Vandamál þingmanna víða um lönd.

Það sem er að gerast varðandi ráðstöfunarfé þingmanna á Evrópuþiginu minnir mikið á nýjustu umræðuna um það sama hér á landi, auk umræðu um fjármál stjórnmálaflokkanna. 

Sé ástandið slæmt, varasamt og viðkvæmt í Evrópu, virðist það þó vera hátíð á móti því sem er í Bandaríkjunum. 

Þar var tekist á um þetta í Hæstarétti landsins og naumur meirihluti hans kvað upp þann úrskurð að óheimilt væri að leggja hömlur á fjárframlög til þingmanna landsins. 

Viðleitni í þá átt að koma böndum á fjármál þinmanna byggðist á því, að komið hefði í ljós að mikill meirihluti tíma þingmanna færi í það að sinna þrýstihópum og valdamiklum og ríkum öflum, sem stunduðu svonefndan "lobbýisma" af miklum móði í Washington og beittu fé og völdum svo ótæpilega að þeir gætu í raun stjórnað þingmönnum í flestum mikilsverðum málum. 

Af þessum sökum viðgengist vaxandi spilling í kringum þingið, og er þetta orðið það viðurkennt fyrirbrigði vestra, að Donald Trump gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni og fékk út á það fylgi, þótt hann sjálfur sé eitt af lifandi dæmum um svipaðar aðferðir til að ná völdum og halda þeim. 

Athygli hefur til dæmis vakið, hve illfáanlegir þingmenn hafa verið til að afsala sér milljarða styrkjum hinna öflugu samtaka byssueigenda og byssuframleiðenda vestra, og hvernig ítök framleiðenda hinna skæðu ópíumíða verkjalyfja gátu sveigt tvo þingmenn í ríkjum, sem höðfu hagsmuni af framleiðslu lyfjanna til að smeygja frumvarpi í gegnum þingið sem rústaði lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. 

Í tengdri frétt á mbl.is um þingmenn Evrópuþingsins er athyglisvert, að fjallað er um nákvæmlega sömu atriðin og hafa verið til umræðu hér heima, sem sé það hve erfitt sé að hafa eftirlit með því hvernig þingmenn afla styrkja og nota þá í stjórnmálastarfi sínu og lífi. 


mbl.is Fullt gagnsæi ávísun á óvinsældir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband