Minnst þrjár lausnir í boði framhjá Klambratúni?

Meðan engin stjórn er á lengd þeirra bíla, sem fer sífellt fjölgandi í umferðinni í Reykjavík, og enginn skilningur ríkir á þeim aðferðum, sem beita má til þess að vinna rými í umferðinni með ívilnunum á því sviði, eru til fleiri leiðir en sú aðferð, eða löng göng, til að liðka fyrir í flöskuhálsinum, sem er á Miklubraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar.  

Góð dæmi um slík göng má sjá í erlendum borgum eins og Osló og Brussel. 

En það er líka möguleiki á að breikka Miklubraut upp í þrjár akreinar í hvora átt á þessum kafla eða að fara blandaða leið með einum stuttum göngum á milli Stakkahlíðar og Lönguhlíðar og breikkun milli Lönguhlíðar og Snorrabrautar/Bústaðavegar. 

Eitt hús, stóra blokkin á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar, er aðal farartálminn á þessari leið. Húsið er merkilegt út af fyrir sig sem ein af fyrstu stóru og háu blokkunum í Reykjavík og arkitektúr þess er einnig merkilegur. 

Þess vegna er það ekki fýsileg lausn að rífa blokkina, en hins vegar skárra, ef hún yrði keypt upp og stytt um einn stigagang. 

Það væri hægt að breikka Miklubrautina framhjá enda blokkarinnar með uppkaupum á húsunum á móti henni við hornið að sunnanverðu og göngustíg undir eða í gegnum blokkina, og leysa málið vestar með uppkaupum á nokkrum húsum við flöskuhálsinn vestan Klambratúns mætti breikka Miklubraut þar í gegn. Tazzari. stæði

Bílastæðum myndi að vísu fækka, en þó ekki mikið. 

Þetta hef ég sannreynt með því að mæla breiddirnar sem þarf fyrir fjölgun akreina. 

En stytting bíla með ívilnunaraðgerðum og fjölgun þeirra, sem nota annan samgöngumáta en einkabíl, svo sem létt vélhjól, reiðhjól eða strætisvagn, skilar líka ávinningi til hagsbóta fyrir þá, sem eru á bílum á þann hátt, að hver maður á hjóli, vélhjóli eða í strætisvagni gefur eftir rými fyrir einn aukabíl. 

Erfiðara er að meta gildi borgarlínu, vegna þess að hún tekur sjálf rými frá annarri umferð, og því verður að liggja nokkuð örugglega fyrir hvað margir ferðast með henni. 

En stöðug mannfjölgun og fjölgun einkabíla, sem sífellt verða lengri, veldur óhjákvæmilegum vandræðum sem verður að bregðast við. 

P.S.  Set hér inn mynd sem tekin var í gær og tengist einni athugasemdinni við þennan pistil hvað varðar gildi vistmildari og styttri bíla en nú tíðkast. Nánar er fjallað um þá hlið mála í næsta pistli hér á eftir. 


mbl.is Miklabraut í stokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er ekki lausnin mislæg gatnamót á Kringlumýrabraut og Miklubraut, jarðgöng undir Háaleitisbraut austur fyrir Grensásveg og loka fyrir akstur yfir Miklubraut við Lönguhlíð.

Síðan er misskilningur að þú sért fljótari á smá bíl í í borgarumferðini, sem einhverju munar.Það tekur sama tíma að aka á milli staða á venjulegum bíl og púddu smile

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.1.2018 kl. 14:08

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það sem þessar lausnir gera ekki sem stokkurinn gerir er að draga úr umferðahávaða og mengun í Hlíðarhverfi og þar með bæta lífsgæði og heilsu íbúanna þar. Stokkurinn er vissulega dýr en það er þó hægt að ná einhverju inn á móti með því að bjóða upp byggingalóðir sem yrðu við þetta hæfar til að byggja hús en eru það ekki í dag vegna nálægðar við þessa miklu umferðagötu. Ef það verða íbúahús þá styrkir það grunnskólana sem eru í hverfinu og börnum hefur fækkað mikið í og í því liggja líka peningalegir hagsmunir fyrir borgina. Að rífa einn stigagang í blokkinni við Lönguhlíð er ekki bara skemmd á blokkinni heldur andstætt stefnunni um þéttingu byggðar. 

