríki og borg að eyða hálku á gangstéttum á veturna, en sá kostnaður annar, sem lendir á hinum hinir slösuðu og á heilbrigðiskerfinu, sést ekki á reikningum vegna snjómoksturs og hálkueyðingar. 

Um hann gildir stundum svipuð röksemdafærsla og í þjóðsögunni af karlinum sem sat með stóran poka á bakinu á hestbaki og sagði: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber."

Allt of mikið er um það að einblínt sé á einstakar "skúffur" í bókhaldinu á mörgum sviðum, bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.  

Þannig hefur það verið landlægt hér á landi lengi að taka aðeins bensín- eða olíueyðslu með í reikninginn þegar notaður er eigin bíll. 

Meðaleyðsla bíla er nú komin niður fyrir 10 lítra á hundraðið, eða 20 krónur á ekinn kílómetra.

Uppgefnar eyðslutölur framleiðenda eru yfirleitt töluvert lægri en raunhæf eyðsla við íslenskar aðstæður. 

Kuldi og færð spila þar stórt hlutverk, og bíll á grófum snjóhjólbörðum í frosti og snjó getur eytt allt að 70 prósent meira en framleiðandinn gefur upp. 

Þar að auki vilja gleymast aðrir útgjaldaliðir en eyðsla á orkugjöfum, sem eru í réttu hlutfalli við ekna vegalengd eins og slit á hjólbörðum og öðrum slitflötum bilsins, reglubundnar skoðanir, viðhald, fall á endursöluverði vegna kílómetratölunnar og verðfall á bílnum sjálfum vegna aldurs. 

Tryggingar, opinber gjöld, fjármagnskostnaður og annar fastakostnaður verður heldur ekki umflúinn. 

Óhætt er að margfalda orkukostnaðinn með 2,5 til að fá út hlaupandi kostnað, og margfalda heildarkostnaðinn miðað við 15 þúsund kílómetra á ári með 5 til að fá út hlaupandi kostnað , þ.e. það verð sem einkabílar í opinberum ferðum teljast kosta, u.þ.b. 100 krónur á kílómetrann. 

Og hér er aðeins talað um meðalstóran bíl. Þegar gluggað er í erlendar fræðibækur um kostnað við að reka bíla kemur óþyrmilega i ljós hve stærð og þyngd og verð stórhækka eftir því sem innkaupsverð bíla verður hærra. 


mbl.is Mikið um hálkuslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt of margir á lélegum/sleipum skóm. Afnemum gjöld á skóm og ónegldum vetradekkjum.

GB (IP-tala skráð) 26.12.2017 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband