24.1.2018 | 11:53
Mikilvægt að læra af reynslu annarra þjóða.
Í vinnu við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er afar mikilvægt að reynt sé að læra af reynslu og þekkingu annarra þjóða af þjóðgörðum. Einkum getur reynsla þjóða með svipaðar aðstæður og hér eru verið dýrmæt.
Sem dæmi má nefna reynslu Norðmanna af stofnun Jóstedalsjökulsþjóðgarðs, en sá jökull er stærsti jökullinn á meginlandi Evrópu.
Á sínum tíma gekkst Landvernd, þegar Tryggvi Felixson var þar framkvæmdastjóri, fyrir því að Erik Solheim kæmi til landsins til að miðla af þekkingu sinni varðandi stofnun þessa merkilega norska þjóðgarðs.
Norðmönnum tókst að leysa vandamál varðandi þá sem stunduðu landbúnað í nágrenni við jökulinn og þeir voru ekkert að tvínóna við að koma sem mestu landi í efsta flokks verndunar.
Hættu til dæmis við hagkvæmustu vatnsaflsvirkjun á Norðurlöndum sem fól þó í sér afar lítil umhverfisáhrif. Fólst í því að stækka lítið vatn, Langavatn, sem hvorki sést frá jöklinum, né sést jökullinn frá vatninu, og steypa vatninu niður í gegnum göng næstum 1000 metra fallhæð inn í lokað stöðvarhús niðri við sjó.
Hætt var við þetta á þeim forsendum að þetta fæli í sér of mikla skemmd á ásýnd svæðisins!
Á íslenska miðhálendinu eru alls sjö jöklar, og Vatnajökull er 20 sinnum stærri en Jóstedalsjökull.
Gildi íslensks miðhálendisþjóðgarðs er kannski í svipuðu hlutfalli miðað við stærsta jökul meginlands Evrópu.
Nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.