Sigurður M Grétarsson, 11.1.2018 kl. 15:36

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.

Með öðrum orðum, stöðvum glórulausar byggingar framkvæmdir við Hringbraut og öll áform um að hrófla við friðsömum flugvellinum í Vatnsmýri.

Staðarhættir og mannfjöldi býður hvorki upp á Borgarlínu, né lest til Keflavíkur.

Hefjumst tafarlaust handa um byggingu Sundabrautar, t.d. í samstarfi við Spöl.

Aðrar minniháttar lagfæringar eins og breikkun gatna og mislæg gatnamót heyra fremur undir eðlilegt viðhald umferðarmannvirkja.

Jónatan Karlsson, 11.1.2018 kl. 15:37

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jónatan. Í Frakklandi eru 25 borgarstæði með minni íbúafjölda en höfuðborgarsvæðið sem eru að fara út í svipaða framkvæmd og borgarlínu. Það eru líka minni svæði á hinum Norðurlöndunum að gera þetta. Hvað er þá svona óraunhæft við þetta hér.

Breikkun gatna og mislæg gatnamót eru ekki eðlilgegt viðhald umferðamannvirkja heldur skipulagslega ákvrðun um að byggja samgöngukerfið hér á landi enn meira á einkabílum en verið hefur með öllum þeim neikvæðu alfiðingum sem aukin bílaumferð leiðir af sér meðal annars fyrir lýðheilsu, umhverfið og lífsgæði íbúa.

Sigurður M Grétarsson, 11.1.2018 kl. 17:09

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að tala um að smábíll sé fljótari í förum. Samt gerðist það síðast í gær af því að ég þurfti gat fundið pínulítið stæði til þess að leggja í alveg við staðinn, sem ég var að fara á, - í stað þess að leita að stæði. 

Hver stuttur bíll tekur mun minna rými á umferðargötum en stórir bílar, og til dæmis rafbíllinn sem ég er núna á, er metra styttri en Yaris og Volksvagen Up! er metra styttri en Skoda Oktavia. 

Ef meðallengd bíla á Miklubrautinni á hverjum degi væri 1 metra styttri en nú er, og umferðinn er 100 þúsund bílar á dag, verða alls 100 kílómetrar af malbiki auðir sem annar væru þaktir af bílum. 

Ég er að tala um fimm kílómetra af Miklubrautinni, og til að einfalda dæmið, og gera ráð fyrir 60 kílómetra hraða, myndi það taka einn 5 kílómeters langan bíl fimm mínútur að gera malbikið autt á eftir sér, en hins vegar myndu 5000 bílar með 5 metra spor hver komast þessa vegalengd á 5 mínútum.  

Ómar Ragnarsson, 11.1.2018 kl. 18:28

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Lítill stuttur bíll er fínn þegar þarf að leggja honum. Þess á milli er hann stórhættulegur farþegum sínum, nema allir séu á þannig bílum og engin stærri ökutæki leyfð. Þá fyrst eru allir í jafnri hættu.  

 Umræðan er á leið út í skurð.

 Auðvitað væri það dásamlegt að geta sparað pláss og draga úr útblæstri bifreiða. Okkur ber skylda til að huga að framtíð barnanna okkar. Mikið lifandis ósköp. Líf okkar ætti ekki að snúast um neitt annað.

 Hingaðkominn rafbíll skilur hinsvegar eftir sig sviðna jörð annarsstaðar, í loftslagstilliti,  áður en hann kemur hingað. Þó hann mengi ekki mikið eða taki mikið pláss hér á landi, hefur hann í hlutfalli við stærð, mengað heljarinnar ósköp annarsstaðar og sennilega enn meira en bíll sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. 

 Einn vinkill sem sjaldan er ræddur er sá, hvernig farga skuli ónýtum rafbílum að notkun lokinni. Hversu mikið er endurvinnanlegt úr einu stykki rafbíl og hver er munurinn á honum og eldsneytisbíl þegar endalokin liggja fyrir?

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2018 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband