23.1.2018 | 20:15
Dulið böl að miklu leyti?
Margt bendir til þess að svonefnt læknadóp og afleiðingar þess sé að stórum hluta dulið böl.
Þegar þeir, sem eldri eru, líta til baka, og hafa þekkt læknadópsjúklinga á sínum ævidögum, er munað eftir einstökum læknum á mismunandi tímum, sem ýmist héldu sjúklingum við efnið með ritun lyfseðla, eða voru jafnvel sjálfir fíkniefnaneytendur.
Þetta böl er jafnvel mun verra en áfengisbölið hvað snertir þöggunina í kringum það, sem ýmsar ástæður liggja að baki.
Nefna má, að það þykir enn skömm og auðmýking fólgin í því að það vitnist um hver fórnarlömbin eru.
Og enn meira þöggunarefni er hverjir þeir læknar kunni að vera, sem ávísa of miklu.
Að ekki sé minnst á, hvaða læknar kunni að vera fíklar sjálfir.
Mestallur fréttaflutningur og umræða snýst um neytendur ólöglegra fíkniefna, þótt tjónið af völdum læknadópsins eða löglegra lyfja sé meira.
Það yrði stórt framfaraskref ef hægt yrði að ná meiri árangri í varnarbaráttunni gegn þessum vágesti en náðst hefur fram að þessu.
Lögleg lyf drepa fleiri en ólögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar. Vandaðar greiningar taka lengri tíma en einn klukkutíma.
Það var skelfilegt að hlusta á sálfræðing í útvarpinu fyrir stuttu síðan, sem sagðist taka sér einn klukkutíma í að greina börn með frávik í grunnskóla!
Það virðist ekki fá neina umfjöllun á Íslandi, að það þarf margra tíma vandaða greiningu sérhæfðra sálfræðinga, til að greina á marktækan hátt, hvað amar að einstaklingum með raunverulegt ADD og ADHD. Bæði hjá börnum og fullorðnum.
Sálfræðingar sem hafa sérfræðimenntun til að greina til dæmis ADD og ADHD, mega ekkert skipta sér af lyfjagjöf. Og geðlæknar hafa ekki leyfi til að greina ADD og ADHD.
Geðlæknar mega ekki greina ADD og ADHD.
Sálfræðingar mega ekki ákveða lyfjameðferð við ADD og ADHD.
Það mega einungis sérmenntaðir sálfræðingar gera ADD og ADHD greiningar, sem tekur marga klukkutíma, en ekki bara einn klukkutíma.
Það mega einungis sérmenntaðir geðlæknar um ADD og ADHD meta og ákveða lyfjameðferð, fyrir vandaðra sálfræðisérfræðinga greinda ADD og ADHD heilaboðefna fatlaða einstaklinga.
Það er óverjandi yfirlækna glæpapólitík, að senda alla ADD og ADHD vangreinda einstaklinga í undirheimanna hvítflibbasölumennskuna grimmu og fangelsis-innbrota-utanvegaferð heilabrenglunarinnar. Með alla sína sjálfslækninguna götulyfjanna bönnuðu.
Skammist ykkar allir þið yfirlæknarnir sem hafið þagað í meðvirkni með undirheimanna mafíunni!
Þagað með undirheimaverndar glæpadeildinni SÁÁ, sem ekki er sjúkrahús.
Á leyfilegum og siðmenntaðra lækna stýrðum og verjandi sjúkrahúsum fá allir sjúklingar sérmenntaðra vandaðar og réttar greiningar á sínum sjúkdómseinkennum og fötlunum! Með tilheyrandi vandaðri og réttri lyfjameðferð. Ekkert slíkt greiningarferli með réttri lyfjameðferð fer fram hjá SÁÁ-mafíunni, og tæplega hjá nokkrum öðrum gagnlitlum þurkhjöllum, sem kölluð eru "sjúkrahús", hér á Íslandi!
Læt þetta duga í bili, en gæti þó skrifað þykka bók um lygar og glæpsamlegar blekkingar yfirlækna-faldavaldsins svikaverk og mafíuverk á SÁÁ-Íslandi.
Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð um svika-glæpamafíuna SÁÁ á Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.