Endurómur frá eftirstríðsárunum.

Stalín og rússneskir ráðamenn töldu eðlilegt eftir hrikaleg griðrof Hitlers og herför hans inn í Sovétríkin, að hafa full hernaðarleg yfirráð yfir þeim löndum Austur-Evrópu sem samkomulag Stalíns við Churchill kvað á um. Þetta þýddi að þessi lönd voru í raun ekki fullvalda, heldur leppríki Sovétríkjanna.

Vesturveldin litu öðru vísi á málið og stofnuðu hvert hernaðarbandalagið af öðru, fyrst NATO og síðar net sem umkringdi Sovétríkin allt austur til SEATO-bandalagsins í Suðaustur-Asíu. 

Aðal skipuleggjandinn í þessu var John Foster Dulles, þáverandi utanríkisráðherra BNA. 

Sovétmenn litu á þessi hernaðarbandalög sem hreint umsátur um kommúnistaríkin, nánast sams konar fyrirbrigði og Öxulveldin og bandalagsríki þeirra í upphafi Heimsstyrjaldinnar síðari. 

Þegar ríki í Austur-Evrópu og allt austur fyrir Svartahaf gengu í NATO eftir að Kalda stríðinu lauk, vöknuðu gamlar hugrenningar tortryggni og vænisýki hjá Rússum. 

Það var að vísu eðlilegt að Eystrasaltsríkin og fyrrum aðildarríki Varsjárbandalagsins og Sovétsambandsins teldu það þjóna öryggishagsmunum sínum að komast undir verndarvæng NATO, en hugsanlegra hefði orðið farsælla að hafa í huga munnlegt samkomulag Bakers við Gorbatsjof um að gefa Rússlandi færi á að hafa nokkurs konar stuðpúða hlutlausra ríkja við landamæri sín. 


mbl.is Telja að setið sé um Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hlutlaust ríki en líka stuðpúði. Hvaða land vill vera í þeirri stöðu?

Wilhelm Emilsson, 13.4.2018 kl. 02:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ja, hvað um Sviss?

Ómar Ragnarsson, 13.4.2018 kl. 08:05

3 identicon

Sæll.

Greining Alberts er bara býsna góð. Hann kemur inn á nokkuð sem afar fáir virðast átta sig á: Rússland er bara stórveldi vegna kjarnorkuvopna sinna. Efnahagslega stendur landið á brauðfótum og reiða Rússar sig um of á olíu. Þeir hafa þó haldið vel á spilunum að sumu leyti enda skulda þeir afar lítið borið saman við flest önnur ríki. 

Hegðun Vesturlanda gagnvart Rússum er þeim til skammar. Rússland er ekki bananalýðveldi þó án efa sé hægt að finna að ýmsu þar. Sama á auðvitað við um önnur lönd en nær væri að vinna með Rússum en ýta þeim í fangið á Kínverjum og Tyrkjum.

Er hegðun Vesturlanda gagnvart Assad angi af herferð þeirra gegn Rússum? Höfum í huga að nýlega viðurkenndi Mattis, varnarmálaráðherra USA, að engar sannanir lægju fyrir að Assad hefði beitt efnavopnum í fyrra. Hvar er fréttaflutningur af því? Samt gerði USA loftárásir á Sýrland. Vera USA í Sýrlandi er brot á lögum enda hafa stjórnvöld í Sýrlandi ekki boðið USA að koma með herafla þangað. Sýrlendingar buðu hins vegar Rússum þangað. 

Eru Vesturlönd viss um að ef Assad fer frá völdum að eitthvað betra taki við? Höfum í huga þegar við leitum svara við þeirri spurningu að hernaður Vesturlanda í Líbýu kom ekki vel út. Var okkur sagt að betra tæki við ef Gaddafi færi frá? Landið er nú stjórnlaust og gróðrarstía fyrir hryðjuverkamenn. 

Því miður eru fjölmiðlar víða á Vesturlöndum eins og hlýðnir kjölturakkar - flytja bara línuna frá stjórnvöldum: Assad hræðilegur. Rússar eru hræðilegir. Afskaplega lítið hefur sést um að engar sannanir hafi komið fram um að Assad hafi ekki notað efnavopn. Skiptir það kannski ekki máli? 

Hvað með Skripal málið? Sumir eru algerlega hættir að treysta fjölmiðlum og stjórnvöldum. Ef rússnesk yfirvöld stóðu fyrir þessu tilræði eiga þau skilið það gert var (reka diplómata úr landi) og meira til. Hingað til hefur maður hins vegar engar sannanir séð fyrir sekt þeirra. May hefði átt að bíða með aðgerðir þangað til hún var viss í sinni sök. Hefði ekki ennfremur verið betra að leyfa Rússum að koma að rannsókn málsins eins og þeir buðust til að gera? Það sem fer ekki hátt er að tugir landa hafa getu til að framleiða þetta eitur sem átti að hafa verið notað gagnvart Skripal feðginunum. 

Er sennilegt að Assad geri efnavopnaárás, eins og hann á að hafa framkvæmt fyrir örfáum dögum, þegar síðasta skipti sem hann átti að hafa beitt efnavopnum kostaði árás á flugvöll hans? Er það skynsamlegt hjá Assad að gera slíkt m.t.t. þess sem gert hefur verið? Þarf Assad að beita efnavopnum? Er hann ekki að vinna? Til hvers þá að beita efnavopnum? Trump sagði örfáum dögum fyrir þessa efnavopnaárás að hann ætaði að draga bandaríska hermenn frá Sýrlandi. Hvers vegna ætti Assad að hætta á að Trump skipti um skoðun með því að gera efnavopnaárás? Var tímasetning yfirlýsingar Trump og efnavopnaárásin tilviljun?

Er skynsamlegt hjá Pútin að eitra fyrir Skrípal feðginunum? Hvers vegna ætti hann að gera það? Er hugsanlegt að einhverjir sem höggi vilja koma á Rússa séu að verki? 

Áður en menn ráðast í aðgerðir, eins og loftárásir eða að reka diplómata úr landi, þurfa menn að vera 100% í sinni sök. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa enn engar sannanir fyrir sekt Rússa í Skripal málinu. Þeir hafa engar sannanir fyrir því að Assad hafi beitt efnavopnum. Kannski koma þær fram seinna en May rak rússneska diplómata úr landi örfáum dögum eftir þessa fyrirlitlegu árás. Hvaða óyggjandi gögn hafði hún þá undir höndum? Svar: Engin!!

Það er kominn tími til að almenningur horfi afar gagnrýnum augum á fréttir svokallaðra blaðamanna sem og aðgerðir elítunnar sem stjórnar.

Það er ekki hægt að nánast leggja land í einelti án þess að hafa góðar og gildar ástæður fyrir slíkri framkomu. 

Helgi (IP-tala skráð) 13.4.2018 kl. 09:39

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Ómar. 

Wilhelm Emilsson, 13.4.2018 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband