11.1.2018 | 00:35
"Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá."
Þessi orð úr ljóðinu "Konan, sem kyndir ofninn minn", eftir Davíð Stefánsson, koma upp í hugann þegar ferill Steve Bannons er skoðaður.
Raunar er eldur konunnar mun þekkilegri en hægri öfgaeldur Bannons, sem hann kveikti í aðdraganda að risi Donalds Trumps til æðstu valda.
Þótt Trump segist vera snillingur og einhver gáfaðasti maður í heimi, var það þó Bannon sem með Breitbart hægri-öfga fréttaveitu sinni og því að "prógrammera" Trump í hægri fræðum sínum, sem átti þann vafasama heiður að koma Trump á forsetastól.
Fyrstu dagana var Bannon áberandi nálægt forsetanum á öllum myndum og titlaður ráðgjafi hans, sem þýddi fyrir flesta helsta og mesta ráðgjafa hans.
En nú var hann farinn að skyggja á hinn "gáfaða snilling" og var látinn fjúka.
Eftir að hann lærði ekki af refsingu Trumps og lét orð fjúka, sem æstu Trump mjög og ergðu.
Nú hefur Bannon verið hrakinn úr framkvæmdastjórastöðu í hægri-fréttaveitunni og settur eins mikið til hliðar og Trump getur.
Áfram loga eldarnir sem Bannon kveikti og Trump vill njóta og baða sig í ljóma þeirra, - fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá."
Bannon hættir hjá Breitbart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Eins og þú veist fullvel þá hefur Bannon ekki afrekað annað en
að gera hvort tveggja að kveikja í sjálfum sér og undir af græðgi sinni
og sérstakri öfund í garð Trump.
Bannon lét glepjast af fáfróðum, illgjörnum ritsóða sem flestir þekktu
af óvönduðum vinnubrögðum við að vekja athygli á sjálfum sér.
Nú hefur Bannon séð að sér, gengið inní sig, og aldrei að vita nema að Trump snúi nokkra alikálfa úr hálsliðnum þessu óalanda og óferjanda
sauðnauti til hressingar eftir að hafa farið slíkum hrakförum.
Trump heldur síðan uppteknum hætti og snýr þessari vinstri
pressu um fingur sér enn frekar en áður og er hún nú orðin svo
kolrugluð í öllum sínum áróðri og hreinni vitleysu að hún er farin
til að borga offjár fyrir mýrarskólp eða vatn úr taugaveikibrunnum
sem hún hélt fyrir nýja gosdrykkjalínu til heiðurs Trump sem fyrir skemmstu kom á markað í Flóridaríki öllu og flestum öðrum ríkjum
Bandaríkjanna.
Þeir eru vel settir sem traustið hafa til góðra verka og er það mála
sannast að vinsældir forsetans hafi aldrei verið meiri og aðeins formsatriði að ganga frá því að hann verði að minnsta kosti tvö kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna.
Húsari. (IP-tala skráð) 11.1.2018 kl. 04:44
Svokallaður "húsari" - Þú ert kjáni...og ekkert annað. - Þessvegna viltu greinilega ekki gera grein fyrir þér. Ómerkilegt, heimskulegt lygaþvaður og ómarktæk skrif úr launsátri. - Farðu nú að ráði "steina breim" og láttu þig hverfa, og er það í góðu meint.
Már Elíson, 12.1.2018 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.