4.4.2018 | 17:09
1968, hið "ofboðslega" ár.
1968 mátti kalla hið "ofboðslega" ár. Árið byrjaði með látum sem stóðu árum saman, og öldur þess umróts hefur ekki lægt enn í dag. Meira að segja hér á Íslandi varð til hugtakið "68 kynslóðin", ungt fólk, sem í ljós hinna róstusömu tíma allt frá Vietnam til Bandaríkjanna, Frakklands, Tékkóslóvakíu og Íslands, gerði gagngera uppreisn gegn ríkjandi ástandi.
Árið byrjaði með Tet-sókn Viet Cong, sem fékk sjónvarpsfréttaþulinn Walter Cronkite til að segja að Bandaríkin gætu ekki sigraði í stríðinu.
Í kjölfarið hætti Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti við að bjóða sig fram til endurkjörs.
Fyrir nákvæmlega hálfri öld var Martin Luther King myrtur og Robert Kennedy í kjölfarið.
Eldar loguðu á götum margra bandarískra borga þegar ég fór í Bandaríkjaför þetta sumar til að skemmta Íslendingum á fullveldishátíð.
Forsetaframbjóðandi á Íslandi, sem hefði flogið inn á Bessastaði fjórum árum fyrr, ef þá hefðu verið forsetakosningar, fór herfilega hrakför gegn forsetaframbjóðanda í anda ársins 1968.
Óeirðir skóku Frakkland og sjálfan Charles De Gaulle forseta, sem á endanum hrökklaðist frá völdum.
Herir Varsjárbandalagsríkja með Sovétríkin í fararbroddi réðust inn í Tékkóslóvakíu og bundu enda á "Vorið í Prag".
Hvað skildi árið 1968 eftir. Kannski voru það áhrif Martins Luther King sem lengst munu lifa. Sovétríkin og kommúnisminn í Austur-Evrópu hrundu 1989 til 1991.
Eitt gerðist á Íslandi, sem er merkilegt: Á örfáum árum upp úr 1970 aflögðust þéringar fullkomlega á Íslandi.
King: Ég óttast engan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.