Netheimar og raunheimar.

Hvers vegna hittast þjóðarleiðtogar á fundum í staðinn fyrir að tala saman í gegnum Skype og spara stórar upphæðir í skattpeningum þjóða sinna?

Hvers vegna getur einn góður ræðumaður eða leikari náð meiri hughrifum áhorfenda í litlum sal heldur en í kvikmynd á stóru tjaldi með ítrustu myndatöku- sýningar- og hljómflutningstækni?

Hvers vegna getur ilmur af persónu verið svo grípandi, að engin kvikmynd með henni getur náð fram sömu hughrifum og er af nánd þessarar persónu?

Ástæðan er einföld: Þetta er munurinn á netheimum og raunheimum í tækniþjóðfélagi okkar tíma. 

Netheimarnir eru að sönnu stórkostleg uppfinning, opna fyrir okkur alla kima veraldar að ósk okkar á þann hátt sem var ómögulegt að viðhafa fyrir aðeins aldarfjórðungi. 

Og netheimarnir, snjallsímarnir, spjaldtölvurnar, gervigreindartæknin og hvað það nú heitir allt, hafa fært okkur í fangið stóra og mikla áskorun um að standast það nýja áreiti og hættur, sem þessir "heimar" búa yfir. 

Hættan er sú, að í uppvexti sínum fari unga fólkið á okkar dögum á mis við að upplifa raunheimana, það að lifa lífinu í sátt við náttúruna og annað fólk á öllum aldri, að umgangast hvert annað og samfélagið í eðlilegu raunverulegu umhverfi og láta ekki netheimana valta yfir raunheimana.  


mbl.is Vill ekki frændann á samfélagsmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Nú erum við að tala saman, Ómar Ragnarsson!

 Hvað er til ráða?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.1.2018 kl. 02:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Netheima/raunheima byltingin er hægt og hljótt ekki minni bylting en metoo byltingin, og hvort tveggja eru fyrirbæri sem nútíma þjóðfélög þurfa að taka á og kryfja til þess að finna heppilegustu lausnirnar. 

Til þess höfum við öll tækin sem við þurfum, samfélagsmiðla, fjölmiðla og skólakerfi til þess að koma í veg fyrir stjórnlausa óreiðu. 

Núlifandi jarðarbúar standa frammi fyrir mjög áhugaverðum og krefjandi verkefnum á mörgum sviðum. 

Ómar Ragnarsson, 20.1.2018 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband