Hér þarf að stinga niður staf.

Þótt Norðmenn hafi ákveðið að vaða út í þá á sem orkumálatilskipun ESB felur í sér, er á hreinu, að fráleitt er að við Íslendingar fylgi þeim eftir. 

Hér er komið að á, þar sem stansa þarf á árbakkanum og stinga niður staf. 

Hagsmunir Norðmanna eru ólíkir okkar hagsmunum vegna þess að þegar er komin á mikil tenging orkuflutningskerfis þeirra og Evrópu. 

Hvort tveggja er, að við erum í engu slíku sambandi við Evrópu, og einnig að einbeittur vilji valdamikilla afla hér á landi til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu er stórfellt íhugunar- og áhyggjuefni. 

Ef við vöðum út í það að innleiða orkumálatilskipunina þótt við séum ekki í orkuflutningssambandi við Evrópu, og segjum sem svo, að aðild okkar að tilskipuninni sé bara til málamynda og skipti þar með ekki raunverulegu máli, er með slíkri innleiðingu tilskipunar verið að gefa undir fótinn með sæstrenginn, hærra orkuverð hér á landi og stórhættu fyrir verndun einstæðrar íslenskrar náttúru. 

Smæð okkar, fjarlægð og skortur á tengslum við orkukerfi Evrópu eru næg ástæða fyrir því að við fáum undanþágu frá ESB tilskipuninni. 

Ég er að vísu enginn sérfræðingur um það hve miklar undanþágur frá einstökum tilskipunum er hægt að fá, en þó komst ég að því að varðandi eitt mál, sem skiptir mig og fleiri máli hér á landi, reglur um rafknúin reiðhjól, eru nokkur ESB / EES lönd með undanþágur í einstökum atriðum þeirra reglna. 


mbl.is Noregur hunsað hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er umhugsunarefni: Ef Ísland væri aðildarríki ESB væri enga undanþágu að fá og þessi tilskipun væri þegar komin í gildi hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2018 kl. 00:47

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Áhugavert umhugsunarefni, Guðmundur. Sérstaklega fyrir taglhnýtinga evrópusambandsóværunnar.

 Samþykki löggjafarsamkunda okkar, Alþingi, þessa tilskipun, höfum við misst stjórn á auðlindum okkar! Þó í dag sé enginn strengur, sem tengir okkur við evrópusambandsþjóðir, gerir samþykkt þessarar tilskipunar það að verkum, að við munum ekki einu sinni ráða því hvort strengur verður lagður, eður ei! Þvælan sem höfð hefur verið eftir fjármálaráðherra, varðandi þessa samþykkt, ætti að nægja til gera hann burtrækan úr Valhöll, um aldur og ævi. Þvílíkt dómgreindarleysi og vanvirðing fyrir þjóð sinni, í nú og framtíð!

 Evræpusambandið getur skikkað okkur til að leggja streng, ef þessi tilskipun verður samþykkt! Skilja þingmenn það ekki, eða stendur þeim á sama. Í kjölfarið verður virkjað, eins og andskotinn sé mættur, með eiturgas yfir Íslenska náttúru!

 Íslenakur almenningur borgar brúsann, með stórhækkuðu orkuverði, sem eftir að strengurinn er lagður, fylgir orkuverði í öðrum innlimunarlöndum evræpusambandsins. Að það skuli finnast fólk, hér á landi, sem styður þennan ófögnuð, er ótrúlegt.

 Hvammsvirkjun sett á "fast forward"og önnur óbætanleg verkefni færu þá á fleygiferð, eins og enginn sé morgundagurinn.

 Vei og svei Íslenskum þingmönnum, ef þeir voga sér að gerast þeir amlóðar, aumingjar, undirlægjur og vesalingar, að samþykkja þennan fjanda.

 Nú mun fást úr því skorið, hverjir standa með löndum sínum og hverjum er fjandans sama um þá og þeirra framtíð. Nú skal stungið niður staf, eins og Ómar bendir réttilega á.

 Þingheimur hefur boltann, en munum, að Forseti Íslands hefur, mér vitanlega,  enn ekki verið sviptur því valdi, að leyfa þjóðinni að kjósa um svona stórmál, sem varða framtíð okkar allra og barnanna okkar. Vonandi fylgist hann vel með, þessa dagana. Ef ekki, gæti eitt ógleymanlegt andartak á Hvannadalshnjúki, orðið eign einhvers annars.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2018 kl. 01:37

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Afsakaðu langlokuna Ómar. Þetta er ekki á leið í neina "brímun"

Halldór Egill Guðnason, 3.4.2018 kl. 01:39

4 identicon

"Brímun" á eflaust eftir að festa rætur í íslenzku máli. laughing

Ástandið er verra en menn halda. Skv. Bændablaðinu frá 2015, þá var í bókum Evrópusambandsins rúmlega 50% af allri raforku á Íslandi framleidd með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti, sem er alveg út úr kú. Mig minnir að í grein í sama blaði 2017 hafi þetta hlutfall verið komið upp í 70%.

http://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/

Mig grunar illilega að þetta tengist hinni illræmdu verzlun með kolefniskvóta.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2018 kl. 07:58

5 identicon

Daginn,

eftir að hafa kynnst mér málið betur (tilefnið var lestur blogs Bjarna Jónssonar sem var einna fyrstur að vekja thygli á þessu máli) er ljóst að það eru 3 leiðir í boði.

1) Taka (mest-)allan tilskipunarpakkann inn eins og hann er. (Norska leiðin)

2) Samþykkja að bæta orkupakkanum við EES-samninginn en fá undanþágu frá tilskipuninni varðandi raforkumarkaðinn (athuga að við erum búnir að taka inn flest tengt orkunýtni). Þetta væri Lichtenstein-leiðin.

3) Ekki taka meira inn af orkumálapakkanum í EES-samninginn þar sem stór hluti hans liggur utan fjórfrelsis og þess tví-valda fyrirkomulags sem EES-samningurinn leggur upp með. Þetta væri nýja íslenska leiðin, það er að frysta EES-samninginn eins og hann er.

Þar sem ég hef verið stuðningsmaður Evrópusamstarfs hafði ég hingað til talið leið 2) besta, en eftir að hafa skoðað þetta betur felur hún í sér ýmsar hættur. Eini möguleikinn til að fá undanþágu (og notabene sú undanþága kemur fram í gögmlum samningsmarkmiðum um inngögngu í ESB) er að benda á að Ísland sé einangrað kerfi. Hins vegar ef einhver byggir sæstreng til landsnins þá myndi sú undanþága væntabnlega ekki halda og sá sem hefði lokaorð um það væri ekki lengur íslensk stjórnvöld heldur ESA (ESB/EFTA)-dómstóll.

Þannig að ég hvet alla (hvort sem þeir séu stuðningsmenn Evrópusamstarfs eða ekki) að velja leið 3 og að hafna inntöku fleiri tilskipana inn í EES - samninginn sem ekki eru tengd fjórfrelsinu. Þessi orkumálatilskipun er ein af þeim. Um leið myndum við senda Noregi skýr skilaboð að ekki verði haldið áfram á þeirri braut að bæta inn í EES-samninginn án þess að fá eitthvað uma það að segja.

Stinga niður staf er gott orðalag fyrir það :)

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 3.4.2018 kl. 09:55

6 identicon

ekki veit ég hvað brimun er. en erfitt verður að fara gegn þessari tilskipun þar sem athugasemdatíminn er liðinn án aðgerða. en auðvitað má reina, en varla neyða þeir landsvirkjun í lagningu sæstrengs. erfitt verður fyrir útlendinga að hann án leyfis stjórnvalda. þar sem ríkið á landsvirkjun sem myndi stærsta hluta örkunar sem strengur þarf 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.4.2018 kl. 14:43

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Íslendingum hefur nú bara tekist afar vel upp við að eyðileggja náttúruverðmæti til að selja orku á undirverði til stóriðjufyrirtækja án þess að tilskipanir ESB hafi þurft til.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.4.2018 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband