Þetta er ekki Krímskagi.

Pútín Rússlandsforseti sagði þegar deilan um Krím stóð hæst, að hann hefði íhugað að beita kjarnorkuvopnum ef yfirráðum Rússa yfir Krímskaga yrði ógnað hernaðarlega. 

Nú heyrast svipuð orð hjá honum, en í þetta skipti er ekki um að ræða svæði, sem er neitt viðlíka jafn mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Rússlands og Krímskagi er og hefur verið. 

Heldur ekki svæði þar sem mikill meirihluti íbúanna virðist vilja vera undir rússneskum yfirráðum, enda gríðarlegar mannfórnir verið færðar í Krímstríðinu 1854-56 og í Seinni heimsstyrjöldinni til þess að sporna gegn yfirráðum annarra ríkja yfir þessum skaga með sinni mikilvægu aðstöðu til landvarna og sjóhernaðar. 

Um er að ræða fjarlæga borg í landi, þar sem einræðisherra og harðstjóri undir verndarvæng Rússa hefur ítrekað verið staðinn að því að nota efnavopn gegn þegnum sínum og verið fyrrum knúinn til þess að eyða þeim. 

Varla hefur hann gert það ef þau hefðu ekki verið til. 

Hins vegar er úr vöndu að ráða fyrir Vesturveldin þegar svo er að sjá að borgin Douma sé í þann veginn að falla undir yfirráð Assads og Rússa. 

Það var ekki síst Donald Trump sjálfur, sem stuðlaði að þeim úrslitum þegar hann lagðist óbeint á sveif með Rússum með málflutningi sínum í kosningabaráttunni haustið 2016 með því að gera það að stefnu sinni að draga Bandaríkjamenn alveg út úr styrjöldinni í Sýrlandi, sem hefur kostað Sýrlendinga ómældar hörmungar, og gefa Rússum alveg frítt spil. 

Hættan á stórkostlegri stigmögnun stríðsins við það að þar yrði rússneskt mannfall á lokastigi þess er augljóslega ekki fýsileg atburðarás.  

Nú verður að vanda sig. 


mbl.is Trump ræðir við Macron og May í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Getur verið Ómar að frétta og blaðamenn hafi spurt á þá lund. Putin heldur þú að þú myndir beita kjarnavopnum eins og þegar Trump er spurður og hann segir Who knows. Sjáðu Ómar þið fréttamennirnir skapið stríð með Fake fréttum. 

Valdimar Samúelsson, 13.4.2018 kl. 12:01

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Valdimar, að kenna fréttamönnum, og Ómari persónulega, um ástandið í Sýrlandi er ansi langsótt, svo ekki sé meira sagt.

Wilhelm Emilsson, 13.4.2018 kl. 18:10

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Krímskagi hefur í fyrsta lagi ekkert með öryggi Rússlands að gera. Þaðan er engin auðfarin leið til Rússlands. Pútin, líkt og forfeður hans, sem stýrðu Rússlandi um aldir skilst bara eitt.

Á að bíða og taka Chamberlain á þetta eða stemma á að ósi?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.4.2018 kl. 19:00

4 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Eitt enn er athyglisvert;það talar enginn við Merkel. Hún er búin með mistakakvótann.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.4.2018 kl. 19:02

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Thad er ekkert langsótt, Wilhelm ... ad trúa svona tröllasögum er svo afkáralegt ad thví eru enginn takmörk.

Thegar skripal málid kom upp, tha var lítid hægt ad segja, en nú ætti madur ad geta séd málid í betra ljósi.  Bretar ljúga, af hverju getur madur spurt sjálfan sig ... ad Rússar séu "ógedslegir" á sér kanski sögu en er ekki trúverdug. Ad halda thví fram, ad bretar sem eru mestu glæpamenn mankynsögunnar, séu "trúverdugir" er vægast sagt ... aumingjalegt.  Vægast sagt ... auvirdulegt. Madur er ad afsaka "Highway of death", og "Children of Fallujah", og jafnframt ad afsaka thrælahald, eiturlyfjasölu svo eitthvad sé nefnt. Svo madur ekki tali um Vietnam, thar sem til eru myndir af thvi thegar Bandaríkjamenn myrda óvopnad fólk. Skjóta menn, óvopnada fyrir framan myndavélar ... hreikja sér á háum steini, dragandi menn í hlekkjum eins og hunda, pyntandi og myr∂andi og hreikja sér af thvi.

Rússar "eiga" ad fara í stríd.  Thad er hreinn aumyngjadómur af Rússum, ad vera med neitt annad en kjarnorkuvopninn uppi.

Í ordsins fyllstu merkingu.

Örn Einar Hansen, 13.4.2018 kl. 19:11

6 identicon

Hver er þessi Bjarne Örn Hansen. A.mk. ekki í símaskránni.

Einar Halfdanarson (IP-tala skráð) 13.4.2018 kl. 19:16

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vilhelm. Ég var ekki að segja að Ómar væri Óheiðarlegur og síst hann heldur fréttamenn eiga það til að magna og snúa orð sem menn segja fréttamennskunni í hag og þá á ég við að fréttin sé betri söluvara. 

Valdimar Samúelsson, 13.4.2018 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband