Meira en 60 ára gamalt fyrirbrigði.

Umræðuefnin á flokksráðsfundi Vinstri grænna eru mörg, en í ljósi stjórnmálaumræðna síðustu daga vekja málefni dómsmálaráðherra mesta athygli. Ekki er þó vitað, hvort vantrauststillaga verði borin upp á þingi, enda skiptar skoðanir um málið.

Dæmi um það að ráðherra í samsteypustjórn hafi staðið af sér vantrauststillögu er að finna frá því snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þá var borin upp vantraustststillaga á þáverandi menntamálaráðherra, Bjarna Benediktson, vegna embættisfærslu á Akranesi.  

Sjálfstæðisflokkurinn var þá í stjórn með Framsóknarflokknum og voru stjórnarþingmenn samtaka um það að fella vantrauststillöguna. 

Eftir öll þessi ár er erfitt að muna, í hverju meint embættisafglöp Bjarna fólust, en hitt man ég glögglega, að Bjarni flutti eftirminnilega ræðu, þar sem hann varðist sérlega fimlega. 

Hér á landi hefur skort á samábyrgð forsætisráðherra og annarra ráðherra á embættisfærslum hver annars og hefur sjálfstæði ráðherra frekar aukist en hitt. 

1934 varð áhrifamesti stjórnmálamaður þess tíma, Jónas Jónsson, sem var formaður Framsóknarflokksins 1934-1944, að sætta sig við það að verða ekki ráðherra vegna eindregnar andstöðu Alþýðuflokksmanna í stjórnarmyndunarviðræðum. 

Varð Jónas aldrei ráðherra eftir það. 

Smám saman hefur myndaðist sú hefð, að þegar stjórnir væru myndaðar, réði formaður hvers flokks því innan síns flokks, hverjir skipuðu ráðherrasæti flokksins. 

Nú gildir nær alltaf nokkurs konar samtrygging allra ráðherranna, að "ef þú skiptir þér ekki af því sem ég geri, skipti ég mér ekki af því sem þú gerir." 

Í tillögu stjórnlagaráðs er skerpt á reglum um ráðherraábyrgð á þann hátt, að ráðherrar teljist samábyrgir hverjir fyrir aðra, nema þeir færi annað til bókar þegar embættisfærslan á sér stað. 

Það er liður í því meginmarkmiði að skerpa valdmörk og að auka innbyrðis aðhald í stjórnsýslunni, sem oft hefur skort hér á landi. 

Vísa í tónlistarmyndband á facebook síðu minni í tilefni dagsins.  


mbl.is Vinda lægt innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK ráðherraábyrgð en ef Sigríður væri núna menntamálaráðherra

Hvað þá?

Grímur (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 21:21

2 identicon

Hvað með Svandísi Svavardóttur og hæstaréttardóminn sem hún fékk á sig á sínum tíma?

Bjarni (IP-tala skráð) 27.1.2018 kl. 21:57

3 identicon

http://www.visir.is/g/2011970692175  Áttu við þetta mál? Og finnst þér það sambærilegt?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 11:48

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorvaldur Sigurdsson.  Dómur er dómur og því um sambærilelgt mál að ræða.

Benedikt V. Warén, 28.1.2018 kl. 13:31

5 identicon

Það er náttúrlega eins og hvert annað kjaftæði. 

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 15:38

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já Þorvaldur, það er hárrétt hjá þér, að því gefnu að þú sért að tala um pólitískt kjaftæði.

Benedikt V. Warén, 28.1.2018 kl. 16:26

7 identicon

Annars var um að ræða deilu um skipulagsmál vegna virkjunar og hvenær ætti að staðfesta skipulag sem alls ekki var ljóst í lögum, en þ.á skar hæstiréttur úr um túlkun þeirra. Hins vegar er hrein valdníðsla gegn greinilegum lagaákvæðum, og persónuleg óvild ráðherra gegn mönnum með henni lítt þóknanlegar pólitískar skoðanir. Þessi mál eru víðáttufjarri því að vera sambærileg. En taglhnýtingum valdníðsluherra finnst vafalaust að svo megi böl bæta að benda á annað verra en gæta þess ekki að valdníðsla frú Andersen er fordæmalaus, nema hjá fáeinum fyrirrennurum hennar úr sama flokki.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 17:54

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorvaldur.  Ég þekki pólitíska rétthugsun, þú sannar það fyrir okkur hér.  Í þessu máli er ég með pólitískt fríspil.  Hef aldrei verið bendlaður við Sjálfstæðisflokkin hvað þá VG.

Benedikt V. Warén, 28.1.2018 kl. 19:36

9 identicon

Já, þá erum við sammála. Og sömuleiðis um að fátt er fánýtara en að benda á aðra og segja: Hann byrjaði. Frú Andersen stendur berrössuð í nístandi vindi og ef eina vörnin er: Svandís er ekkert skárri, þá er skammt tilm leiksloka.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband