"Virkt borgarsvæði" og löngu úreltar borgar- og byggðahugmyndir.

Áður hefur verið minnst hér á síðunni á FUA, skammstöfun fyrir hugtakið Functional Urban Area, eða VBS, Virkt borgarsvæði á íslensku. 

Forsendur þess að þetta hugtak sé í gildi eru aðallega þær, að minnst 15 þúsund manns búi á svæðinu, og að svæðið nái frá miðju út að línu, sem afmarkar 45 mínútna ferðatíma milli útjaðars og miðju.  

Samkvæmt þessu er svæðið frá Þjórsá vestur um Suðurnes og norður fyrir Akranes virkt borgarsvæði og eitt atvinnu- og búsetusvæði. 

En mestöll umræða og viðhorf um borgar- og byggðamál hafa byggst á löngu úreltum hugmyndum, sem stangast á við hugsunina um virkt borgarsvæði. 

Sú hugsun kemur meðal annars fram í þeirri staðreynd, að VBS suðvesturhorns landsins er í raun eitt atvinnusvæði. 

Það á ekki að koma á óvart þótt ungt fólk og raunar fólk á öllum aldri flykkist nú til Árborgar, Reykjanesbæjar og annarra þéttbýliskjarna á hinu virka höfuðborgarsvæði. 

Ástæðan er miklu lægri húsnæðiskostnaður, sem gerir meira en að vega upp aukinn samgöngukostnað bílasamfélagsins. 

Smekkur og þarfir fólks eru af margskonar toga og fólksfjöldatölur sýna, að miðflóttaafl byggðar og fyrirtækja vegur þyngra en eftirsókn eftir því að vera í sem mestri þéttingu byggðar. 

Maður finnur þetta á eigin skinni hvað snertir nánustu ástvini. Af sjö börnum býr eitt vestan við Elliðaár, eitt í Kópavogi, tvö í Reykjavík, tvö í Mosfellsbæ og eitt í Brussel.

Og þar með fylgja tengda- og barnabörn, en barnabörnin eru raunar að byrja að leita enn lengra út á við, - fyrstu tvö barnabarnabörnin verða alin upp í Reykjanesbæ.  

Akureyri og svæðið milli Öxnadalsheiðar og Reykjadals í Þingeyjarsýslu er virkt borgarsvæði. 

Og af því að það er innan við 45 mínútna ferðatími með flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur, má segja að Reykjavík og Akureyri saman séu eitt virkt borgarsvæði, - það er, meðan innanlandsflugið verður ekki flutt frá Reykjavík. 


mbl.is Undrast þögn Reykjavíkurborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri nú að standa við stóru orðin, þú hefur fengið rúm tvö ár til þess.  https://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2163497/

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 01:05

2 identicon

https://tinyurl.com/ya6k49x6

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 12:22

3 identicon

Þakka þér fyrir þetta Guðmundur. En eins og sjá má í fyrra bloggi Ómars þá viðurkennir hann ekki og notar ekki þessar alþjóðlegu stöðluðu skilgreiningar á hugtakinu, FUA Functional Urban Area eða VBS Virkt borgarsvæði, og telur sig geta fundið gögn sem styðja hans sérstöku útgáfu af því. Eftir því hefur verið beðið í rúm tvö ár.

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 18:50

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðast þegar ég minntist á FUA sagðir þú að hugtakið væri ekki til, heldur hugarfóstur mitt.

Ég sat á málþingi í Háskóla Íslands um þetta í janúar 2011, eða fyrir sjö árum, ekki tveimur árum, og hlýddi með athygli á fyrirlestur prófessors frá Háskólanum á Akureyri um þetta mál, sem mér fannst afar athyglisvert og áhugavert, og ef maður vill muna aðalatriði áhugaverðs máls, man maður helst einfaldar tölur eins og 45 mínútur og 15 þúsund manns. 

Ég legg ekki á minnið nöfn allra þeirra hundraða manna sem ég hlýði á á málþingum halda fyrirlestra, tala úr pallborði eða að taka til máls. 

Til þess að grafa þetta nafn upp þarf ég væntanlega að leggjast í vinnu við að leita uppi vitni að fyrirlestrinum eða að finna út með hringingum norður hver gæti hafa haldið þessuu fram. 

Þín aðferð, Hábeinn, til þess að "sanna" að allt sé lygi og rangfærslur, sem ég skrifa hér á síðunni, er að heimta sífellt af mér afrit af ígildi nafnaskrár eða skjöl til þess að afsanna aðdróttanir þínar. 

Þér dettur hins vegar ekki í hug að rökræða um málin sjálf, í þessu tilfelli FUA eða VBS, til dæmis hvort þessi skilgreining geti ekki haft eitthvað til síns mál. Hvað kunni að vera rangt í henni og hvað rétt.  

Nei, aðalatriðið hjá þér er ekki að hjóla í boltann, heldur hjóla í manninn, - mig í þessu tilfelli sem endranær. 

Ég hef annað þarfara að gera það sem ég á eftir ólifað en að eltast við sífellda illmælgi þína.   

Ómar Ragnarsson, 28.1.2018 kl. 23:25

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málþingið, sem ég minnist á, var haldið 25. janúar 2011. 

Ómar Ragnarsson, 28.1.2018 kl. 23:38

6 identicon

Það hefði verið betra ef þú hefðir lesið það sem ég sagði, og það sem þú sagðir, áður en þú leitaðir aftur í gloppótt mynnið.   https://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2163497/      Það er orðið vandræðalegt hvað þú ruglar mikið. Eru það og ofsóknarkenndin einhver sjúkdómseinkenni?

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 00:07

7 identicon

Og ég sem hélt að þeir félagar og sálubræður hefðu skammast sín og séð að sér. Það reyndist borin von. Ætli maður þurfi þá líka að umbera skítmoksturinn frá hinum?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband