"Rok og bylur", næstum í beinni.

DSC0100 aÞað kom að því að Reykvíkngar fengu skammt af rok og byl þessarar helgi. Því viðeigandi að kvitta fyrir það með lagi með þessu nafni, "Rok og bylur" á facebook og setja inn í þetta tónlistarmyndband viðeigandi spánnýjar myndir. 

 

ROK OG BYLUR. (Lag: Rock-A-Billy) 

 

Við gleðjumst nú svo ákaflega yfir því 

að einmitt þessa daga hækkar sól á ný. 

Þótt veðrið alveg snarvitlaust að verða sé 

hér verður spaug og spé 

 

Nú ætlum við ólmast hér á útopnu

og erum ekki´að pæla neitt í veðrinu. 

Og glaður er hver gaur og sérhver gella blíð, 

þótt geysi úti hríð. 

 

Og það er rok og bylur, rok og bylur, rok, rok, rok! 

Rok og bylur, rok og bylur, rok, rok, rok!

Rok og bylur, rok og bylur, rok og bylur, rok! 

Rok og bylur, rok og bylur, rok, rok! 

 

Og þá að allt sé rafmagnaslaust og allt í steik 

og ófært út úr húsi, þá má bregða´á leik. 

Ef erfitt er að halda á sér hita þá

í hlýtt rúm leggjast má. 

 

Og bjargað hefur mörgum hér um myrka nótt 

að í meyjarfaðmi gleymist allur kuldi skjótt. 

Það væri margur Íslendingur ekki til 

ef aldrei gerði byl! 

 

Og það er rok og bylur, rok og bylur, rok og bylur, rok! 

Rok og bylur, rok og bylur, rok, rok, rok!

Rok og bylur, rok og bylur, rok og bylur, rok! 

Rok og bylur, rok og bylur, rok, rok! 

 

Og ef ég væri tepptur einn með þér

op óhjákvæmilegt að ylja sér

það yrði´í fjallakofa indælt dok

með þér 

ef það er 

rok og bylur, rok og bylur, rok, rok! 


mbl.is Stormurinn nálgast hámarkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei áður á þessari öld verið ófært frá Vatnaskógi. Hvar eru gróðurhúsaáhrifin?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 11.2.2018 kl. 22:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég man vel eftir jöklajeppaferð í Vatnaskóg fyrir um 25 árum, þegar snjórinn var allt að 3ja metra djúpur á allri leiðinni. Hlýnun loftslags jarðar sést miðaast við meðaltal yfir jörðina, en á línuritum Trausta Jónssonar á Veðurstofu Íslands hefur hún líka verið í gangi hér á landi og fyrstu 17 ár þessarar aldar þau hlýjustu í sögu daglegra mælinga í 165 ár.  

Ómar Ragnarsson, 12.2.2018 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband