25.3.2018 | 00:07
Mikil tvöfeldni Trump.
Donald Trump sýnir mikla tvöfeldni með því að skipa John R. Bolton þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna.
Í kosningabaráttu sinni hamraði Trump á því hvílíkt glapræði innrásin í Írak hefði verið árið 2003 og gekk svo langt að segja, að hún og síðar "Arabiska vorið" hefðu haft þær afleiðingar, þar á meðal stofun Íslamska ríkisins, að Hillary Clinton og Barack Obama væru stofnendur ISIS!
Og að allar hörmungarnar í Sýrlandi væru af þeirra völdum.
Nú hefur Trump gert þann mann, sem laug í Georg W. Bush Bandaríkjaforseta, að gereyðingarvopn væru í Írak og hvatti Bush til að gera innrás í landið, að þjóðaröryggisráðgjafa sínum.
Og ekki nóg með það. John R. Bolt hefur líka hvatt til að Bandaríkin ráðist af fyrra bragði á bæði Norður-Kóreu og Íran!
Í þessu felst alveg lygileg tvöfeldni hjá Trump, að fordæma innrásina í Írak fyrir kosningar, en fela síðan mesta stríðshauk síðari tíma í Bandaríkjunum að sjá um þjóðaröryggismál og komast í kjöraðstöðu til þess að Bandaríkin geri tvær innrásir í stíl við innrásina í Írak.
Fundur Kim og Trump í uppnám? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Las einhversstaðar að hernaðarviðbúnaður BNA miðist við að þeir geti háð tvö og hált stríð samtímis. Veit ekki alveg hvernig þeir heyja hálft stríð en líklega er átt við minniháttar innrásir eins og í Panama og Grenada.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 25.3.2018 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.