Súrnun sjávar er óumdeilanleg.

Þeir, sem hagnast á því að engu verði breytt í hegðun jarðarbúa og rányrkju á auðlindum jarðar, hamra á því að mesti koltvísýringur í andrúmsloftinu í minnsta kosti 800 þúsund ár sé engin sönnun fyrir því að í þessu liggi orsök hlýnunar lofthjúpsins og bráðnun jökla og hafíss. 

En þeir geta ekki notað slík rök um súrnun sjávar og afleiðingarnar af því. DSC01375

Þess vegna minnast þeir helst aldrei á hana, þótt hún geti skipt Íslendinga afar miklu. 

Af sömu ástæðu þurfum við Íslendingar að halda uppi umræðu og öflun upplýsinga um þetta málefni. 

Því er gott til þess að vita að forseti okkar haldi þessu á lofti á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni hafsins. 

 

P.S. Eins og oft áður er þess krafist að ég birti sönnun þess sem ég ræði um.

Ef ég ætti að gera það í hvert sinn sem ég fjalla um eitthvað á þessari síðu þyrfti ég að ráða mér hjálparmann og eyða það sem ég á eftir af ævinni í slíkt.DSC01371

Og myndi samt vera vændur um rangfærslur og bull, jafnvel þótt ég sé að ræða um það sem hefur verið umrætt og fjallað um af vísindasamfélaginu í mörg ár. 

En hér skal ég samt birta með texta þessarar bloggsíðu smá texta, kort og útskýringar sem hafa sést í fjölmiðlum heimsins í mörg þúsund skipti. DSC01377


mbl.is Forsetinn á ráðstefnu í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja, er sjórinn ekki lengur saltur hjá þér?

Halldór Jónsson, 8.3.2018 kl. 16:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tunnan valt og úr þar allt,
ansi þvalt er vitið falt,
á þó salt og einnig malt,
alltaf kalt þú vita skalt.

Þorsteinn Briem, 8.3.2018 kl. 17:06

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bara að hætta að sturta skólpi í sjóinn eins og allir islendingar gera ásamt öðrum frumstæðum þjóðum.

MAGA

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.3.2018 kl. 19:41

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er hvergi minnst á salt í sjónum í pistlinum, enda heldur enginn því fram að sjórinn sé ekki saltur og verði það áfram.

Hins vegar hefur mælst vaxandi magn koltvísýrings í sjónum, af því að stór hluti koltvísýringsútblásturins endar í hafinu.

Það veldur því að sjórinn verður smám saman súrari en áður, þótt saltið sé áfram í honum. 

Ómar Ragnarsson, 8.3.2018 kl. 21:02

5 identicon

Þetta er alveg haldlaus umræða því sjór getur ekki súrnað því hann er basískur. Að segja að sjór súrni er eins og að segja að frostið herði þegar hitastig lækkar úr plús 8°C í plús 7°C.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 21:05

6 identicon

Vitaskuld súrnar sjórinn þegar sýrustigið lækkar, hvar sem byrjað er. Og það er fáfengilegur útúrsnúningur að halda því fram að þetta sé eins og að segja að frostið herði þegar hitastig lækkar úr plús átta í plús sjö. Þá kólnar. Sjórinn súrnar þegar sýrustig lækkar, jafnvel þótt lækkunin sé frá 8 niður í 7 ph. Eða frá 9 niður í 8. Það að sjórinn verður minna basískur er það sama og hann súrni nákvæmlega eins og að hann kólnar verði hann  minna heitur.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 22:04

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Sjórinn er hvað? Eitthvað yfirborðsvatn fyrir Ægissíðu þegar neyðarlokurnar eru oppnar?Eða rúmmál Atlantshafsins uppblandað? Hvað er sýrustigið þannig mælt? Komdu með tölur og upplýsingar ummæliaðferðir Ómar.

Halldór Jónsson, 8.3.2018 kl. 22:20

8 Smámynd: Haukur Árnason

Meira um hafið. Hafið þið einhverjar öruggar heimildir um hvað mengunin frá Fukusíma hefur borist langt, og hvað er hún hættuleg ?

Haukur Árnason, 8.3.2018 kl. 23:17

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Búinn að skrifa p.s. við pistilinn vegna kröfunnar um upplýsingar um málið. 

En, eins og við vitum, hefur Trump sakað vísindasamfélag heimsins um rangar mælingar sem þurfi að leiðrétta með því að reka slæma visindamenn og ráða "alvöru" vísindamenn, sem komist að réttri niðurstöðu. 

Og ég er í engri aðstöðu til þess að fara nákvæmlega ofan í það hvar hafið er mælt og hvernig það sé efnagreint, þannig, að ef við "tökum Trump á þetta" þá eru þessi alþjóðlegu gögn bara tóm steypa eins og allt annað sem birt er um ástand umhverfisins, sjávar, lands og lofthjúps, og passar ekki inn í niðurstöður Trumps í þeim efnum. 

Ómar Ragnarsson, 9.3.2018 kl. 23:09

10 identicon

Þetta staðfestir mitt mál sjór er ekki súr fyrr er pH gildið er orðið minna en 7. pH gildi sjávar er hins vegar 8,14 þ.a.l. basískur og getur ekki súrnað þótt basískt gildi lækki örlítið.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 10.3.2018 kl. 11:58

11 identicon

Þetta má kalla forherðingu. Vitaskuld er kólnun ef hiti lækkar. Vitaskuld er súrnun ef sýrustig lækkar. Að halda öðru fram er kjaftæði og bull. 

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.3.2018 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband