9.3.2018 | 02:30
Hvað verður um öll hundruð milljarðanna?
Ef nefna á eitt atriði sem skóp uppsveifluna á Íslandi eftir 2010 er það erlendi ferðamaðurinn. Nefnt hefur verið að alls beri hann árlega hundruð milljarða króna inn í íslenska hagkerfið, gott ef ekki hátt í 500 milljarða króna virði af gjaldeyri, og fyrir bragðið er hægt að halda gengi krónunnar háu og auka stórlega neyslu á innfluttum vörum.
Tekist hafi að auka kaupmátt stórlega án verðbólgu.
En þrátt fyrir þetta á okkar ríka þjóð ekki nema brot úr prósenti af þessum tekjum til að byggja upp innviðina sem þarf til að þessi gjöfulasti atvinnuvegur þjóðarinnar geti nýst bæði Íslendingum og útlendingum og til að tryggja að íslensk náttúra verði ekki stórsköðuð af stjórnlausum ágangi.
Hvert árið líður af öðru án þess að gripið sé til aðgerða.
Það hefur verið sagt að það kosti peninga að búa til peninga, og sjá má hvarvetna erlendis hvernig þar er staðið að uppbyggingu samgangna og annarra innviða, sem nauðsynlegir eru fyrir alla sem fara um landið.
Því að góðir vegir og upplifun á einstæðri náttúru landsins eru lífsgæði jafn fyrir heimamenn sem gesti á Íslandi.
Ferðaþjónustan yfirtekur samfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað verður um öll hundruð milljarðanna? Ég hef tekið eftir því að rútur eru ekki ókeypis, bílaleigur eru ekki reknar í sjálfboðaliðsstarfi og hótel reisa sig ekki sjálf upp úr mold og drullu. Barþjónar heimta laun og túristar eru ekki með mikið nesti. Hundruð milljarðarnir eru alla vega ekki allir ríkisins til ráðstöfunar. Og skatttekjur af lágmarkslaunum eru ekki stór peningur.
Gústi (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 02:56
Síðastliðinn föstudag:
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna í fyrra - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 04:13
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 04:15
15.11.2015:
Alcoa aldrei greitt skatt hér á Íslandi - Um 57 milljarðar króna farið frá Alcoa í Reyðarfirði til Lúxemborgar
Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 04:16
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!
Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 9.3.2018 kl. 04:18
Furðulegt og fyndið háttarlag. Hví þarf að skrifa fjórar færslur á 5 mínútna tímabili í stað þess að skrifa einungis eina?
Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 11:24
Von að þú spyrjir, Hilmar - Kjánar eru ekki betur gefnir en þetta. Hann er í kasti núna.
Már Elíson, 9.3.2018 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.