Hluti borgarfulltrúa kosinn beint í hverfum?

Nokkur hverfi í Reykjavík eru álíka fjölmenn og stærstu kaupstaðirnir utan borgarinnar. 

Við fjölgun borgarfulltrúa hefði mátt íhuga hvort hluti þeirra, til dæmis fjórir, væru valdir beint úr fjórum hlutum borgarinnar. 

Andmæli gegn þessu gætu verið að þetta myndi flækja kosningarnar og borgarmálin og ýta undir "kjördæmapot." 

En eftir sem áður yrðu 19 borgarfulltrúar kosnir í borginni sem heild. 

Og það þarf ekki að vera alslæmt að einstök hverfi eigi jafnan sinn eigin kjörna fulltrúa í borgarstjórn. 


mbl.is Mikill munur á fylgi eftir hverfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband